Þjóðólfur - 30.07.1850, Page 2
1G£
uga landið í kringum Reykjavík, sem þjer
áfellið hana fyrir, er yftur {>annig til fyrir-
myndar og uppörfunar að gjöra slíkt hið sama,
og þjer sjáið Reykjavík gjöra, í góðsveitun-
um, hvar öll fyrirhöfn er svo miklu minni,
en arðurinn bæði fljótari og vissari. Eiimig
að f>ví leyti er þá Reykjavik vel valin fyrir
höfuðstað landsins, að hún í jarðræktinni, eins
og öðru, bæði getur og á að ganga á undan
öðrum hjeruðum landsins með góðu eptirdæmi.
Já, Reykjavík er aðdáanlega vel fallin til að
vera höfuðstaður íslands, jjegar á allt er lit-
ið, og það líka á afstöðu hennar og lands-
íag, sem hún þó mest. er nídd fyrir. En
hvernig á jeg að fara að koma yður í skiln-
ing um það?
Takið landabrjef og lítið þar á mynd lands-
ins. 5jer sjáið j)á ganga fram i vestur-útsuð-
ur tvo mikla arma, likt og einhvers konar
varnargarða; j)að eru Suðurnes og Snæfells-
nes, sem leggja faðminn utan að hinuin fiski-
sæla Faxaflóa, og friða hann fyrir ofsafullum
ólgugangi útsæsins. En fyrir miðjum flóan-
um sjáið þjer landið rjetta eins og hægri
hönd sína fram í sjóinn, allt eins og þaðsje
að seilast eptir björginni. Hönd er það auð-
sjáanlega, því að jeg get talið fimm fingurn-
ar og nefnt yður nöfn á þeim. Jað er Ákra-
nes, Kjalarnes, Seltjarnarnes, Alptanes og
'Vatnsleysuströnd, sem er þumalfingurinn, því
að hún stefnir nokkuð í aðra átt og skagar
minnst ifram. Öll þessi nes eru hinar fiski-
sælustu veiðistöður, því að bæði gengur fisk-
urinn upp á miðin fram undan þeim, þar er
liggur hið auðuga Svið; og svo fer hann líka
upp í greiparnar á hendinni, þegar hann fyll-
ir alla fyrði. Og þó er eigi þar með búið;
f)ví að þegar þjer komið suður fyrir þumal-
fingurinn, eða Brunnastaðatanga, hvaða tek-
ur ekki þá við? Sjórinn undir Vogastapa,
Vogahraun, gullkista Islands! Eins þegar
þjer komiðnorður fyrir litlafingurinn eða Skipa-
skaga, hvað blasir þá ekki þar á móti yður?
Borgarfjörðurinn, hjartað úr landinu! Og mitt
innan í allri þessari blessan liggur nú Reykja-
vík á sjálfu miðnesinu, eða löngutöng hand-
arinnar, ^allt eins og hún eigi að vera gull-
hringur á þeirn fingri. Enn fremur liggja
fram ineð þeim fingri handarinnar, eða Sel-
tjarnarnesi, arðsamar varpeyar, sem skulu
skýla höfn höfuðstaðarins; og örskamt frá
honum streyma Elliðaárnar til sjávar, til að
veita móttöku hirium spræku torfum laxanna.
Hvernig lízt yður nú á, íslendingar? 5yk-
jr yður Reykjavík enn illa valin til að vera
höfuðstaður landsins? Eða hvað viljið þjer
hafa meira? Jeg get þó bætt nokkru við.
Reykjavík liggur líka við þahn flóann, sem
hirin helkaldi hafís frá Grænlandi aldrei set-
ur komizt inn á, þó að hann þeki alla aðra
fyrði; svo að hvervetna er Faxaflói auður og
opinn fyrir blessaninni, sem til vor keinur úr
öðrum löndum, og flytur þannig kaupskipin
ugglaus fyrir ís inn á höfn höfuðstaðarins.
Og aðdáanlega bjó forsjónin um höfuðstað
vorn fyrir hafisnum, þessum vogesti íslands,
ekki þó með neinum múrvegg úr mold eða
grjóti, því að slíkt vígi hefði hlotið að loka
Faxaós; heldur byggði hún vigi fyrir ísinn
niðrí sjónum sjálfum. Hvernig þá? Guð skip-
aði sjónuin að hamast hvervetna í Reykja-
ness - og Öndverðarness - röstum, með því
hann gaf þeim spýtandi afl til að skirpa frá
sjer ísjökunum, ef þeir dirfðust að líta inn
á Faxaflóa.
Jannig hefur þá forsjónin engan hlut
til sparað, hvorki á sjó nje landi, til að búa
vel og vandlega uin Reykjavík, svo að hún
gæti verið í öllu tilliti hæfilegur höfuðstað-
ur lands vors. Og allt þetta getið þjer sjálfir
sjeð fyrir augunum, ef þjer viljið að þvi gæta.
En viljið þjer nú ekki líka Ijá mjer eyrun
til að heyra nokkuð um Reykjavik frá forn-
öldinni, því landið var ekki óðar fundið, en
forsjónin fór að benda mönnum á hana, og
leiða athygli þeirra að henni? Jarerþálíka
ein ástæðan, Islendingar! sem mjer virðist
.berlega benda til þess, að Reykjavík sje ætl-
uð til að vera höfuðstpðuríslands; ogskyldu
menn hugsa, að sú ástæða væri þeim mun
heldur sannfærandi fyrir oss, sem oss er bor-
inn sá vitnisburður bæði af innlendum og
útlendum, að vjer sjeum sokknir niður
í endurminningu fornsögunnar, en sinnum
síður röddu nærverandi tima nema að því
leyti, sem vjer látum hana kalla á oss til
hins umliðna. Jað erþá rjettað fara snöggv-
ast í hin fornu gólfin, og vita hvað þar verð-
ur grafið upp um Reykjavík.
(Framhaldið ilðar).