Þjóðólfur - 30.07.1850, Side 1

Þjóðólfur - 30.07.1850, Side 1
185 0. 2. Ár. 30. J úli. „AÍfsend g-rein nm Reyfejavíli”. (Frámhald). Jegbenti til þess síflast í grein þessari hjer aft framan, hvernig einmitt þau öfjin, sem talin eru ágætust í hverju landi, hafa ósjálfrátt þokast smámsaman nær og nær Reykjavík, eins og til þess að samein- ast í henni. er þa straumur timans, sem hefur flutt þessi öfl landsins á einn og hinn sama stað; það er ráðstöfun forsjónarinnar, sem hefur gjört Reykjavík að því litla, sem hún þó er orðin. Og ef þjer getið látið yður skiljast það, eða viljið trúa þvi, að guð hafi þau afskipti af þjóðlífi voru, að hann hafi líka verið í verki meö að leggja grund- völlinn til höfuðstaðar lands vors, þá dirfist þjervístekki að segja, að honum hafi skjátl- azt í því að velja blettinn undir hann; og þjer munið án efa taka það aptur, sem þjer hafið stundum sagt, að staðurinn væri svo illa valinn fyrir því, að hann væri slíkur harð- bali. Já, það hefur verið, og er enn ein á- stæða yðar, Jslendingar! yfir höfuð að tala, á móti Heykjavíksem höfuðstað landsins, aðþjer segið, að lienni sje svo illa í sveit komið, að það geti engrar blómgunar verið von fyr- ir bæinn. Og þjer færið það til, að nærsveit- irnar sjeu svo magrar, að þær geti litla eða enga aðflutninga veitt fjölmennum bæ. En er það þá satt., að sveitirnar í kringum Reykja- vík sjeu magrar vegna landkostaleysis? Jeg lield, að fáum sýnist svo, sem vithafa á. Af hverju eru þær þá magrar, má jeg spyrja? Af kunnáttuleysi og dugnaðarleysi innbúanna! En jeg skal kenna þeim ráð í nokkru: taki þeir sig allir til og læri þeir rækt og hirð- ingu á fje sínu af Norðlendingum; og hætti sumir þeirra þeim hinum blessunarlausa ó- sið, að flytja töðuna af túnum sínum niður i Reykjavík, og eyða þar yfir engum hlut of 40. og 41. mörgum dögum. .Reyni þeir heldur í þess stað til að fjölga peningi sínum heima fyrir, og brúki þeir timann betur, en þeir hafa gjört, til að hlynna að jörðum sínum og bæta þær. Segið mjer svo til, hvort sveitirnar ekki mundu fitna fljótt, og geta bæði fjörgað og fitað Reykjavík. íjer segið enn fremur, að það sje ekki annað, en urðir, holt og melar allt í kringum Reykjavík sjálfa, landareign henn- ar sje svo óbyggileg og hrjóstrug, að þar geti engin staðarmynd þrifizt. 5<>ð er raun- ar mikil tilhæfa í þessu um Reykjavik, eins og um allan suðurkjálka landsins, þegar litið er einungis eptir hinu snögga yfirborði jarðar- innar, og menn loka augunum fyrir hinu auð- uga djúpi sjávarins, sem hvervetna flýtur fram með ströndunum. En haldið þjer þá, að forsjónin hafi ekki sjeð neitt í þvi, að velja einmitt slíkan stað, sem þjer kallið bæði beran og bláan? Komið til Reykjavikur og lítið á stefnuna, sem lífið er farið að taka þar! Urðirnar er verið að sprengja sundur, lioltunum róta um, melana græða út; garðar og grasblettir fjölga og stækka ár frá ári. Jietta sá einmitt forsjónin í, og er hún þar að gjöra mörgum kinnroða, sem áfella Reykja- vik fyrir harðlendið. Forsjónin hefur vist hugsað sjer það þannig: þjer sveitabændur, sem sitjið á góðu jöröunum, hvar grænar grundir og grýttar flatir breiða faðminn á móti yður og æpa eptir áburð og umgyrðingu; hvar þýfðir móar og votar mýrar skora á yð- ur til sljettunar og skurðagjörðar, þjer skul- uð af Reykjavík sjá, hverju atorkan geturaf kastað með kunnáttu og lagi, þar sem um jarðrækt er að gjöra, og þjer skuluð einmitt af þessum bletti landsins læra, hversu mikið þjer gætuð bætt yðar eginjarðir, efþjervild- uð alúð og atorku á það leggja. Hið hrjóst-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.