Þjóðólfur - 17.08.1850, Blaðsíða 4
170
þeim. En þess vil jeg geta, hvað mjer hef-
ur fundizt helzti gallinn á þeim; og er hann
í því fólginn, aft eigi sjest af Tíðiiidunum
sjálfum svo f/löfif/ atkvœðafjreiðsla pingntcinna
hvers fyrir sig, sem margur vildi kjósa. Um
flest máieíni, sein fyrir koma á alþingi, mun
þjóðin gjöra sjer einhverja hugmynd, ogvak-
ir þá jafnframt fyrir henni, hvernig liún mundi
helzt kjósa,að úrslit málanna yrfti. Hún sjer
nú að sönnu fjölda atkvæðanna meiV og mót,
en ekki getur hún vitað neitt um það,
hverjir pingmenn greiða þau atkvæðin , sem
henni geðjast betur að, eða hin sem henni geðj-
ast miður. Af ræðunum geta menn á sum-
um stöðum í Tíðiiidunum nokkurn veginn ráð-
ið í það, en víða alls ekki; svo, þar sem um
atkvæðagreiðsluna er að gjöra, koma þing-
menn optast þjóðinni fyrir sjónir í nokkurs
konar dularbúriingi. Hjer af flvtur það, að
þjóðin getur ekki með vissu dæmt um, hverj-
ir brúkanlegir þingmenn sjeu af þeini, sem
minria kveður að. Hún álítur þó víst þaiin
iulltrúa betri, sem optast greiðir atkvæði sitt
fyrir því, sem betur má fara, jafnvel þó að
liann sje ekki svo langorður í ræðum sinum,
heldur en hinn, sem fyllir nokkrar arkir með
fánýtu ræðurugli, en greiðir sjaldan atkvæði
á þá leið, að lið verði að. Jeg álít, að Tíð-
indin ættu að vera svo löguð, að af jieim sæ-
ist sem glöggast, hvernig þiiigmennirnir duga
í stöðu sinni, svo að menii aldrei, fyrir þekk-
ingarleysi á þeim, fari á mis við að kjósa þann
apturtil þingsetu, seinhæfilegurer,eða leiðist til
að kjósa hiiin, sem óhæfilegur ertil þess starfa.
Til þess nú að bæta úr þessu þyrfti ekki
annað, en að skammstöfuð nöfn þingnianna væru
sett við atkvæðin; og nægði, þó að eigi væru
nöfnin nema við annan flokkinn í hverju máli
fyrirsig, því að þá mætti sjá, hverjir gengu úr.
Jetta mundi lítil tímatöf eða kostnaðarauki,
allra lielzt efað þingmenn gættuþess framveg-
is, að sleppa mörgum þejm óþarfa - og ónytju
orðum, sem jeg þykist vita, að þeir finna
sjálfir, að Tiðindin liafa of mikið af. Jar að
auki yrðu Tiðiudin miklu fullkomnari, efþau
bæru með sjer nöfn atkvæðagreiðanda, og
líka vinsælli hjá þjóðinni, þar eð þau med
þessu móti fletti þingmenn þeim dularham í
þjóðarinnar augum, sem jeg get eigi betur
sjeð, en þingntönnum sjálfum megi vera mjög
annt um, að vera með öllu lausir við. Líka
get jeg jiess til, að atkvæði myndi ekki með
minni gætni gefin af sumum á alþingi, en hing-
að til liefur verið, þegar liver og einn ætti von
á því, að koma til dyranna, eins og hann er
klæddur.
,leg veit, að fleiri hafa fundið þennan galla á Tíð-
indununi, beldur en jeg einn; enda uiá kalla, að það
sje almenn ósk þjóðarinnar tii liinna selnni þinga, að
fó þetta lagað eptirleiðis. Og þess vegna hefi jeg
borið fram þessa athugagrein, að jeg vildi helzt óska,
að inenn gætu fengið hreytingu og hót á þessu í Tíð-
indunuui, seui vænta má frá þjóðfundinum að sumri.
Skilyrði fyrir pjó ðheill.
Hurke, sem var naírikenndur stjórnvitringur á Eng-
landi, telur farsæld og blómgun hvers lands komna
undir þessiim atriðum; ,,að sljórnarlögunin samsvari
skapferli og niennturiarstigi þjóðarinnar; að rjettur
gangi ylir alla án manngreinarálits hæði tljótt og vel;
að góðra siða sje gætt og lögunum hlýtt; að þjóðin
hati öruggan liuga til að mæta öllum liætlum , sem utan
að koma, og kunnátlu og dugnað til að hagnýta sjer
alla kosti í landinu sjálfu; og loksins að það sje fyr-
ir þjóðlegur eindrægnisandi, sem eins og saiueini alla
í eitt til að efla almennings heill“.
Vera má að eitthvað af því, sem hjer er.talið,
sje rniður en skyldi hjá oss Islendingum. En það vil
jeg tneina, að ef Burke hefði líaft Island fyriraugum,
eins og nú er ástatt lijer, þá hefði hann, ef til vill>
sleppt eiuu atriðiuu, en í þess stað heðið guð að
náða póstgöngurnar, prentsmiðjuna og skólann.
Aug/ýsing.
Gullsmiðssveinn Jakob Jakobsson, sem nýlega
er kominn hingað til landsíns frá Kaupinannahöfn, hef-
ur sezt hjcr að í, Reykjavíkurhæ og srniðar hæði gull
og silfur. Líka tekur hann til aðgjörða alis konar
siníðar úr kopar, hlikki og látúni; og leysir allt af
hendi hæði fljótt og vel. Hann óskar þess, að þeir,
sem á þvílíkum smíðum þurfa að halda, vilji leyta til
hans, og lofar hann þeim öllum i staðinn greiðuui og
góðum skilum.
Ábyrgðarmaður: Svb. Hallgrimssou.