Þjóðólfur - 30.07.1850, Side 8

Þjóðólfur - 30.07.1850, Side 8
um Blaðamaðurinn þjúðúlfur off Fíremarkið búndans'. Samtal á bæ. (Framliald). Firim; Satt rr þaft, fijóðólfur! Opt förum við systur fyrir litið og margan óþarfan. Og jeg veit ekki nema það vieri til vinnandi fyrir hvern bónda, að láta okkur heldur í bendurnar á þjer, og eiga þig svo að árið um kring með þetta mas, sem þú hefur að bjóða, heldur en að farga okkur fyrir muni, sem hverfa burt eptir viku, og enda skemmri tíma. j>etta væri ekki áhorfsmál fyrir bóndann, ef þú færir heldur batnandi úr þessu og yrðir bæði fróðlegur og skeinmtinn, svo að enda lijúin hefðu gaman af að heyra úr þjer rausið ávökunni. Og jeg segi fyrir mitt leyti, að jeg væri til með að fara til þín árið að tarna, ef hússbóndi minn vildi sleppa mjer. jjjóð: Ekki getur þú betur sagt, elskulifið mitt! jeg befi reynt það fyr, að það stendur skjaldan á ykk- ur, ef þið mættuð ráða. En jeg skal bera mig að vera hússbónda þinum til geðs, ef þú vilt leggja til með injer við hann. Firim: jþá legg jeg lika eitt undir við þig, að, ef þú færð min, þá látir þú inig ekki i vestisvasa þinn, lieldur lofir mjer að vera i buxnavasanum þinum. j>jóð: Og gaman er að ykkur, görmunum! jþað skal ekki gosa að þjer, ef jeg fæ þig; þú mátt eiga það víst. Firim: Kondu nær mjer og rjálaðu við mig, tetrið mitt! J>að stendur hjerna strokan inn á mig um gluggann. j>jóð: Ef öll Fírimörk i Kjósinni væru eins tilleið- anleg og þú, þá þyrfti jeg ekki að kvíða lífinu. En— þey! þey! I þessum svip lykur hússbóndinn upp stofunni og gengur inn; feykti þá vindsúgurinn jijóðólfi alveg ofan yfir Firimarkið. Bóndi litur á borðið og kallar upp á lopt: Heyrðu, kona mín, hvar er Fíremarkið, sem lá bjerna á borðinu áðan? Konan: jiað lá á borðinu rjett í þessu; ætli það liggi ekki undir honum jþjóðólfi, scm var lagður á borðið ? Bóndi tekur blaðið upp og segir: þú ert að villa mönnuin sjónir, bannsettur! og jeg vil ekki eiga þig fyrir einskilding. Heyrðu, heillin min, hvar er hann Jón litli? Jeg ætla að senda hann suður í Vík og láta hann kaupa brennivin á græna kútinn okkar fyrirFire- markið að tarna. Konan: Gjörðu bón mína, gæzkan min! Kauptu lieldur hann jijóðólf fyrir þessa skildinga: það er margt skrítið í honuin; og trúðu mjer einu sinni! þú skalt hafa eins mikla skemtun af að lesa hann við og við, eins og þó þú treinir þjer fjóra potta af brennivíni. Bóndi: Jeg þekki ekki blaðskömmina, en jeg heyri misjafnlega látið af því. En það er mátulegt, að jeg viti, hvernig mjer geðjast það. Farðu með jbjóðólf upp á hilluna fyrir ofan rúinið okkar, jeg ætla að lesa liann í kvöld; og geymdu Fíremarkið fvrir það fyrsta. Jeg er annars sáttur með að láta það fyrir bann, og gefa þjer svo blaðið. Konan kysti bóndann, vafði Fíremarkið innan í jijóð- ólf, og lagði hvorttveggja upp á hillu. F r j e 11 i r. Skip hafa verið að koma við og við frá útlöndum, og flytja þau eigi önnur tíðindi, en áður liöíðu heyrst. Danir og Sljesvig- liolsteinskir hafa hvorirtveggi herlið sitt búið, horfast í augu og hafa gát bvorir á öðrum. Sjest ltefur það í enskutn blöðum, að konungur vor, Friðrik 7. væri til með, að’ sleppa konung- dómi; en eigi má vita, hvort það eru neina getgátur einar. Ilinn nýi stiptamtmaður vor greifi Trampe hefur í sumar verið að skoða amt sitt. Fór hann fyrst á herskipinu, sem Danir sendu hingað í vor, til Vestrnannaeya; og nú hefur hann farið landveg austur í Skapta- fellssýslu. Sömuleiðis er biskupinn að kirkju- vitja austur í Alúlasýslum. Svo nú erhúss- bónda lítið hjer í bænum; en herskipið vak- ir á höfninni á meðan og kveður ruggukvæði: bí - bí og ró - ró, barninu góða! I frjetladálki þessum ætla jeg lika að geta um nokkr- ar bækur nýar, sem eru á boðstólum hjá bókbindara Egli Jónssyni. 1) 10. ár „nýrra Félagsrita“ fyrir 4 mörk. fað er bók, sem allir ættu að vilja eiga, er nokkuð liugsa um hagi lands vors; og bágt er það, ef vjer framvegis missnm rita þessara fyrir þá skuld, að það svarar eigi kostn- aðinum að láta prenta þau handa oss. 2) „Snót“ fyrir 4 mörk og 8 skk. Hún hefur að inni- halda islenzk kvæði eptir ýmsa böfunda, og eru 'við þau fiest falleg lög, svo á hana geta menn sungið við ýins tækifæri, helzt þegar glatt er á hjalla. 3) „Piltur og Stúlka“ dálitil frásaga dregin útaf dag- legu liti voru, Islendinga. Hún kostar 4 inörk, og imindi mörgum þykja hún skémtileg á vökunni i vetur, þegar piltarnir eru að kemba fyrir stúlkurnar og gefa þeim auga. 4) Ritlingur um ,Jarðeplarækt“fvrir 8skk. jþaðverður aldrei of vel brýnt fyrir oss Islendingum, að kynna oss mcðferð og hirðmgu á hinum frjófuogbúdrjúgujarðeplum. Jeg læt yður vita af bókum þessum, lslendingar! efefni yðar leyfa yður að ná í eilthvað af þeim yður til skeintun- ár og fróðleiks i vetur. Ábyrgðarmaður: Svb. Hallgrimsson.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.