Þjóðólfur


Þjóðólfur - 15.11.1850, Qupperneq 7

Þjóðólfur - 15.11.1850, Qupperneq 7
111 jeg því fyrir hana, að jeg þykist vita, afi hann muni sjálfur vera einn af þeim, sem „þeinkja og álykta“ en liafa enga tillinningu fyrir efninu; og get jeg [)á ekki betur gjört, en aövarað liann íneð þessari liugvekju: það er allt svikult, sem hjartað á engan hlut i! Enda öfunda jeg engan mann hvorki af ís- köldum liugsunum án tilfinningar, nje af á- lyktunum á svikulum grundvelli. En það var sjerílagi áform mitt með inn- gangi þessum, að gefa rithöfundum „Lánz- tiöindanna“ þessi tvö heilræði. 1, þegar þeir rita urn stjórnarmálefni framvegis, að þeir þá ekki einblíni of mikið á manninn, sem kann að hafa aðra skoðun en þeir, og sem þeir eru að þæfa í móinn á móti; þvi að það er svo hætt við, að rnálið sjálft missi í fyrir það, að maöurinn er allt af öðrum þræði í huga þeirra. 2, að þeir gæti þess hjer eptir, að þeim tjáir varla að gjöra þann í ööru sinni tor- tryggilegan fyrir áttavillu og afvegaleiöslu, sern að allra skynsamra manna dómi er álit- • inn að hafa haldið betri og liollari stefuu, en þeir, sem gjöra vildu hann í fyrstunni grun- saman fyrir hið gagnstæða. Njóti allir vcl lieilræða þessara, sem nýta vilja! En núkem jeg til neitunarvaldsins sjálfs, því framhaldið kemur síðar. F r j e tt i r. jjað stóð Iieima, þegar prentararnir voru að stinga seinustu frjettunum í Jijóðólli undir pressuna, þá kom póstskipið inn á höfnina 24. dag f. m. Mikil var þá gleði á börnum bæarins, sem von er til; því ekki er að undra þó að vjer, Islendingar, fögnum skipakomu frá öðrum löndum, allra helzt meðan samgöngur eru svona strjálar; og þá fer það að Ukindum, þó að sá fögnuður snerli ekki sizt liuga margra Reykjavíkurbúa, sem hafa allajafna annan fótinn erlendis, þó þeir tylli öðrum nidur bjer í tandi. Margir höfðu búizt við mikl- um tíðinduin raeð póstskipinu, eitikum þess vegna að svo lítið hafði frjezt allt sumarið; en það fór fjærri að sú von rættist; þvi heita má aö allt standi við sama og áður, þar sem um er að gjöra þa liluti, er oss helzt mundi fysa að lieyra einhverja umbreytingu eða enda á. Jeg fjekk að vísu brjefið frá Islendingnum í Kaupmannahöfn, eins og jeg bjóst við; en frjettafrótt var það í engan máta, allra sizt um atburði striðsins miili Dana og jþjóðverja. „Ekki get jeg verið að skrifa þjer, vinur minn! segir hann, um bannsett þaufið milli bræðra vorra; það rekur hvorki nje gengur, og enginn má vita, hver endi’r þar á verður. Og þó að þeir aldrei liafi nema barið hvor á öðrum í sumar, svo blætt hefur, þá þykja oss það. engin tiðindHijer, sem daglega horfum á bárbeitt sverð og halta hcrmenn. Og það álít jeg, að þú haf- ir eitthvað' þarfara til að setja í fijóðólf fyrir íslend- inga, heldur en að telja upp fyrir þeim þær ljerepts- skyrtur, sein kunna að hafa atast út í bróðurblóði í súmar og í haust. En það er ekki heldur svo vel, að jeg geti sagt þjer frjettir frá öðrum lönduin. Eng- inn deyr nje fæðist þar merkilegnr, og öllum líður þar baerilega 1. s. g. nema einstöku Stórhertoga, sem hefur orðið að flýja undir veturinn með hyski sitt fyr- ir uppreisn þegna sinna, er hann vildi leggja á þá meiri skatta, en þeim þókkti góðu hófi gegna. Og nenni jeg ekki að nefna fyrir þjer hertoga nafnið — mjer þykir það ekki svo merkilegt — nje heldur lýsa fyrir þjer, hvernig upphlaupið gekk til. þú getur því sjálfur nærri, hvernig svarti aimúginn mnni láta, hversu svertingar muni hainast, þegar búið er að þrýsta svo að þeiin með álögum, að þeir ekki ein- úngis tregðast við að svara þeiin, heldur þrífa kol- skörur og káljárn — auk heldur annað — og kalla upp í einu hljóði: komi hver, sem vetlingi getur vald- ið! Vjer skulum kenna honum að lifa, karlinum þeim, sem heimtar brauðbitann frá munni harna vorra ofan á allt annað, sem vjer erurn búnir að láta af hendi við hann inn að skyrtunni! Jjá 'er alvara mikil á jörð- unni, og konungum ekki nje keisuruin vært; því að guð er þá jjá ferðinni í lýðnuin, eins og t. a. m. í skruggunni, stórviðrinu eða hafrótinu. Og það má jeg segja þjer, og það máttú segja lslendingum, að enn þá lifir i þessum kolunuin í ýmsum lönduin, og mun lengst af lifa|, meðan að lýðurinn fær ekki bót á því óánægjuefni sinu, að einn maður, sem engu þarf að svara, skuli meiru ráða uin skatta - álögur, heldur en allir liinir, sem eiga þá út að láta. Og vil jeg lofa þjer og Islendingum að brjóta heilann um það, hvort lýðurinn muni hafa nokkuð til síns máls í þessu efni, eður ekki; líka, hvort svertingar hafi liaft nokk- uð fyrir sjer í því, að gjöra liertogann húsnæðislaus- an á haustnóttum, svo hann, ef til vill, krókknar úti á þorranum.“ J>að er nú ekki meír en þetta, Islendingar! í brjefi vinar míns, sem yður gctur fýst að heyra; og munuð þjcr segja, að litið sje þetta, og aö mjer hefði verið nær aö lofa minnu, en efna betur. En það var ekki þelta brjef eitt, sein mjerbrást von mín um með póst- skipinu núna. Jeg bjóst við að jeg mundi, ef til vildi, fá eitthvcrt svar frá stjórninni áhrærandi jþjóðólfsmál-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.