Þjóðólfur - 23.12.1848, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.12.1848, Blaðsíða 1
4. 1§4§. 1. Ár. 33. Desember. Tígsla dómkirkjunnar í Reykjavík, 28. dag októberinánaðar 1848. JTeg lofaði þjer í sumar, góðivin! þegar við skoðuðum kirkjuna í Reykjavík, meðan hún var í smíðum, að segja þjer afþví, sem frain færi, þegar hún yrði vígð. INú getjeg Ioks- ins hundið enda á þetta loforð, og ætla jeg þá að segja þjer af öllu, og enda úr mess- unni sjálfri, eins og jeg man bezt. 3>ar er þá til máls að taka, að 27. dag októberm. var jeg staddur í Reykjavík; og um kvehlið, er diinmt var orðið, gekk jeg með kunningja mínum upp á Hólavöll. Him- ininn var heiðrikur og mjög fjölstirndur, og búið var að kveykja ljós í ílestum húsum niðri í bænum. Jeg vakti þá máls á því, að það væri allfagurt, að horfa þarna yfir bæ- inn ljósum prýildan. En sá, sein með injer var, segirþá: BOg hvað er nú að liorfa á það, hjá því að líta hjerna upp fyrir sig og horfa þar á hina Ijósum skírðu hvelfingu! IMjer dettur þá æfinlega í hug“, segir hann, „þetta sem skáldið kvað: Og þótt um lielga þagnarleið", o. s. frv. 5egar liann liafði haft. þessa vísu yfir, heyrð- uni við klukknahljóm, sem koin frá kirkju- turninum, er gnæfði þar í lopt upp yfir öll hús önnur. Já minntist jeg erindis míns til bæjarins, að heyra og sjá vígslu liinnar ný- smíðuðu dómkirkju, sem daginn eptir átti að iara irain. Jað hafði eins og undarleg á- lirii á mig, að heyra þessa hriiigingu um kveldið. Mjer virtist, eins og kirkjan hefði beðið eptir því, að allar raddir dagsins skyldu þagna, og þá liefði hún sjálf tekið til að tala á s'nu máli í kvöldværöinni. Jeg hugsaði með sjálfuntmjer,að einsog klukknarödd kirkjunnar || hljómaði út i bláinn, svo hljómaði rödd drott- ins orða út í mannheiminn. Og þessi íliugun vakti tillilökkun í hjarta minu, til að heyra | og sjá hina helgu vígsluathöfn daginn eptir. Nú rann þá líka upp dagur sá, og það með þeim liætti, að mjer virtist drottinn eins og vilja prýða musterið mikla, sem ekki er með liöndum gjört, vegna musterisiiis minna, sem manna henclur höfðu lijer reist honum. Jað var logn og blíða, sólin skein í lieiði, og sjór- inn var speigilfagur. Nú safnaðist þegar að kirkjunni inúgur og margmenni, bæði úrsókn- inni sjálfri, og líka úr næstu sóknuin, svo varla mun meira fjölmenni liafa sótt nokkra kirkju hjer á landi. Jafnóðum og fólkið kom, var þvi skipað til sætis, bæði uppi og niðri, af lögreglustjórunum, og var engum leyft, að liafa neina uingöngu fram og aptur. Allir bekkir voru orðnir fullir, og þó stóð enn fjöldi maniia fyrir dyrum úti. Jegar þá allt var oröið með kyrrð, og stóð rjett á hádegi, kom biskup lierra llelgi í kirkjuna, og bar hann í liöndum sjer hina beilögu biflíu; með honuin gekk forstöðumaður prestaskólans, doctor Pjetur Pjetursson, og dómkirkjuprest- urinn, sjera Asmundur Jónsson; bar annar kaleikinn og diskinn, en annar skírnarfatið. jþannig gengu þessir þrír inenn, með helgri lotningu, inn í hinn nýja kór, og fylgdi múg- urinn, Sem úti stóð, á eptir þeim inn á mitt kirkjugúlfið. Biskupinn tók þá við hinuni helgu dómum, og setti á sinn stað, kaleikinn á alt- arið og fatið í fontinn. Sjálfur staðnæmdist hann fyrir altarinu, en hinir gengu til sætis. Nú var byrjaður söngurinn á þessu: „Guð í þinu nafni nú nálægir hjer saman erum,“ og sungu skólapiltar fjórraddað undir með org- aninu. 5á er sungin voru þessi tvö vers og sálmur á eptir, stje hiskup í stólinn, skrýdd-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.