Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 1
Skýrslur og reikuingar
Bokmentafélagsins árið 1908.
Félagið hefir árið 1908 gefið út þessar bækur, og látið félags-
menn fá þær fyrir árstiliagið, 6 krónur :
Skírnir, tímarit hius í»l. Bókmentafélags, 82. ár, kr. 4,00
ísi. fornbréfasafn VIII 3.......................— 4,00
L/sing Islands eftir Þorv. Thoroddsen 12 . . — 3,00
Safn til sögu íslands IV2.......................— 1,20
S/slumannaæfir III4.............................— 1,00
Æt'isaga Jóns Ólafssonar Indíafara I .... — 2,25
kr. 15,45
Fyrri aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar
var haldinn 27. apríl 1908. Forseti lagði fram endurskoðaðan
reikning deildarinnar fyrir árið 1907, og var hann samþyktur. Þá
skyrði forseti frá bókaútgáfum deildarinnar á hinu liðna ári, og
fyrirhuguðum bókaútgáfum hennar þetta ár. Þá sk/rði hann frá
því, að mag. Guðmundur Finnbogason hefði afsalað sér ritstjórn
Skírnis um síðastliðin áramót, og að stjórnarnefndin hefði ráðið
kand. Einar Hjörleifsson til að taka við ritstjórn tímaritsins eftir
Guðmund. Þá gaf forseti sk/rslu um skírnarnafnarit Lind’s í Upp-
sölum og um þjóðlagasafn síra Bjarna Þorsteinssonar, sem Karls-
bergssjóðurinn í Höfn ætlar að gefa út. Þá voru kjörnir 70 n/ir
félagar, er höfðu beiðst inntöku í félagið. Að lokum var rætt eitt
minni háttar innandeildarmál.
Ársfundur Hafnardeildarinnar var haldinn 11.
apríl 1908. Forseti lagði fram endurskoðaðan reikning deildarinn-
ar fyrir árið 1907, og var hann samþyktur. Þá sk/rði forseti frá
25