Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.04.1906, Qupperneq 7

Skírnir - 01.04.1906, Qupperneq 7
-Skírnir. Japan. 103 Víst er um það, að hvergi þekki eg líklegri stað til þess að fá vinnufólk en Japan og Kína, en það er ekki í annað hús að venda, að sækja það þangað — sem betur fer! Fáir hleypidómar eru jafnrótgrónir hjá oss íslending- um og sá, að vér séum fátækari en allir aðrir. Að gjöld eru hér minni en í flestum eða jafnvel öllum Norðurálfu- löndum — því getur enginn borið á móti. En svo halda allir að eigi að síður séu þau óbærileg sökum þess hve fátækir vér séum og gjaldþolið litið. Þetta er hættulegur hleypidómur, því meðan vér kunnum ekki að meta krafta vora eða höldum að þeir séu svo nauðalitlir, þá treystum vér þeim ekki og leggjum þá ekki fram. Eg vil spyrja íslenzka alþýðu og verkamenn hvort þeim þætti hagur sinn batna. og gjaldþol sitt aukast, ef kaupið væri eins og í Japan. Eflaust munu margir gjöra þá athugasemd: Þetta hlýtur að vera rangt, því af svo lágu kaupi getur enginn lifað. Að minsta kosti hlýtur fæðið að vera auk kaups- ins. Skýringin á þessu er aðallega sú, að Japanar eru sparneytnir og lifa mestmegnis á hrísgrjónum, sem eru þar mjög ódýr. Fæðið kostar því fáa aura á dag, að minsta kosti óbreytt fæði fátæklinga. Ætla mætti að hagur vinnulýðs og alþýðu gæfi ekki rétta hugmynd um efnahag landsbúa, sökum þess að þar væru fjölmennar stéttir ríkra og efnamanna. Að því sem eg frekast veit er þessu þó ekki þannig farið. Sjálfsagt fer tala slíkra manna óðum vaxandi, en til þessa munu auðmenn vera þar tiltölulega fáir, enda er ekki annað hægt að ráða af tekjuskattsupphæðinni. Að öllu samtöldu er Japan fátækt land, þó frjósamt sé. Flestir lifa þar við lítinn kost, fátækt og lágt kaup. En landið á margar auðsuppsprettur, einkum hvað iðnað snertir, og hagnýting þeirra vex óðfluga. Eftir nokkra áratugi verður eflaust þjóðarauðurinn og efnahagurinn margfalt betri en verið hefir til þessa. Ríkiskuldir eru miklar, ekki minna en 30 krónur á nef hvert í landinu, og er það stórfé í jafn-kauplágu landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.