Þjóðólfur - 25.04.1850, Síða 6
126
sem liinn fjörugi frelsisandi aldarinnar einnig tók sjer
þar bólfestu; en allir vita það um hann, að hann vill
verja rúm sitt fyrir allri kúgun, hva8 sem það kostar.
J)egar þá svona var í garðinn búið, var þá að undra,
þó að skólalífið sýktist, og einhver óhreinn andi færi
þar í vöxt?
Og hvað meistara skólans nú viðvíkur, þá lagðist
það fljótt 1 marga menu, að liann eigi væri sem bezt
fallinn til að stjórnaý' Öár það tvennt til þess, að allir
þekktu liann sem einstakt góðmenni, er eigi mundi til
hlýtar geta skipt geði sínu, þegar á þyrfti að halda,
og sem frábæran iðjumann, er hugsaði eigi um heiminn
í kringum sig, heldur sökkti anda sínum niður í djúp
visindanna. Og svo litu líka margir á það, að meistar-
inn hafði eigi sjálfur í æskunni gengið í skóla, nema
að eins heimaskóla, og hugsuðu þess vegna, að liann
gæti eigi farið eins nærri um, hversu þyrfti að sjórna
þeim anda, sem þroskast kynni í brjóstum margra fjör-
ugra æskumanna. AS hversu miklu leiti nú þessi van-
kvæði hafi komið frain í stjórn meistarans við Reykja-
víkurskóla, um það verfeaþeirað dæma, sem bezt þekkja
til. En ef það er álit allramanna, sem þekkja nokkuð
til skólans í Reykjavík, að yfirstjórnin hafi í ýmsum
greinum óhönduglega hagað fyrirkomulagi á skólanum,
og með þvi móti illa búið í höndurnar á meistaranum,
sem að vísu er fjölhæfari lærdómsmaður, en fimur stjórn-
ari; og ef svo hefur þar að auki ræzt, að einhver óviður-
kvæmilegur andi mundi læðast inn í skólalífið, við hverju
var þá að búast, íslendingar? sjálfsagt, að skólinn sj'kt-
ist, og þjóðlíkami vor fengi fyrir það brjóstamein. Og
ef aðrir útí frá voru farnir að taka eptir því, skyldi
þá ekki lika meistarinn hafa orðið þess var, hann, sem
hafði dagleg afskipti af skólanum, og haíði átt að ven-
jast því, að horfa yfir skólalífið og hlynna að því í 30
ár? Jú, hann, sem elskaði skólann, heyrði og sá hvað
leið, og hann bar brjóstamein vort fyrir brjósti sjer.
En nú spjr jeg þá ( anda almenningsalitsins mei smáa letrinu enn : hvorj-
um var þah afc kenna afc meinifc sprakk ? Var þaii báfcum afc kenna, bæfci meist-
aranum og skólapiltum? Efca var J>a8 ekki nema öfcrum afc kenna? Hvort kom
þá hcldur fram ófímlcg -íj'ír— moictaranc. afcur óhreinn andi skdlans?. -J>ofc
er eins og margir verfci fegnir afc segja: hvorttveggja! til þess afc gcta
kannt báfcum um. Allir elska piltana, þetta unga og fjöruga úrvalalifc
þjófcarinnar, og vilja naufcugir þuría aft segja, afc þeir ófyrirsynju hafi út-
skúfafc bezta kennara; og margir virfca meistarann fyrir hans stöku gófc-
mennsku og lærdóm, og vilja naufcugir segja, afc hann meS eintómri óleinpni
hafi hleypt svo upp á móti sjer lærisveinunum, sem þó i rauninni allir
elskuSu hann. Jietta verlur þá dómurinn almennt: meistarinn sýndi of
mikifc stíflyndi og ólempni, en piltar of mikifc frjálslyndi og bráfcræfci;
málifc mátti jafna mefc gófcu, en af því afc lempnin var eigi vifc höffc á
báfcar sífcur, þá fór svona — „hörmulcga” — segir alþýfcan —. „heppi-
lega” — segi jeg. Og svo rekur afc stiptsyfirvöldunum, ai þafc er kall-
afcur gunguskapur þeirra og stjórnleysi, afc skcrast ekki 1 leikinn og kippa
i lifcinn. Hjer um bil svona lítur alþýfca á málifc, og öfunda jeg hana í
engann máta af ályktunum þeim, sem út af þessum dómi verfca dregnar,
þegar öllu er á botninn hvolft.
