Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Alþýðublaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 9
Handknattleiksinótið: KR, Fram og Valur sigr- uðu á mánudaginn I mfl í FYRRAKVÖLD voru háðir þrír leikir í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Búizt var við jöfnum og skemmtilegum leikj um og var húsfyllir að Háloga- landi. Reyndin var önnur, allir leikirnir unnust með yfirburð- um og að þessum leikjum lokn- um hafa aðeins tvö félög, KR og Fram, möguleika á að sigra í meistaraflokki karla. Fram sigraði Ármann, KR ÍR og Val- ur Þrótt. ★ Valur vann Þrótt með mikl- um yfirburðum og leikurinn var ósköp lélegur, sem sést bezt á því, að skoruð voru 37 mörk á 30 mínútum. Varnir beggja lið- anna voru skipulagslausar og ó- öruggar. — Valsmenn byrjuðu á að skora og fyrri háflleikur var nokkuð jafn. Hann endaði 12:9 fyrir Val. í síðari hálfleik skoruðu Valsmenn einnig 12 mörk, en Þróttur aðeins 3. Þrjú af mörkum þessum voru skoruð úr vítaköstum. Valur gerðt tvö og Þróttur 1. 'k Leikur Ármanns og Fram var hálfleiðinlegur og þungur. Fram sýndi þó góða leikkafla og vörn liðsins var ágæt. í fyrri hálfleik skoruðu Frammarar 7 mörk, en Ármann 4. í síðari hálfleik virtist eitthvert von- leysi, sem nálgaðist kæruleysi, einkenna leik Ármenninga. Er mikill munur á liðinu nú eða fyrst í mótinu. Frammarar skoruðu hvað eftir annað og mörg mörkin voru glæsilega gerð. Leiknum lauk með sigri Fram 17:5. Flestir bjuggust við skemmti- legri viðureign KR og ÍR, en það fór á annan veg. Fyrstu .mínúturnar voru þó spennandi og eftir sjö mínút.ur var jafnt 4:4. Þá var eins Og ÍR-ingar misstu öll tök á leiknum og vörn liðsins var oft ótrúlega op- in og sundurlaus og skoruðu KR-ingar sex sinnum í röð, flest mörkin af línu, næstum óhindr að að því er virtist. — Síðari hálfleikur var lítið betri og virt ist ÍR alveg hafa misst kjark- inn, en leiknum lauk með sigri KR 20 gegn 10. Flest mörk í leiknum skoraðí Reynir Ólafs- son, KR eða 9 talsins. ★ Hér eru úrslit í leikjum vngri Framhald á 2. síðu. Erlendar frélflr í sluflu máli Kínverjinn Tsai Yi Shu, sem aðeins er 19 ára, setti kínverskt met í stangarstökki nýlega, stökk 4,50 m. Gamla metið átti iiiiiiiiiimvr^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii I Karl Guðmunds- 1 I son til Horegs! | Á FORSÍÐU „Arbeider- = = blaðsins“ norska segir á § | mánudaginn, að félagið | = Lilleström hafi ráðið ís- | = lenzka landsliðsþjálfar- | | ann Karl Guðmundsson = | til sín á nýjan leik, en i | hann var þjálfari félags- = = ins 1958 og þá komst | | Lilliström í úrslit í norsku = | bikarkeppninni. — For- | = ráðamenn félagsins eru | | hinir bjartsýnustu segir í § | blaðinu og gera sér mikl- | | ar vonir með þjálfun 1 | Karls, sem nýtur mikils á- | | lits í Noregi. Blaðið segir, | | að Karl geti ekki tekið til | | starfa fyrr en 1. maí n. k. | | vegna kennslu við skóla í | | Reykjavík. Lilleström von § = ast einnig til þess, að Karl | | komi til þeirra keppnis- = 