Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 2

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 2
Skírnir. Skýrslur og reikningar. II og hlaut kosningu próf. Þorvaldur Thoroddsen; i Safnsnefnd var kosinn Matthías S. Þórðarson í staðinn fyrir Arna Pálsson, og i ritnefnd Islendingasögu Sigfús Blöndal. — Þá voru kosnir embætt- ismenn og varaembættismenn deildarinnar: forseti próf. Þorvaldur Thoroddsen, gjaldkori Gísli læknir Brynjólfsson, skrifari Sigfús Blöndal, bókavörður Matthías Þórðarson; varaforseti Bogi Th. Mel- steð; varagjaldkeri Þórarinn E. Tulinius; varaskrifari Stefán Stefáns- son og varabókavörður Yigfús Einarsson. Etidurskoðunarmenn voru kosnir Sigurður Jónsson og Þorkell Þorkelsson. — Þá var allmikið rætt um heimflutning Hafnardeildar félagsins, og að lokum sam- þykt svo hljóðatidi ályktun: »Fundurinn felst á að kosin verði nefnd til að athuga og koma með tillögur unt, hverjar breytingar muni heppilegt að gjöra á fyrirkomulagi og stefnu félagsins á kom- andi tíð. Nefndin skal hafa lokið störfum sínum fyrir næsta árs- fund og leggja þá fram frumvörp sín«. Nefnd þessi var síðan kosin, og hlutu kosningu: Finnur Jónsson, Matthías Þórðarson, Gísli Sveinsson og Bogi Melsteð. Forseti deildarinnar skyldi vera sjálf- kjörinti í nefndina. — Að lokum voru kosnir nokkrir nýir félagar. Fyrri aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn 27. apríl 1906. — Forseti lagði fram endurskoðaðan reikning félagsdeildarinnar fyrir hið liðna ár, og var hann sam- þyktur. — Samþykt var samkvæmt tillögum fólagsstjórnarinnar að nema úr eptirstöðvum nokkrar gamlar félagaskuldir, er taldar voru ófáanlegar. — Forseti skýrði frá bókaútgáfum deildarinnar á hinu liðna ári, og jafnframt að eigi mundu aðrar bækur verða gefnar út þetta ár en Skírnir, Fornbréfasafn og Sýslumannaæfir, alls nálægt 60 örkum. — Þá var rætt um útgáfu á Þjóðlagasafni síra Bjarna Þorsteinssonar, og bar forseti upp tillögu félagsstjórnar innar í málinu, er hljóðaði svo: »Deildin tekur að sér að gefa út nefnt Þjóðlagasafn með væutanlegum 1000—1500 kr. styrk frá Carlsbergsjóðnum, þó þannig, að útgáfukostnaðurinn deilist á 2 ár, eða að safnið sé gefið út í 2 pörtum, og að höfundurinn fái eigi ritlaun frá deildinni að svo komnu«. Tillaga þessi var samþykt. — Þá var rætt um styrkbeiðni frá bókaverði Lind í Uppsölum til út gáfu rits hans: »Ncrsk-islándska dopuamn och fingcrade namn frán Medeltiden«, en úrslitum þessa máls var frestað til næsta fundar. — Þá var rætt um fyrirhugaða æfisögu Jóns forseta Signrðssonar (sbr. síðasta fund deildarinnar), og var eftir allítarlegar umræður

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.