En jeg vík nú aptur sögunui til þjóðlíkama vors;
hann er síður en ekki heilbrygður, eins og allir vita,
og hafði, auk annara kvilla og kauna, einnig brjósta-
mein, þar sem var Reykjavíkurskóli með þeirri stefnu
og ásigkomulagi, -sem lífið í honum tók frá piltanna
hálfu, og með þeirri tilhögun og umsjón, sem á honuni
var gjörð frá stjórnarinnar liálfu. Og meistarinn sá og
haíði lengi sjeð þetta, og að svo búið mátti eigi lengur
standa. Hann hugsaði þá með sjer, eins og stýriinaður-
inn, sem getur ekki lengur varið skipið fyrir því, afe
hásetar hans vilja eigi sýna hið rjetta sjómanns líf; hann
þykist góðu bættur, ef hann getur hleypt upp til skip-
brots og hjargað lífi skipverja. Allt aðeinu áleit meistar-
inn: þafe er tilvinnandi, þó að jeg hleypi skólanum upp,
til að brjóta um þvert það líf, sem nú er í honum, ef
hife rjetta skólalíf og lag getur komife í staðiun. Hann
fór þá að fara höndum um brjóstamein vort, Islend-
ingar! dagana fyrir hinn 17. janúar. Og eptirþvisem
hann tók betur á meininu, eptir því fann hann betur,
hversu því var varið, og hvernig hann skyldi á því
stinga. Meistarinn sá þegar spriklife í öndunum inni
fyrir, og heyrði að liinn fjörugi frelsisandi aldarinnar
var þar fyrir svörunum. f)á greip hann líka pálma-
stiku 18 aldar, því að hann vissi vel, hversu hún mundi
geðjast frelsisanda 19 aldar. Hann lijelt ræðuna og
andinn kom út; en hið ástrika bandife milli kennarans
og lærisveinanna brast — það er ekki mitt að bæta
við — alveg í sundur. Og það fór fyrir ineistaranum,
eins og góðum lækni, sem stingur á dauðameini vinar
síns, hann segir: guði sje lofI í því vilsan spýtist framan
í hann; eins þakkaði meistarinn hamingjunni, þegar hinn
illi andi skólans sveiaði honum í því hann fór út. En
hjarta meistarans skalf á eptir, því að honum blöskraði
sárið, sem hann hafði orðið að greiða hinni ástfólgnu
og helgu stofnan; og lionum fór eins og hjarta-góðum
föður, sem eigi þolir að horfa inn í djúpt sár á barni
sínu, hann vildi Játa loka skólanum; en yfirstjórnin sá
bezt henta, að sárið sta:ði opið um hríð, svo að hinn
spilti vessi gæti runnið út, áður en hlutaðeigandi stjórn
legði afe sínar læknandi hendur til liaganlegra og mjúkra
aðgjörða.
þannig er þá máli þessu varið, íslendingar! Meist-
arinn er valdur að sárinu, en sár er hjer sama og lækn-
ing, ef rjett er með farið. Hann ætlaðist til, að stjórnin
svo framarlega sem hún væri nokkur, skyldi fyrir þetta
atvik neyðast til að gjöra þá bót og breytingu á hinu
innra og ytra ásigkomulagi skólans, að þar gæti fram-
vegis þrifist hið rjetta og sanna skólalíf. Og af því að