1 tímabilið 1961, segir einn- f f ig í greininni. | TmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiuT hann sjálfur, en það var 4,47 m. Á sundmóti í Schiedam í » Hollandi fyrir nokkru náðist allgóður árangur. Kendrew, Englandi, sigraði í 100 m skrið- sundi á 57,8, en Ritton, Hollandi fékk 58,8. Ritton sigraði í 200 m skriðsundi á 2:12,4.1 200 m flugsundi sigraði Symonds, Eng landi 2:26,4, en Sykes, Englandi í 100 m baksundi 1:04,9, Jiskoot, Hollandi 1:05,4. Sykes sigraði einnig í 200 m baksundi 2:25,1 og Mensonides, Hollandi í 200 m biingusundi 2:41,7. í kvenna greinunum náðist enn betri ár- angur, Gastellars, H, sigraði í 100 m skriðsundi 1:04,0 og Ste- ward, Engl. 1:04,8. Gastelaars sigraði einnig í 200 m á 2:21,6 og Schimmel 2:21,8. Kok sigraði í 100 m flugsundi 1:11,1, Heem- skerk 1:11,9. Van Velsen sigr- aði í 100 m baksundi 1:11,2, L. de Nijs 1:12,5. den Haan sigr- aði í 100 m bringusundi 1:23,3 og í 200 m bringusundi fékk hún 2:54,8. Laugin í Schiedam er 25 m. ☆ Nú stendur frjálsíþrótta- keppni Ástralíumanna sem hæst. John Chittick fékk 14,1 sek. í 120 yds grind, sem er 1/10 úr sek. fiá meti. Á6ÆTUR ÁRANGUR j FRJ. ÍÞRÓTTUM. Á LAUGARDAGINN héJt KR innanfélagsmót í lang- stökki Oa þrístökki án atrennu og náðist prýðisgóður ái'angur. Hér eru úrslitin: Langstökk: Jón Pétursson, KR 3,22 Emil Hjartarson, ÍS 3,08 Ólafur Unnsteinss., UMFÖ 3,04 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 3,02 Þetta e’r ágætur árangur hjá Jóni Péturssyni og hans bezti. Jón hefur æft vel og vonandi heldur hann því áfram,þá koma 2 metrarnir fljótlega í hástökk- inu. Þrístökk: Jón Pétursson, KR 9,88 Emil Hjartarson, ÍS 9,29 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,27 Úlfar Teitsson, KR 9,12 Árangur Jóns í þrístökkinu er jafnvel enn athyglisverðari en í langstökkinu og hann vant ar aðeins 15 sm á íslandsmet Vilhjálms Einarssonar. Árang- ur Jóns Þ. Ólafssonar er nýtt drengjamet, Vilhjálmur Einars- j son átti það gamla, sem var 9,07 m. Úlfar náði einngi betri ár- | angri en gamla drengjametið. MtMMMMIWMHMtMVmmWi EFRI myndin er af Rvík- rcmeisturum KFR í karla flokki, en KFR sigraði með yfirburðum! að þessu sinni. Neðri myndin sýnir hinn efnilega 2. flokk ÍR, sem átti ágæta leiki í mót I i knattspyrnu 1960 Frá ársþingi Knaifspyrnusambands íslands ÁRSÞING Knattspyrnusam- bands íslands var haldið í Tjarn arcafé um síðustu helgi. Alls voru mættir milli 50 og 60 full- trúar víðs vegar að af landinu. Þingforseti var kjörínn Her- mann Guðmundsson, en þing- ritari Einar Björnsson. Ríkti mikill áhugi á þinginu um fram gang knattspyrnuíþróttarinnar, umræður urðu miklar og gagn- legar og margar ályktanir gerð- ar. — Björgvin Schram formað ur KSÍ setti þingið með ræðu og fl.utti ýtarlega skýrslu stjórnar innar, en einnig fluttu ávörp Benedikt G. Wáge, forseti ÍSÍ, og Atli Steinarsson, formaður í samtökum íþióttafréttamanna og afhenti KSÍ að gjöf frum- myndir af fyrstu símsendu fréttamyndunum til íslands, sem