Þjóðólfur - 11.07.1850, Side 1
2. Ár.
36. oS 3J.
11. Júlí.
”Aðsend g-rein nm Reyltjavík”.
JTIeft |>essari yfirskript stenclur grein nokkur
í sjöunda biaði „Lanztíðindanna“. Höfundur
liennar hefur tekif) sjer fyrir aft hrinda þeim
óhróður, sem hann segir, að Reykjavík liggi
undir í almenningsáliti Islendinga. Jetta var
fallega hugsað, ef það hefði tekizt að þvi
skapi eins vel; því að það sýnistríða á miklu
úr því, sem nú er komið, að allir Islendingar
gjöri sjer það að skyldu, að hlynna heldur að
Reykjavík, þó ekki sje nema i orði, heldur
en að niðra henni, eða níða niður. jþað er
líka auðsjeð, að höfundurinn hefur fundið
þetta, og að hann vill, að höfuðstaður lands-
ins sje virtur og vel inetinn af ölluin, sem
unna heill og hagsæhl ættjarðar sinnar. En
þegar farið er að skoða þær ástæður, sem
hann nefnir og hann ætlast til, að skuli gjöra
Reykjavík vel þokkaða og vinsæla af lands-
mönnum, þá er engin von til, að þær geti
áunnið það, sem hann ætlast til. Eða hverj-
ar eru þessar ástæður hðfundarins? Fyrst
það, að Reykjavik er í rauninni betri, en af
henni er sagt, þvi að ekki er þarprjál, svall
eður ólióf í samanburði við það, sem er i
höfuðborgum annara landa. jjað er þá dygð
og siðgæði bæarins, sem fyrst og fremst á
að gjöra liann vel þokkaðan eptir áliti höf-
undarins. Og því verður ekki neitað, að þetta
er nokkur ástæða fyrir menn til að unna
Reykjavik; því ldyti ekki öllum að standa
stuggur af henni, ef hún að siðferði til væri
þvert á móti því', sem hún í rauninni er?
Onnur ástæða höfundarins til þess, að menn
þurfi eigi að amast við Reykjavík, er sú, að
sveitamenn hafi svo mikið hagræði af henni,
er þeir bæði taki þar mikla peniriga fyrir
varning sinn, og njóti þaraðauki vinnukrapta
margramanna úrbænum, semfariísveitíkaupa-
vinnu. Og hin þriðja ástæða höfundarins til þess,
að landsmenn haldi af Reykjavík, er hinni mjög
keymlík, er bann tekur fram það hagræði,
sem menn hafi af heuni fyrir þá skuld, að
hún bæti svo verðlagá varningi í öðrum verzl-
unarstöðum, sjerílagi á matarkaupum. J>að
er þá einhvers konar matarást, sem hann ætl-
ast til að menn hatí á Reykjavík; og getur
sú ást ómögulega náð til annara, en þeirra,
sem hafa eitthvað til muna að sælda saman
við bæinn, og sem honum eru þá svo að
segja næstir. En það þarf varla að hreinsa
Reykjavík af neinum óhróður í augum þeirra
manna, sem þekkja bezt til hennar, eða bera
í bætilláka fyrir hana við þá, sem búa næstir
henrii. Ilins þarf heldur með, að henni sje
mæld bót fyrir þeim, sem fjærlægastir eru,
sem aldrei hafa lieyrt hana nje sjeð, ogaldrei
geta átt neitt til muna saman við hana að
sælda. Jessum mun að visu þykja það fag-
urt og virðingar vert við Reykjavík, að þar
eru siðgæði og góð háttsemi í hverri grein;
og því iná nærri geta, hversu innilega alþýða
á Austfjörðum og Hornströndum fagnar af
tilvonandi sáluhjálp okkar Heykvíkinga. En
hinni ástæðunni munu þeir sirina síður, er þeir
þykjast lítið geta náð í þann hag, sem nær-
sveitirnar hafa af Reykjavík, enda trúa því
varla, að hann sje nokkur; þar eð það mun
mega fullyrða, að því fjær sem dregurReykja-
vík, þess heldur ríkir það í áliti mannn, að
hún dragi merg úr iandinu, auk heldur að
hún sje til nokkurra bjargræðis eða búnaðar-
bóta. Jað er nú ekki tilgangur minn með
línum þessum, tslendingar! að hrósa Reykja-
vík fyrir siðgæði, og á hún þó víst góðan vitn-
isburð skilið að því leyti; ekki heldur að
gylla hana neitt fyrir þann hagnað, sem sveit
irnar kunna að liafa af henni, því að það er