Þjóðólfur - 20.08.1849, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.08.1849, Blaðsíða 1
1. Ár. 19. 1 §49. 20. Ágúst. (Aðsent.) þáttur um alþinqi. má segja um skoðun ^jóftólfs (í 18. blaði 77. bls.), að sínum augum lítur hver á silfrið. Höfuudur greinarinnar álasar þinginu fyrir það, að það hafi kosið duglegustu menn- iito fyrir forseta, og með því tekið þá frá öðrum störfum þingsins. En reynslan hefur nú sýnt, að ekki hefur kosning þessi farið *ver en illa“; því fáir munu kalla, að for- maðurinn sje tekinn frá öðrum störfum á skip- inu til skaða, þó hann fari frá þeim undir stýrið, enda þó hann sje duglegastur allra liáseta. Jann'S er með forsetakosninguna, að ætíð þarf til þess duglegan þingmann, enda skoraðist stiptprófastur undan að vera varaforseti. En því inunu kosningar þessar liafa fallið svona, að þingmönnum munu ekki hafa verið úr minni liðnar hinar fyrri forseta- kosningar, og því munu jieir hafa vil jað breyta til, og kjósa frjálslynda forseta, og er það vottur þess, að Islendingum er hentari mildi, en harðstjóm, þingmenn unna og mjög vara- forsetanum; því að hann var þeim alúðlegur og’leitaðist við, að halla ekki rjetti þeirra; enda mun þess síðar getið, að þingið var ekki Iiufuðlaus her, þegar konungsfulltrúinn loksins settist í sæti sitt, auk þess sem hann aðstoðaði nefndirnar á fiindum þcirra, frain yfir forsetastörfin, og þó mikill vandi sje að leita atkvæða, hafa ekki miskliðir risið af því í þetta sinn. Reyndar var því einu sinni vikið að honum, að hann væri stiginn niður úr forsetastólnum niður á bekk þingmanna; en þó hann sje ekki lögfræðíngur, var hann ekki lengi að grípa til lagavopnsins, og benda til 49. greinar í alþingistilskip. Jjóðólfur hefur getið þess, að stiptamt- maður hafi vikið frá þinginu, en ekki varð mikill bagi að þvi; því að hann var optast á þinginu, einkum þegar vandamál voru fyrir hendi, þó hann hefði ærið nóg að starfa við embætti sitt, er liann mun vilja skilja við með reglu, áður en hann siglir; því að hann er mesti reglumaður og starfsamur mjög. Töluvert liefur honum farið fram í að mæla á íslenzku á þinginu, enda kvað hann leggja mikla alúð á íslenzkuna. Opt hafa breytingar orðið á embættis- mönnum þingsins að þessu sinni, eins og áð- ur er getið í "þjóðólfi, en hitt mun mönnum þykja fýsilegra að heyra, hverjir nýir þing- menn hafa setið á þinginu, sem ekki hafa verið þar áður. I stað sjera Jorsteins Páls- sonar hafði verið kosinn Jón hreppstjóri Jóns- son frá Múnkaþverá til þingmanns fyrir Suður- þingeyjarsýslu;er hann sagðurgáfumaður,skáld og vel að sjer um marga hluti, sýnir ágrein- ingsatkvæði það, er hann hefur samið í alþing- iskostnaðarmálinuog nefndarálití konunglegu álitsmáli um sameiningu Suður og Norðúr- þíngeyjarsýslu lipurleik hans og gáfur. Seint í júnimán. dó alþingismaður Gullbringusýslu, gullsmiður J. Thomsen, í stað hans kom vara- þingmaðurinn, Guðmundur Brandsson; er hann gáfumaður og skáld, eins og hinn fyrri, og 'kemur því opt lipurlega fyrir sig orði, en ekki verður það varið, að stundum þótti hann kasta linútu, einkum að embættismönnum. þiess- ir 2 siðast nefndu hafa stundum þótt lang- orðir, einkum þegar þeir hafa mælt fram með bænarskrám úr hjeruðum þeirra, og hefur af þvi leitt nokkuð einstaklega skoðun, helzt hjá varaþingmanni Gulibringusýslu, en varla munu lesendur þingtiðindanna kalla hann þögulan lieyrnarvott. Hinn3.þingmaðurnýrer frá Suður- múlasýslu, Sigurður Brynjólfsson; frá honum er fátt að segja sem þingmanni, því að alls

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.