Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga - 01.01.1840, Page 2

Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga - 01.01.1840, Page 2
að sönnu, aö margir af embættismönnum lands vors eru kunnugir því sem fram fer í stjórnar málefnum íslands, a8 þvíleiti sem það eraugljóst gjört, en margir munu aptur vera þeir, sem eklci fá slíkt að vita, og öll alþýða mun því að mestu ókunnug, sem von er, meðan flest fer fram á dönsku sem landinu kemur við í stjórnar málefnum, og danskir embættismenn sem í landið lcoma eklci þurfa að kunna eitt oi’ð í málinu. Sumum hefir þókt líkindi til, að marga mundi fýsa að vita hvað fram færi á fulltrúa-þíng- inu í Hróarskeldu, sem ísland hefir um hríð átt sókn að, og að skírsla um það, sem þar hefir fram farið, mundi leiða marga til að hugsa um, hvort betur mundi fara eður ekki ef vér ættum oss alþíng á íslandi sjálfu, oghvort ekki væri líklegt, að þá mundi meiru verða ágengt við stjórnina, til að fá því fram komib sem þörf er á til framfara landinu, o. s. frv. Virtist þetta því líklegra nú, þareð þau mál hafa komið fyrir á þínginu sem flestir hera nokkuð skyn- bragð á, og flestum mun þykja miklu varða, og það er um verzlunina og um skattana, en í skatta- málinu er því hreift, hvort ísland beri sig eður ekki, það er að skilja, livort Íslendíngar sé ómagar í brauði Dana eður ekki. Einnig þótti eiga við, að prenta hér með úrskurð konúngs, sem lofar íslendíng- um alþíngi á ný, þó að sá úrskurður verði að lík- indum prentaður víðar.

x

Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga
https://timarit.is/publication/64

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.