Þjóðólfur - 29.09.1852, Síða 1

Þjóðólfur - 29.09.1852, Síða 1
I§5ð ) 4. Ár 29. September. 92. Vatnajökulsvegur. (Framhakl). jþegar kemur yfir um ána, má fara lítinn spöl eptir kinninni og upp meö ánni frammí dalsmynni nokkuö. $ar heitir Gæsa- dalur, og er stöðuvatn í honuin kallað Gæsa- vatn. Dalurinn liggur {>vert vestur að Kreppu. Nú er farið austur eptir þessum dal norð- an við vatnið, og svo upp á lága mela norð- austureptir. Skammt eryfir þessa mela jiang- að til annað dalverpi kemur. 5að er Fagri- dalur innan til. Ilann liggur fyrst í norður, síðan til norðvesturs út að Kreppu. Eptir {>ess- um dal er farið um stund, |>angað til hann beygist vestur á við. J>á er haldið til norð- austurs upp úr dalnum. Ja*' verða j>á fyrir flatir melar og sandar æði breiðir. Austan við þá er grunnur dalur víður, og heitir Sanda- dalur. Nú er farið út eptir þessum dal, [>angað til sjezt að honum hallar austurí ann- an dýpra dal. Já er nú farið til hægri hand- ar upp á fjallsröðulinn milli dalanna og of- an í djúpa dalinn. Sá lieitir Laugarvalladalur. Hann er langur og djúpur, grösugur og fag- ur. Útí dalnum er heit laug og töðugresis- grunðir í kring. Jað heita Laugarvellir. Jað- an er nærri hálf þingmannaleið út að Brú, efsta bæ á Jökuldal. Á rennur eptir Laugarvalladal, sem kend er við Laugarvelli, og liggur vegurinn ofan dalinn ýmist austanvið ána eða vestanvið, þangað til hún beygist með dalnum ofani Jökuldal. iþar er farið utanvið ána sunnaní kambi ofaní Jökuldalinn, og er þá ei meira enn stekkjar gata út að Brú. Úr Iivannalindum °g í byggð er fullur þriðjúngur annarar þing- mannaleiðar. En af Bángárvöllum austur á Jökuldal lætur nærri að sjeu 7 þíngmanna- leiðir þenna veg, sem nú var lýst. jþegar farið er úr eystra Ilrepp uppá Vatnajökulsvegliggur leiðin fyrsteptir Sprengi- sandsvegi upp í Arnarfell. En þaðan er þá stefnt norðaustur yfir dokkina milli Arnar- fells og Tungnafellsjökuls fyrir norðaustur hala hans', og er dagleið úr Árnarfelli austur undir jökulíjalls halann. Á þeirri leið eru næst Arnarfelli margar bleytu kvíslar, sem koma undan skriðjöklinuin austan við Fellið og falla í jþjúrsá. Best er að fara jökulinn ofan við kvíslarnar, þegar hann er fær. Að öðrum kosti verður að fara kvíslarnar þar sem tiltækilegast sýnist. Nokkru austar verður fyrir æði stór jökulkvísl, sem rennur suður í jþjórsá. Sú kvísl rennur á grjóti víða, svo hún er góð yfirferðar. Austar nokkru er Skjálfanda fljót, sem fellur úr Túngnafells jökli skammt sunnan við veginn. Innundir jöklinum nálægt íljótinu eru að sjá grænir mosaflákar og mýrar. Jar mun vera Tómás- arhagi. Fljótið er ekki vatnsmikið þarna svo innarlega, og ekki sandbleytu hætt. Jegar kemur upp á röðulinn norðaustur úr Túngnafells jökli sjer austur í Vatnajökul og Kistuna, sein áður er nefnð; er þá stefnt á hana austur yfir Hrauná, sem kemur úr Vonarskarði. Hún er þar örlitil. Hálf dagleið er undan- Túngafellsjökli austur undir Kistuna, þar sem koinið er á Vonarskarðs veginn, semfyrrvar getið. ^essi leið er nokkrum mun lengri enn hin fyrri; þó er betra að fara hana, því skemra er hjer milli grasa, helzt ef menn ægja í Tómásar haga. Báðir eru vegirnir góðir yfir- ferðar, nema kafli á Sprengisandsvegi neðan viö Arnarfell og ofan við það, ef kvíslarnar þarf að fara. Hjá hvorutveggju þessu má koinast, ef jþjórsá er riðin á Sóleyarböfðavaði, og áð í Eyvindarkofaveri eða í Tómásarhaga. "þá er ekki komið í Arnarfell. Sigurður Gunnarsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.