Þjóðólfur - 07.08.1850, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.08.1850, Blaðsíða 3
m acSra til prests— eha þá fjarskalegt skeytingar- leysi til {)ess. Greinin er tekin úr bók þeirri, sem nefnd er Catholicismens or/ Protestantis- mcns Kirkcforfatninq, Lære otj Ritus, og stendur þar á bls. 251—252. Bókin er rituð af Ilenrik Nicolai Clausen, sem lengi hefur verið kennari í guðfraeði við báskólann í Kaup- mannahöfn, og er nú ráðgjafi konungs. Hann er haldinn einhver merkastur guðfraeðingur í Danmörku, og maður vel að sjer í stjórnfræði. Greinin er svona: rJetta fyrirkomulag (o: den repræsentative Presbyterial - Synodal Forfatniny) er tekið upp í ölliun reformert- um lönduin, þó með ýmsum smátilbreyting- uin. Jar sem þetta fyrirkomulag hefur náð fullkomnun sinni, t. a. m. i Niðurlöndunum, þar er það svona: Yið hverja kirkju er kirkju- ráð (Presbyterium); í því sitja 'svo margir sóknarmanna, sem ákveðið er; eru þeir kosnir af sóknarmönnum öllum eptir atkvæðafjölda. Forseti furidarins er sóknarprest.ur eða sóknar- prestar, effleiri eru en einn. Kirkjuráð þetta ræð- ur öllu því,ersnertirhina opinberu uppfræðingu, guðsdýrkunina, kirkjuagann og efnahag kirkj- unnar. Hver sókn kýs prest sinn sjálf, eða stingur upp á houum, þegarhins fyrra prests missir við, og er sú kosning síðan staðfest af æðrj mönnum. Svo og svo margar sókn- ir sækja eitt hjeraðsmót (Kreds - Syn- ode), og eiga sóknarmenn þeir, er sækja þetta mót, að íhuga þau kirkjumálefni, er þykja heldur mikilsverð og almenn, og ráða þeim til lykta." 011 ”” hjeraðs- mót lúta undir eitt jylkismót (Provincial- Synode). Á fylkismóti sitja fulltrúar frá hjer- aðsmótunum. Á þeim fundum eru þau mál rædd, sem æðra kirkjuvahl þarf til að leysa úr. Stjórnin hefur og jafnaðarlega fulltrúa á fylkisinótum; eiga þeir að sjá um þarfir og gagn ríkisins fyrir hörnl stjórnarinnar. Að síðustu er hið alþjóðlega kirkjumót (National- Synode). 5ar eiga allir þeir fulltrúar sæti, sem kosnir eru á fylkismótunum, og þar eru þau mál rædd, sem varða alla kirkjuna*. Jeg ætla nú að biðja menn, að bera þetta fyrir- komulag saman við synodus þann, sem getið er um í umburðarbrjefi biskupsins, og það getur euginn með heilhrigðri skynsemi fund- ið neina likingu þar á inilli. Að þeir fara að segja mönnum frá því, að prófastur Hannes Stepliensen hafi verið einn í nefnd- inni, virðist í fyrsta áliti að eigi hvergi við, og þó heldur máli mínu til styrkingar, með þvi jeg segi, að almenningur geti ráðið af uppástungunni, hverri stjórnarlög- un prestarnir muni halda frain á alþingi að sumri, en sjera Hanneserkosinn til þingnianns. Nú liggur það í augumuppí, að því fleiri sem eru þingmenn af þeirn, sem starfað hafa að uppástungunni, og fallizt á hana, því auð- veldara ætti mönnuin að veita, að geta sjer til, liverri stjórnarlögun prestarnir muni halda frarn, og því virðist svo við fyrsta álit, sem höfundarnir liafi hjer mælt sjálfum sjer ógagn; en hjer niun búa eitthvað meira und- ir, og hvað er það? Jeirætla sjer með þessu að slá sjéra Hannesi gullhamrana; en jeg vona til, að þeim verði ekki kápan úr því klæð- iuu; því jeg er sannfærður uin, að sjera Hannes er svo vel að sjer gjör, að hann bæði sjái það, að homim hefur orðið á, þegarlion- tim er bent á það, og fyrirverði sig alls ekki, að játa það, að honum liafi orðið á, þegar hann sjer það, og falli þá frá upprunauppá- stungu sinni. En með því að nefna sjera Hannes, ætla þeir líka, að rýra sögu mína í augum almennings; því að það sje auðvitað, að skoðun mín á þessu máli sje röng, þar eð sjera llannes hafi verið ineð að búa til uppástungu þessa, en haiin sje einn þeirra, sem mest á- lit hafi á sjer fyrir frjálslyndi. En því segja þeir eigi mönnum frá þriðja nefndarmannin- um? Er þ?ð af því, að þeir haldi, að þeir styrki eigi málstað sinn með nafni hans ? Jað gjöra þeir reyndar eigi; því að engir skynsamir og eiriarðir menn sleppa skoðun siimi á hverju málefrii sem er fyrir nöfnun- um einum ; en eigi hafa höfundarnir enn þá gengið í fótspor sjera Árna Ilelgasoriar, og óvíst er, að þeir gjöri það nokkurn tíma. Með einu get jeg huggað þá, og það er það, að jeg er hvorki þjóðkjörinn nje koiiungkjörinn þingmaður, ög þeinr er því óhætt að standa upp frá bæn þeirri, sein þeir liafa legið á síðan á dögunum, nema þeiin þyki nauðsyn á, að leggjast á bæn aptur, og biðja þess, að sá, sem ritað hefur greinina í 38.—41. blaði jþjóðólfs uin umburðarbrjefið, sje það ekki heldur; því að hann hefur þó söinu skoðun á þessu máli og jeg. Ánnars veit jeg ekki,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.