Þjóðólfur - 29.09.1852, Qupperneq 4
368
nefnda „Viðeyjar Njála“. llana þekkja allir. Nú eptir
að herra E. Jórðarson er orðinn „valdamaður“ í prent-
stofunni, þá er eðlilegt, að hann vill verka landinu til
sæmdar, svo sem opinber embættispcrsóna, og nú vek-
ur hann upp aptur nýja gullöld (eða forgyllta öld) og
fornan hetjumóð, og gefur út — raunar í sameiningu
við lierra skómakara II. Erlendsson — J>ví skómakari
er hann — Ejórar Riddarasögur.
Jeg veit raunar, að herra E. þórðarson er prentari,
og herra II. Erlcndsson er skómakari, cn jeg þekki
ekki þessa menn sem fornfræðinga, og það veit jeg, að
hingað til hefur enginn, nema fornfræðingar, lagt hendur
að því, að gefa út fornsögur — nema um Viðeyjar njálu.
Jeg get því ekki tekið það fyrir annað, en ósvííið dramb,
sem stcndur í formálanum, að sögurnar sjeu prentaðar
eptir því „fullkomnasta, elzta og bezta handriti“, sem
þeir gátu fengið, því þessi orð voga engir að leggja
sjcr í mtinn, nema þcir sjeu málfræðingar eða lornfræð-
ingar, eða að öðrnm kosti ósannindamenn.
það er líka sjcrhverjuin manni Ijóst, sem nokkuð
þekkir hvcrsu á stendur, að þetta fyrirtæki er einungis
stofnað í gróða skyni, — og sögurnar kvað vera gefnar
út „til að skemmta alþýðu". það cr ágætt fyrírtæki,
en það er lijer stofnað með því,, að hafa þjóð vora að
háði. Er það ekki að hafa þjóðina að háði, þegar
tveir taka ráð sín saman, til þess að hafa fje út fyrir
bók, sem gefln er út öll bjöguð, heimildarlaus og vit-
laus.? þegar því er logið upp í opin eyrun á alþýðu,
að mcnn kafl „virt sögurnar sjálfar11, sem súmur voru
aldrei til, og eru svo ósvífnir að voua, að þetta fyrir-
tæki muni verða virt? því hvaða fyrirtæki cr þetta ?
það er svona: annar les rnargar fornsögur, og spinnur-
síðan upp sjálfur eitthvert bannsett bull, sem er öld-
ungis út úr og á móti anda tímans og þjóðarinnar, en
hinn prentar bullið, og bullarinn stendur upp í aVlir.
Jeg skal nú skýra betur þessi þrjú orð, sem eru
það, að jeg kalla sögurnar: bjagaðar, heimildar-
1 a usar og vi tl a usa r.
1. Að sögurnar sjeu komnnr út bjagaðar, má ráða
af þvf, að þeir tveir nicnn, sem hafa gefið þær út,
ekki þekkja neitt tii fornfræða, málfræði nje svokall-
aðrar „critiskrar11 meðfcrðar á ritum, og að þeir ekki
vildu fá til neinn þann, sem fær var um, að Iesa þessi
„elztu, beztu og fullkomnustu handrit11, scm þeir böfðu,
heldur sjest ekkert annað handrit cn það, sem prentað
var eptir; það Itynni nu að vera, að meistaradómurinn
lýsti sjer í því, sem „fyrir“, „og“, „sem“, og öll þess-
konar smáorð og allur sagnir eru ritaðar með stórum
staf; á blaðsíðu NB. í sögunum var adamas í handrit-
inu adamus o. s. frv., og munu allir sjá það, að ckk-
ert gamalt handrit hefur sltkar vitleysur, þar scm þau
öll hafa fasta og sjerlega rjettritun, hvert á sinn hátt;
en handritið á þessum sögum (o: frumritið) hcfur víst
verið svo ólæsilegt og flókið, að enginn gat lesið það,
nema þessir lærðu menn prentarinn og skómakarinn.
Mjer dcttur f hug Robertus Stephanus og Jacob Bölinic!
