Þjóðólfur - 11.07.1850, Page 6

Þjóðólfur - 11.07.1850, Page 6
150 ber-mánaftar, nje annars ásigkomulags, lieldur skulu allar sýslurnar kjósa jafn- marga fulltrúa, eða tvo liver; 6) að á Islandi skal semja kjörskrár yfir alla kjörgenga menn í hverju kjördæmi; 7) að kosningar þurfa ekki að fara frain á einum og sama degi um land allt; 8) að kjörstjórar skulu ekki, eins og ákveð- ið er í kosningalögunum 7. d. júli-mánað- ar, kjósa síðastir allra, heldur skrifa at- kvæði sín i kjörbækurnar, áður en kosn- ingar byrja, og gjalda varhuga við, að kjósendur njósni eigi, hverja þeir hafi kosið, fyr en kjörbækurnar eru upp lesn- ar; og 9) að konungur hefur áskilið sjer, að nefna að eins sjöunda hluta af fundarmönn- uin sjálfur til þiugsetu; en f)ó áskildi liann sjer, að kjósa fjórða hluta fundar- manna til ríkisfundarins. Vjer viljumfyrst geta þess, að í ástæð- unum fyrir tiskipuninni 28. d. september- mánaðar er minnzt á, hvernig farið hafði með undirbúningsumræðuna fyrir kosningalögum þessum. Konungsfulitrúinn á alþingi (amt- maður Melsteð), sein dvaldi hjer í borginni í fyrra vetur, var ekki kominn út til Islands, þegar setja átti þingið, sökum sífelldra and- viðra, sem hann hreppti síðari hluta maí-mánað- ar og allan júní-mánuð 1849, og annara ó- liappa. En þingið var eigi að síður sett í á- kveðinn tíma (hinn fyrsta virkan dag í júlí- mánuði) af stiptamtnianninum á Islandi (Ro- sen'óm, sem nú er stjórnarherra innanríkismál- efnanna); settist liann í sæti konungsfulltrúa á þinginu; og með því þingmenn höfðu fengið vitneskju um, hvern starfa stjórnin eiukum ætlaði að fá þeim, þá tóku þeir til umræðu bænarskrá frá landsmönnum til þingsins, uin kosningar til iundar þess, sem boðaður var með opnu brjefi 23. d. september-mánaðar, og sömdu lagafrumvarp um það efui. Loksins, þegar komið var að ályktunarumræðunni, kom konungsfulltrúinn tilíslands, oglukuþinginenn þá við frumvarp þetta, þótt það væri sprottið af bænarskrá frá Islendingum sjálfum. En með því að þingtiminn var lengdur nokkuð fram yfir það, sem lögboðið var, fengu þingmenn einnig færi á að ræða hið konung- lega kosningalaga- frumvarp, en ekki fannst þeim ástæður vera til, að breyta því, er þeir höfðu áður fallizt á, nema hvað þeir að eins fjellust á nokkur varaatkvæði og sendu konungi. Af þessu má sjá, að alþingismenu og koniingsfulltrúinn hafa ekki getað unnið eins mikið í samvinnu, og æskilegt hefði ver- ið, til þess að málið fengi góð málalok, og einkum þegar lijer á ofan bætist, að þingtím- inn var að eins lengdur um átta daga, og á þeim átta dögum voru rædd öll hin konung- legu frumvörp; ogliklegt er, að misfellur þær, sem oss finnast á Iöguin þessum, eigi ætt sina að rekja til þessa atviks. Vjer viljum nú hnvta nokkrum athuga- semdum við það, er vjer höfum hjerað framan getið um, að kosningalögin íslenzku víki frá kosningalögunum 7. d. júlí- mánaðar. Og að vísu er mismunurinn engan veginn lítill. Allt um það erum vjer ekki mjög mót- fallnir frábreytninni í sjálfri sjer; og enda þótt ísleudingar hefðu átt að kjósa eptir lög- uin þessum til hins sama rikisfundar, sein Danir kusu menn til eptir kosningalögunum 7. d. júlí-mán., munduin vjer þó ekki hafa álitið, að frábreytni þessi væri til nokkurs baga. Allt er því undir því komið, hvernig fráhreytniuni er varið. (Framhaldið aíðar). Um verzlunarfrelsi. Jeg held, að það megi ganga að þvívísu, íslendingar! að aföllum þeim málefnum, sem varða land og lýð, og sem nú er verið að stíma við, að koma í skynsamlegra og hagfeldara horf, en veriðhefur, þá sæti ekkerteinsstöðugri athygli og sárt þreyandi eptirvæntingu allrar alþýðu, eins og verzlunarmálið. 5etta fer og að líkindum, því uin hvað ætti alþýða manna fremur að hugsa af timanlegum efnum, held- ur en einmitt um það, hvernig hún geti kom- izt að daglegu brauði með sem beztu og hag- legustu kjörum? En það vita allir, að þetta er að miklu leyti, ef ekki eingöngu, komið undir verzlunarlögunum. er !>ú hvort- tveggja, að bæði hafa hin „nýu Félagsrit* skýrt mjög hugmyndir manna um verzlunar- hagi þá, sem vjer íslendingar höfum átt að búa við af hendi Dana, og svo hefur líka vor egin reynsla um þessi árin látið oss sjálfa

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.