Þjóðólfur - 02.02.1855, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.02.1855, Blaðsíða 2
38 — eptirréttíngar'4; stjórnin liefir skrifað honum það sjálfum, beinlínis. En stjórnin hefirskipað amt- manni jafnframt, að höfða mál á móti Olsen út af cif/narha/di hans á rekaítckunum oy selstöðuítakinu í Víðidalsfjalli, sem Havstein heimtaði af honum i sumar. Jannig hefir stjórnin litið á mál þetta, öld- úngis samkvæmt því, sem vér útlistuðum í sum- ar; að það væri ránr/t, að svipta af Olsen um- boðinu; að það væri rétt, að höfða mál á móti honum út af ítökunum. Málefni þetta hefir þannig orðið nokkuð heitari grautur til að flensa um, fyrir höf. i „Norðra“ heldur en fyrir oss, og gott, ef hann hefir ekki brennt sig þar skemmi- lega, afþvíhann fór helzt tiloffljótt að sleikja utan svo heitan mat, og liann — ófrjálsan. 5að má enginn skilja svo orð vor, að vér að neinu eignum eða þökkum oss þessar mála- lyktir; — vér sögðum fylgislausa meiníngu vora þar um fyrifram og í réttan tíma, það var vor skylda, og yfir slíku munum vér jafnan vaka liver sem í hlut á, þegar svo freklega og á- stæðulaust er beitt embættismaktinni, sem hér var gjört. 3>að er gleðilegt, að geta með fullu trausti um fylgislausar og réttvísar málalyktir, leitað úrslita hinnar æðstu valdstjórnar, í slíkuin niálum sem þessu, er með engu móti getur átt undir dómstólana. Jegar svo ber undir, — og það er þó ekki, að menn hér hafi þurft að bera sig upp undan slíku á hinum seinni tímum, því það mega nálega allir hinir æðri valdstjórnarmenn vorir eiga, að þeim er miklu hættara við að láta ekki nóf/ tilsíntaka, og til embættis - og fram- kvæmdarvalds síns, lieldur en að jieir misbjóði mönnum með embættismaktinni, — en þegar svo ber undir, þá verður ekki nógsamlega metið af landsmönnum, að eiga til forstöðumanns í stjórn- ardeildinni og erindsreka hinna islenzku mála bjá ráðherranum eins fylgislausan og ráðvand- an höfðíngja eins og landi vor herra Oddgeir er og sýnir sig, því Ijósar sem meira liggirr við. Hinn „ágæta höfund“ í „Norðra“ þurfum vér þannig ekki framar að elta, ekki þá álykt- uii lians, að fyrst gamli Olsen hafi fengið $íng- eyrar með svo góðu verði, og fyrst að bánka- seðlarnir hafi fallið í gildi um s/6, þá hafi Hav- stein sýnt „staka réttvísi“ í að svipta son hans umboðinu, eða önnur fleiri jiessu lík axarsköpt, sem grein hans er full af, — lieldur getum vér nú kvadt þenna mann stutt og gott, hver sem hann er, og beðið hann geyma heilræði sín og áminníngar til vor, þángað til þær koma svo lítið betur við. Sé svo, sem sagt er, og bent er til af öðrum heiðruðum höfundi hér á eptir, — og sá hinn sami er nær honum og þekkir betur til, — að hann hafi fengið fulla von um Jíngeyrakl. umboð í vor, þá var honum þar „sýnd en ekki f/efin gœs“, því Ólsen heldur klaustrinu! og hafi höfundurinn látið þessa gefnu von leiða sig til að velja herra Olsen frek meið- yrði, þau er hann aldrei getur sannað, og oss ástæðulaus hrakyrði, sé svo, þá hefir liann þar með sýnt að hann er sú púta, sem á að vera hverjum heiðvirðum manni — ekki „að athlátri“, nei, heldur — „að viðbjóð“, enda þó hann sóli sig í geislum hinnar „stöku rettvisi“ amtmanns Havsteins. (Aðsent). „Norðri“, meinleysisblaðið það, rak þá af sér sliðurorðið, og reið úr hlaði næstl. 16. nóv. mánaðar með ritgjörð, með þeirri yfirskript: „ekki er nema hálfsögð sagan pegar einn seg- ir frá“, og hefir mér hugkvæmzt, að fara um ritgjörð þessa nokkrum orðtim, og biðja þig, heiðraði ábyrgðarmaður „5jóðólf“ að veita henni inntöku í blað þitt. Höfund greinar þeirrar, sem hér ræðir um, leiði eg nú að vísu hjá mér að nafngreina, en þó leikur hér um pláz enginn efi á því, hver maðurinn sé; það er enda sagt, að hann sé gamall alþírigisinaður, og fullhermt, að hann eigi í vor að taka við umboðinu yfir Jíngeyraklaustri í næstkomandi fardögum af umboðsmanni Ólsen. llitgjörðin er þannig orðin til, rneðan „þánkar“ höfundarins voru að „matbua og jeta petta mikla happ“,1 umboð- ið, og það er því engin furða, þó liöfundurinn dragi annað augað í púng, þegar hann fer að dæma í máli þeirra amtmanns Ilavsteins og umboðsmanns Ólsens, og sjón er sögu ríkari, að þetta á sér hér stað, og það enda í rýmra skilníngi, en ætlanda væri af þeim manni, sem hér á hlut að máli. Eg fæst ekkert um það, þó höfundurinn slái amtmanni Havstein gull- hamra, fyrir hans einstaka embættisdugnað og frábæru réttvísi, því eptir höfundarins skoðun á málinu, og með hliðsjón af því, sem hann þannig á í vændum, hlýtur honum bæði að sýn- *) Af þvi, hvernig nú er komið, (sjá hér að framan) setjuin vér liér I orðrétta visuna, sem þessi anðkenndn orð eru tekin úr: „Á meðan þetta mikla happ, niathjuggu' og átu þánkar lians, færið bilaði flyðran slapp, fór hann svo búinu heim til lands“. " Jón jjorláksson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.