Þjóðólfur - 15.02.1851, Síða 1

Þjóðólfur - 15.02.1851, Síða 1
3. Ár. 15. Febrúar. 59. Brœburnir út ú íslandi senda brœðrunum i Kaupmannahöfn kveðju c/uðs og sína. „§*eint vakknar sá sem aldrei vakknar", segir máltækið, og væri öll von til, þó að þjer væruð farnir að hugsa, að það ætlaði að sann- ast á oss- Islendingum; því að mörg ár eru þegar síðan, að þjer fóruð fyrst að ávarpa oss og vekja, þá er þjer senduð oss hinn þjóðlega Ármann á alþingi, þá hinn alvöru- gefna Fjölner, og nú hin fróðlegu Fjelagsrit og hinn frjálslynda Norðurfara. Vjer höfum fengið kveðju yðar ár eptir ár í öllum þess- um ritum, hlustað á kenningu yðar og haft gott af, emla þó að oss stundum liafi þókkt þjer koma heldur óþyrmilega við kaun vor, svo vjer ýgldum oss í móti yður, af því að vjer sáuin það eigi fyr en á eptir, að þjer fóruð að eins og læknirinn, sem kreistir holdið þar sem meinsemdin er fyrir, til þess að ná út hinutn spilltu vessum. En þó hef- ur oss aldrei orðið að vegi, að ávarpa yður með einu orði, eða láta yður í ljósi þakklæti vort fyrir hina ræktarfullu umliyggju, sem þjer ávallthafið borið fyrir oss. 5V* skylduð þjer þá ekki vera farnir að hugsa, að þjer ættuð við þann lýð, sem aldrei gæti vakknað, dg engri áskorun sinnti. En þá er þjer nú optsinnis og á margan hátt hafið talað til vor, og kallað á oss um fullan fjórðung aldar, þá rísum vjer loksins upp, er vjer sjáumhve framorðið er orðið, að sólu aldarinnar hallar úr hádegisstað, og væntum þess, að þó að vjer vökknum síðla, þá þyki yður saint í þessu efni betra „seint“ en ,aldrei“. íþað sje þá líka fyrst af öllu ávarp vort yðar, að þakka yður fyrir ritin öll og rækt- ina; Gg af því að vjer vitum, að þjer jafnan berið yður fyrir brjósti bæði oss og efni vor, þá viljuni vjer minnast á sitt hvað, sem snertir bagi vora, svo að þjer fáið að vita, hvernig oss líður, og hvað vjer höfumst að. Vetur þessi hefur allt frain undir jiorralok verið einhver hinn bezti, frosta- og snjóalaus að kalla má; þó hefur verið heldur vindasamt og umhleypingar aðmunum; þess vegnahafa sjógæftir verið styrðar, og tregt um fisk á suðurlandi allt til þessa tíma; en fyrir norðan hefur afli verið mikill rjett inn á hverjum firði. Vjer hugsuðum, að Jorri gamli ætlaði að ganga í garð hjá oss með grimd og gráu skeggi, eins og segir í kvæðinu, því að kveld- ið fyrir kom hjer þvílíkt hagl, að elztumenn muna ekki slíkt; það braut inn rúður og það í kyrkjugluggunum, enda fóru 3 högl í lóðið. Segja náttúfuspekingar vorir að þetta hagl hafi verið sömu tegundar, og eins í laginu og Prússneska haglið hjerna um árið, sem Friðrik binn rnikli Prússa konungur bað himna- föðurinn að senda niöur í landið, svo að þegn- ar hans hættu að spjalla uin og skipta sjer af stjórnarmálefnum, og færu lieldur að tala um veðráttufarið. Síðan þetta kveld hefur lijer eigi hehlur verið ritað neitt nje rætt um neitunarvaldið, og stjórnarblaöið er liætt að tala um stjórnarmálefni. jþað er annars merkilegt, ef þetta hagl hefur livergi gjört vart við sig í landinu, nema í höfuðstaðnum sjálfum, og er það þá ljós vottur þess, að honum eru ekki valin höglin af verri end- anum. jþegar nú það er frá, sem gengur yfir laiul vortafvöldum náttúrunnar, þáþarfvarla að lýsa fyrir yður lífi voru í Vetrarskammdeg- inu, því að þjer þekkið að fornu fari, hversu það er hægfara og hreifingarlítið. Éti við sjest varla mannrola á ferð, nema ef það kunna að vera smalar, sem standa yfir hjörð sinni út í högum, eða prestar á milli bæja,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.