voru af landsleiknum gegn Dönum í Kaupmannahöfn 18. ágúst. Af mörgum málum, sem rædd voru á þinginu, verður hér aðeins getið um eitt að þessu sinni, en það eiu væntan- legir landsleikir næstu tvö árin. Síðar munum við birta fleira frá þinginu. LANDSLEIKJA-ÁÆTLUNIN fyrir næstu ái' er sem hér segir: 1960: Landsleikur við áhuga- mannalandslið Vestur-Þjóð- verja er ákveðinn næsta sumar, sennilega 8. ágúst. Aukaleikir verða 2 eða 3. Landsleikur við íra í Dublin er ákveðinn 11. september n.k. Einnig 2 aukaleikir, sennilega í Cork og Waterford. Til tals hefur komið að norska landsliðið heimsæki okk ur í júlíbyrjun, en ekki er það endanlega ákveðið. 1961: Landslið Hollendinga mun leika héi' í ágúst 1961. Þá stendur til boða ferð til Englands strax er aðstæður leyfa. Að sjálfsögðu er áætlun þessi háð því að nauðsynleg levfi fá- is't til heimboða og utanferða, einnig að Laugardalsvöllurinn verði fáanlegur til afnota vegna landsleikjanna. En ástæða er til að vona að ekki standi á leyfum þegar sótt er um með nægum fyrirvara. 'Bréfaskriftir hafa farið fram við danska og norska knatt- spyrnusambandið um mögu- ieika fyrir unglingalandsleikj- um, en ekki hefur enn tekizt að fá neitt ákveðið í því máli. Ald- ur sá, er miðað er við, er annað- hvort 18 ár eða 23 ár. Ástæða er til að halda áfram tilraunum til að koma á slíkum leikjum. Þá er í deiglunni athugun KSÍ á því hvernig koma mætti á reglubundnum landsleikjum við Norðurlöndin. Hinn ágæti árangur íslenzka landsliðsins í sumar styrkir aðstöðu KSÍ í því máli. Stjórnin hefur ákveðið að taka ekki þátt í næstu heims- meistarakeppni, sem er jafnt fyrir áhuga- sem atvinnuleik- menn. Úrslit þeirrar keppni mun fara fram í Chile 1962. Til tals hefur komið að taka þátt í landsliðskeppni Eviópu, sem er útsláttarkeppni, leikið heima og heiman. Sú keppni fer fram annað hvert ár, næst 1961. Þá er nauðsynlegt að fara að semja um landsleik hér heima árið 1962 og mun stjórnin, sem við tekui' eftir ársþingið, þurfa að snúa sér að því verkefni fljótlega. í stjórn KSÍ fyrir næsta starfsái' voru kjörnir Björgvin Schram formaður, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ingvar Páls- son, Jón Magnússon, Ragnar Lárusson, Axel Einarsson og Sveinn Zoéga. í varastjóin voru kjörnir: Guðsveinn Þor- björnsson, Haraldur Snorrascn og Páll Ó. Pálsson. KNATTSPYRNU- FRÉTTIR ÍTALIR og Ungverjar gerðu jafntefli í knattspyrnu í Flon- ens á sunnudagin, 1 mark gegn 1. Ungverjar skoruðu fyrr, það var Tichy, 4 mínútum eftir hlé. Miðframvörður ítala Cervato jafnaði úr vítaspyrnu 7 mín- útum síðar. Hollenzkur dómaii dæmdi leikinn og gerði það veL ísrael og Pólland gerðu jafru tefli í knattspyrnu á sunnudag- inn, 1 gegn 1 (0:0). Áhorfenduar voru um 50 þúsund á Ramgataa ; stadion. Alþýðublaðið — 2. des. 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 258. Tölublað (02.12.1959)
https://timarit.is/issue/135008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. Tölublað (02.12.1959)

Aðgerðir: