Þjóðólfur - 15.01.1850, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.01.1850, Blaðsíða 2
11» hver hreppur fengi einn dræmingja, til |)ess að hafa hann mef) á alla mannfundi, ef svo kynni fara, að mönnum þætti leitt, að líkjast heimlæðum þessum í deyfð og seinlæti, þar sem á Qöri og framkvæmd þarf að halda. Til kjösendanna i vor eð kemur. 4. Jegar vjer heimfærum það, sem sagt er hjer næst á undan' um hina ýmislegu skoðun manna á alþjóðlegum málefnum, upp á eitt- hvert. vist tiltekið málefni, t. a. m. samband íslands við Danmörku, þá mun mega ganga að því vísu hjá kjósendunum, að sínum aug- um lítur þar hver á silfrið. Jví að sumir á- líta í alla staði æskilegast., að sambandið hahl- ist framvegis i því horfi, sem það hefur ver- ið i að undanförnu. Jeir hugsa í einfeldni sinni, að það sje út sjeð um oss Islendinga, ef Danir fá ekki að hafa öll hin sömu umráð og afskipti af málefnum vorum, eins og þeir hafa áður haft; og þess vegna vilja þeir, að sem minnstu sje breytt til um það, sem ver- ið hefur. Aptur liafa aðrir það álit á sam- bandi voru við Dani, að það sje til hiiínar mestu fyrirstöðu framförum vorum, eins og það nú er ásigkomið. Jeim þykir reynslan vera búin að fullsanna, að ómögulegt sje að stjórna Islandi frá Danmörku á þann hátt, sem verið hefur, og að slík stjórnsje eigi til annars, en að gjöra þjóðina hugsunarlausa og framtakslausa um allt, sem hana varðar. Jeir vilja því fyrir hvern mun, að miklu sje breytt til um sambandið, og að því verði kom- ið að minnsta kosti í það horf, að það eigi framvegis hnekki eflingu og heill þjóðarinn- ar. Og loksins eru þeir líka til, sem að vísu sjá það, að sambandið, sem Island er í við Danmörku, er landinu engan veginn hagfellt, fyrir því Danir hafa of mjög liaft ráð íslend- inga í hendi sjer; en þeir vilja synda milli skers og báru, er þeir á öðru leytinu ekki vilja styggja Dani með því, að láta þá sjá, að þeir amist við yfirdrottnun þeirra og ráð- ríki; og á hinn bóginn er þeim eigi heldur um, að vera kynntir að því á ættjörðu sinni, að þeir eigi vilji ráða til þess, sem þeirálíta heillavænlegast fvrir haria. jiessir vilja þá því að eins, að nokkru sje breytt til um sam- bandið, að þeim geti sjálfum verið borgið á báða bóga. £að mun mega fullyrða, að þetta sje hjer um bil álit manna á þessu alþjóðlega mál- efni. Og af því að vjer aðhyllumst einmitt eina af þessum skoðunum á málinu, fyrir því vjer álítum hana bæði rjettasta í sjálfri sjer, og svo líka þjóðlegasta, þá viljum vjer taka hjer fram hin helztu atriði í þessu álitsmáli voru. Vjer viljum i fyrsta máta, að Island verði pjóðfjelay útaf fyrir siyápannh,átt,aðpað sje laust undan öflum yfirráðum hinnar dönsku pjóðar, en hafi að eins konuny hennar yfir sjer; oy skal hann sjerílayi vera nokkurs konar sameininyarband milli Dana oy Is- lendinyatil bróðurleyrar vináttu oyjafnrjett- is i öllum viðskiptum, eitis oy hann líka skal vera miðill hins islenzka pjóðfjelays í öllum málutn, sem pað katin að eiya saman að sœlda við önnur ríki. Oy vjer viljum i annan máta, að þjóðfje- lay petta fái stjórnarbót, sem sje fólyin í inn- lendri ábyryðarstjórn, er láti fulltrúa pjóð- arinnar, kosna eptir frjálsum kosninyurlöy- um, hafa löyyjafarvaldið í höndum sjer. Jiessi tvö atriði eru svo ljóslega ‘tiltek- in, að vjer getum eigi annað ætlað, en að sjerhver Islendingur, sem nokkuð hugsar, og nokkurn vilja hefur í þjóðmálefnum, geti orð- ið ásáttur umþað við sjálfan sig, hvort bann aðhyllist þau, eður ekki; þau eru svo þjóð- leg, að vjer viljum eigi ímynda oss annað, en að allur þorri þjóðarinnar fallist á þau; og þau eru sá hyrningarsteinn, á hverjum allt anriað hlýtur að byggjast, og eiga þess vegna að vera í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum þjóð- málefnum, svo ólík skoðun og álitsmunur í þeim má eingan veginn tálma samtökum og fylgiþjóðarinnar, meðan ekki er búið að ráða atriðismáluin þessum til lykta. En þar eð við því má búast, að þessi mál mæti mótspyrnu, bæði af mörgum hinum eldri mönnum, sem kvíða fyrir öllum breytingum, og vilja því helzt, að allt haldist að minnsta kosti um sína daga í gamla horfinu, og líka af mörgum hin- um æðri embættismönnum, sem þykjast vita, að Dönnm sje eigi um, að sleppa svo fram af oss beizlinu, eins og vjer liöfum farið fram á, en vilja ekki brjóta af sjer hylli þeirra,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.