Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Síða 1

Skírnir - 01.12.1912, Síða 1
Skýrslur og reikningar Bókmentafélagsins 1912. ASalfundur Bókmentafélagsins var haldinn 17. júní og fundarstjóri kosinn prófessor Lárus H. Bjarnason. Forseti gat þess, að Hans Hátign konungurinn hefði sýnt fólaginu þá náð að gerast verndari þess. Mintist hann síðan látinna félagsmanna (heiðursfólaganna Jóns Borgfirðings, Eiríks meistara Magnússonar og Björns Jónssonar fyrrum ráðherra, og annara fólaga: prófastanna Jens Pálssonar, Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar og Kjartans Einarssonar, etatsráðs Ásg. Ásgeirssonar, síra Lárusar Thórarensens og dr. Eug. Beauvois) og tóku fundarmenn undir það með því að standa upp. Aðalstörf fólagsins á umliðnu ári höfðu verið í því innifalin, að sjá um heimflutninginn og alt sem þar af leiddi. Las forseti síðan upp ársreikninginn, fór um hann nokkrum orðum til skýringar og gat þess, að aukreitiskostnaður við heimflutninginn og greiðslu skulda frá fyrra ári hefði orðið samtals kr. 5880.68. En þrátt fyrir þennan mikla aukakostnað var í sjóði hjá gjaldkera við árslok hór um bil sama upphæð og við ársbyrjun. Þessa gleðilegu útkomu kvað hann að miklu leyti að þakka bókaverði fólagsins, fornmenjaverði Matthíasi Þórðarsyni, sem hefði sýnt mjög mikinn dugnað í starfi sínu, bæði að því er snerti innheimtu og bókasölu. Jafnframt hafði fólögum fjölgað mjög á umliðnu ári. Síðan á síð- asta aðalfundi höfðu 216 nýir menn gengið í fólagið, og var fólaga- tala nú orðin 1040, 220 f Reykjavík, 220 í útlöndum og 600 á ís- landi utan Reykjavíkur. Las síðan forseti upp efnahagsreikning fólagsins til frekara yfirlits yfir hag þess. — Um bókaútgáfu fó- lagsins í ár gat forseti þess, að út yrðu gefnar hinar venjulegu fó- 'lagsbækur: Fornbrófasafn, Safn til sögu íslands, Sýslumannaæfir •og Skírnir ásamt með skýrslum og reikningum og fólagatali; enn- fremur Goðafræði Norðmanna og íslendinga eftir Finn Jónsson, og væri hún gefin út með styrk úr sjóði Margrótar Lehmann-Filhós.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.