Ný félagsrit - 01.01.1849, Blaðsíða 3

Ný félagsrit - 01.01.1849, Blaðsíða 3
VII hafnar gekkst hann fyrir því, að islenzkir stúdentar súttu um aí) fá fluttar vörur fyrir 20 dali árlega, og svo ferb kauplaust og kost á leibinni fyrir ákvebib verb; fekkst þetta allt, og hefir síban haldizt ab svo miklu leyti, ab stúdentar fengu ávallt kauplaust far meb konúngsskipum meban einokunin helzt, og fá síban ferbarkostnab sinn til háskólans endurgoldinn allt til þessa dags; en svo stúb á, ab konúngur hafbi um þetta mund tekib verzlunina af hörmángara-félaginu undir sjálfan sig, sakir þess hversu þab kúgabi landib, annars inundi þetta varla fengizt hafa í þab sinn. Fyrir þetta vann Hannes sér traust landa sinna, og þareb hann hafbi einnig gott gengi mebal höfbíngjanna, fylgbu þeir honum fúslega. Um þessar mundir var kviknabur mikill áhugi mebal Islendinga um hagi landsins. Skúli Magnússon var þá í blúma sínnm og barbist hetjulega vib einokunarfélögin. Fribrekur konúngur fimti var Islandi hlynnandi, hafbi veitt Skúla fúsa áheyrn, og látib mikib i té til ab koma á jarbarækt og ibnabi í landinu. Horrebow hafbi verib sendur þángab, til ab skoba landib og lýsa því, og leizt mönnuin vel á frásagnir hans. Hib konúnglega Visindafélag hafbi gjört út þá Eggert og Bjarna, til þess ab ferbast iim landib og rannsaka þab gjörsam- lega, og væntu menn af ölluþessu margfaldrar vibreisnar, einsog von var, og rætzt mundi hafa, ef ekki hefbi verib hætt vib allt hálfgjört. Jafnframt þessu voru margir af Islendingum farnir ab stunda hin norrænn fornfræbi, og kynna sér hin ágætu rit fornaldar vorrar, en þar af Ieiddi, sem von var, ab þeir urbu þess varir

x

Ný félagsrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný félagsrit
https://timarit.is/publication/67

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.