2. Að jeg kalla sögttmar h ei niild a r Ia usa r, cr
eðlilegt, því útgcfendurnir hafa ekki gefið neina skýrslu
um handritin i formálanum, ekki hvenær þær hafi verið
ritaðar, ekki ltver muni hafa ritað þær, og ekki hvar
þær sjeu ritaðar.
3. Að jeg kalla þær vitlausar, þarf engrar skýr-
ingar, því það flýtur af hinu undanganganda, bæði af
Nr. 1 og 2, og líka af þvf, sem jeg annars hefi áður
sagt, að þær ekki neitt eiga við anda þjóðarinnar. því
hversu á það að eiga við nokkra þjóð og nokkurn tíma,
scm er vitleysa? Að minnsta kosti er það attðsjeð á
sumurn sögunum, að útgefcmlurnir eru skáld. Jegveit,
að mönnum muni þykja leiðinlegt, að heyra upptaln-
ingu á smekklcysuin , dönskuslettum, rammvitlausri
landalýsingu og öðru þcss konar; en cf nokkurn langar
til að sjá þctta, þá lesi hann „fjórar Riddarasögur“, og
engínn skyldi trúa, að þetta sje gefið út 1852! Eystra-
salt er land, og liggur í Austurálfu, og Asía er líka
land, sem liggur í Austurálfu (bls. 46). „Sýrus“ er
kcisari f Róm, (bls. 92), o. s. frv. Ef að það er satt,
sein sagt er, að alþýða taki illa á móti nýjuin meining-
utn í trúarlegum efnum, þá væri það á hinn bóginn
undarlegt og háðungarlegt, ef hún Ijeti þannig gabba
sig og hafa sig að háði, með því að kaupa slíka bók,
sein þessi er. Ef „Bónorðsförin“ verðskuldar þá aðfinn-
ingu, sem kom i vetur var i þjóðólfi, þá verðskulda
þessar „Riddarasögur“ enga aðfinningu, af því að þær
eru ekki verðar þess, að líta á þær; óg um leið ogjeg
læt nú Ienda hjer við að sinni, þá get jeg þess, að jeg
ekki liefi neitt getið hins cinstaka, cn jeg er vel fær
um að sýna, ef þörf gjörist, að það er allt rjett, sem
jeg hefi sagt, og að jeg hefi heldur sagt of lítið, en of mikið.
S 1 i s f a r i r. Nóttina milli þess 22. eg 23. d. næstl.
mán. drukknaði hrcppst. Guðmundtir Eínarsson að Mar-
teinstungu í lloltum i lítilfjöilegum læk, þannig, að hann
í myrkri reið í hann á vaðleysu út í djúpan hil; að hon-
um var mikill söknuður í sveitinni, því bæði yar hann
góður maður, og í betra lagi gáfumaður. — Annármaður
í Eandeyjum drukknaði í þykkvabæjarósum, og hcftir
lík hans ekki fundizt. — Að kveldi 22. d. þ. m. drukkn-
aði bóndinn Pjetur Guðmundsson i Engey á leið hjeðan
úr bænuin út i eyjuna. Hann var á litlum bát ineð
sonarsyni sínum nýfermdum. Ilvolfdi bátnum undir
eyjunni, því bæði var dimmt og gekk að hið mikla
aftakaveður, sein var daginn eptir. Pilturinn skolaðist
í land og skrcið lieim undir bæinn, þar fanntt hann um
kveklið máttvana, cn fjekk aptur bæði fjör og Iff. I.tk
Pjeturs sáluga hefur ekki fundizt. Ijans sakna niárgir
menn, því Pjetur var sómamaður inikill, góðviljaður og
hjálpsamur.
G0T" Eesendur þjóð. Aðfinningtinni lijer að framan, nm
rjórar Riddarasögur, vcrður bráðum svarað; því útgef-
endttr þeirra geta ekkí sjálfs sfn vegna legið undir svo
tuddalegum dóini, er varla á sjer stað, að hafi komið frá
nokkrum mentuðum manni, sein „au,uinginn“, er liana
hefur samið, leggur á þær og okkur.
Abðarmyryaður: Svb. flallyrímsson.