Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 18

Skírnir - 01.04.1906, Page 18
í 14 Japan. Skirnir. in heflr orðið sú; að víðast eru stofnaðar efri deildir, svo að* meira en helmingur barnanna er 6—8 ár við nám í lýð- skóíhnum. Skólagjaldið má vera nokkru hærra í efri deild — alt að 1 kr. á mánuði. Manni dettur ósjáfrátt önnur spurning í liug: Hvernig- gátu Japanar aflað sér kennara við alla þessa skóla und- irbúningslítið ? Fyrst framan af var þetta erfitt og varð þá að tjalda því sem til var. skái’stu kennurum sem feng- ist gátu, þó ekki hefðu þeir leyst neitt kennarapróf af' hendi og væru margir miður hæflr til þess starfs. En smám saman greiddist úr þessu, því jafnframt voru stofnaðir kennaraskólar, svo að eftir nokkur ár fjölgaði lærðum kennurum óðum. Af lýðskólunum taka við miðskólar með 5 ára námi. I hverju amti skal að minsta kosti vera einn slíkur skóli kostaður af amtssjóði. Nemendur koma víðsvegar að og geta fæstir gengið heiman að á skólana, sem að mestu leyti eru heimavistarskólar. Á skólum þessum eru sömu námsgreinar kendar og í lýðskólunum, en auk þeirra kínverska, Norðurálfumál, landslög og þjóðmegunarfræði. Tala miðskóla 1902 var 292, kennaranna 4233, en nemenda 102,304. Inntökuskilyrði eru 12 ára aldur og að minsta kosti 6 ára nám á lýðskólunum. Af miðskólunum taka við nokkurs konar lærðir skólar eða latínuskólar. Þeir undirbúa undir háskólanám og kenna aðallega tungumál. Skólarnir eru 8 að tölu og kostaðir af ríkinu. Nemendatala er 4781, kennara 301- Inntökuskilyrði eru próf frá miðskólunum og 17 ára aldur. Námstíminn er 3 ár. Að lokum eru tveir háskólar með tæpl. 200 kenn- urum og 4076 nemendum (1902). Þeir standa nú orðið jafnfætis háskólum Norðurálfunnar, og þó útlendir kennar- ar væru margir fyrstu árin, þá heflr þeim fækkað svo að þeir eru nú ekki yfir 10 alls. Hitt eru Japanar. Þá eru ótaldir hinir almennu kennaraskólar,. sem ömtin kosta algjörlega. Námstíminn er 4 ár fyrir karl- menn, 3 fyrir kvenmenn. Fæði, húsnæði og kenslu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.