Þjóðólfur - 12.09.1852, Blaðsíða 5
361
(Snúið úr latínu).
i
Dylur mold
dauðlegar leifar,
en á hiinni lifir
ljósfögur sál
Sveiiibjarnar Egilssonar,
sem fæddist 6. marz 1791, var kennari viÖ Bessastaðaskóla frá
1819 til 1846, Rector Reykjavíkurskóla frá 1846 til 1851, varð
Doctor í guðfræði við Bresláarháskóla 1843; og frá 1825 meðlim-
ur liins konunglega norræna fornfræðafjelags. Giptist 1822 Ilelgu
B. Gröndal, og eignaðist með lienni tólf börn.
Ilann var gæddur frábæru atgjörvi nndans,
skarpviturog djúpsær, lipurt og ágætt skáld; hann var hinn skarp-
astií griskri og latínskri málvísi, og djúpsæjastur allra þeirra, sem
* á hans öld stunduðu og þýddu forntungu norðurlanda.
Hann unni allri fegurð, og elskaði allt það, sem var heiðarlegt og gott.
Elskan var grundvöllur og leiðarstjarna lífs hans, en lífið kenndi
honum það, að elskan er ekki ætíð einhlýt í öllum atvikum mann-
legrar æfi.
Hann var ástvinur menntagyðjanna, og eptirlæti þess guðdóms, sem
af er runnin skáldleg fegurð og inndælir hljómar; hann óttaðist og
elskaði guð, og jók frægð fósturjarðar sinnar meö óþreytanlegri iðju,
þangað til hann,
hinn 17. dag ágústmánaðar 1852,
leið aptur til drottins, sem liann var áður hjá, eins og heilagt ljós,
skínandi af himneskri vizku og elskuríkum anda, eins og líf hans
og andi ætíð var heilög kyrrð friðar og elsku.
Allir menntaðir og rjettsýnir menn
inunu harma þann, sem skjótur dauði svipti burtu frá mörgum
verkum, ckki einungis fullum af lærdómi og djúpsæjum skarpleika,
heldur og einnig af háleitri og skáldlegri fegurð; því að hann var
ekki einungis fyrir Island eitt, heldur og lika fyrir menntaða menn
allra þjóða, djúpsær og lipur í rannsóknum vizkunnar og vísindanna.
Hættu iið syngja, svalaii msera,
er sitnr um UviiUl í dinnniim lund!
pú lilýtnr einnig fórn að færa,
er fagurblið um harmastund
sönggyöjan krýpur koniliiin lijá,
kveinandi yfir fölvuin ná.
Von er þú grátir, gyðjan fríða,
genginn er burtu sonur þinn.
j>ókknaðist drottní lands og lýða
að leiða þangað ástvin sinn,
þar sem ei haustið þjakar reyr,
þar sem að gleðin aldrei deyr.
Nú hylur grund und björtum blóma
brostið og dáið augna Ijós;
verkin hans æ bjá lýðuiii Ijóma,
þó leiðið prýði engin rós;
vel sje þjer, bliða og bjarta sál,
braut þín er ekki lengur bál.
Sœlir eru hógværir, þvi að þeir inunu landiö hljóta. Saelir eru þeir, sem
friðinn semja, því að þeir niunu guðs börn kallaðir Verða. Matth.