Þjóðólfur - 12.05.1855, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.05.1855, Blaðsíða 4
- 80 - skurði; en ( áminnsln skj»li segir lögmaðurinn, ásamt mönnum þeim, er liann liafði útnefnt, hver skilníngur sinn og þeiira sé á skjöluni þcim, er inálsviðeigendurnir hafi sjnt þeim, og láta þeir þctta vcra tirlausn þeirra ( mál— inu, án þess að leggja á það nokkurn dóm og án þess að skera úr þvi me% lagaúrskurði. Hér að auki mátti, eptir hinum eldri lögum, dóniuin umbreyta hvað gamlir sem þeir voru, þegar þcir ekki þóttn skjallegir". „Hvað þessu næst málefnið sjálft snertir, er hér þannig ber undir dóm að taka, þá ber þess að geta, að máls- viðeigendurnir urðu á það sáttir fyrir rétti ( málinu, 16. ágúst 1853, að svo nefndur Ásbjarnarness-reki, er liggur austast við svo nefndan Hóps - eða Bjarga-ós, og allt vestur að stefnulínunni úr Brandslóni og ( Selsker, lægi undir þíngeyra, og væri fjórði parturinn úr öllum sand- inum milli Sigríðarstaðavatnsóss, og IIópsóss, en hinir fjórðu partar sandsins þar fyrir vestan skyidi vera ágreinings- efnið í málinu, þannig: að þriðjúngur trjáreka á þcsíu svæði skuli álítast átölulaus eign Breiðabólstaðar-kirkju, en þar á móti þrætan að eins vera um allan hvalrekann þar og tvo hluti viðreka“. „það, sem áfríjandinn einkum heiir við að styðjast, er máldagabók Ólafs biskups Bögnvaldssonar fri 1161; hvar, eptir að búið er að segja frá þvi, hvað Breiðsból- staðarkirkja eigi af jörðum, og frá hlunnindum þeim, er hún hafi af afrétt sinni — meðal jarðanna eru einnig taldir Sigriðarstaðir, er Einar prestur Hafliðason hafi gefið kirk- junni, er Jón biskup vígði hana, — og þegar búið cr að geta þess, hvað kirkjan hafi átt innan um sig, er farið að telja upp reka hennar, og er þá fyrst getið gjafar séra Einars Hafliðasonar, að hann hafi gcfið tvo hluti ( reka niðri á sandi austur að Brandslóni og í Staurgjgi, en kirkjan hafi áður átt þriðjúnginn, og síðan cr getið þess, að kirkjan eigi allan reka átölulausan fyrir Almenníngi á Vatnsnesi. Um þetta er og farið sömu orðiim ( Sigurðar registri — er samið var á fyrra hluta 16. aldar — þar sem talað er um eignir Breiðabólstaðar-kirkju. Að álfta nú mcð undirdómaranum, að gjöf Einars prests á rekan- um ekki hafi, enda eptir áliti Ólafs biskups, grundvallað óyggjandi eignarheimild kirkjunnar á honum, er án efa ekki næg ástæða til; því, þó í máldaganum sé sagt, að kirkjan eigi átölulausan reka fyrir Almenníngi, þá verður þar af cngin vefengíng leidd uin heimild Einars prests til að gefa hinn rekann; því þar eð Ólafur biskup gat um hcimild kirkjunnar fyrir honum, þurfti hann ekki að geta þess um leið, að hún ætti hann átölulaust, en þessa þurfti hann, er hann talaði um reka hcnnar fyrir Almenn- íngi, þar sein hann þar ekki gat uin heimildina og ekki virðist hafa liaft annað við að styðjast, en óátalda hirð- íngu rekans frá kirkjunnar hálfu. Hinn stefndi hefir hér fyrir réttinum einnig hreift þvf, að við orðið „reka“ mundi hér að eins eiga að skiljast rekatré þau, er legið hafa á sandinum, þegar gjöfin var gjörð; en þó svo kunni að vera, að málið leyli slíka þ jðingu orðsins, þá er þó engin ástæða fyrir það til, að taka það hér í þessum skilnfngi, þar hér er anðsjáanlega verið að tala um hlunnindi cða réttindi kirkjunnar, og orðið þar að auki undir eins á eptir kemur fyrir ( þeirri þjðíngu um rekaréttindin sjálf, eins og það og líka almennt f daglegu tali og hvervetna í mál- döguni kirknanna og gömliim skjöluin er liaft í þessari þjðíngu. í máldaganum sjálfum liggur þannig engin á- stæða fyrir þv(, að vefengja hann. Enn fremur hefir und- irdómaranum fundizt það nokkuð fskyggilegt, að reka- gjafarinnar skuli ekki vera getið f máldögum biskupanna fyrri enn í Ólafs biskups; en þetta er þó ekki ískyggi- legt, þegar jafnframt athugast, að Einar prestur dó 1390, en f máldaganum er ekki getið um, hvenær liann gaf rek- ann fyrir andlát sitt, og allra sfzt sagt, að það hafi verið um leið og hann gaf kirkjunni jörðina Sigrfðarstaði, cn cnginn biskupamáldagi, sem jngri sé en frá 1390, liefir ( málinu verið fram lagður, fyrri en Ólafs biskups frá 1461“. (Niðurlag síðar). Ve&urátta, aflabrögí) ofl. þetta harða fhlaup, sem gengið hefir næstliðna viku, hl jtur að hafa haft hinar þjngstu afleiðíngar á fénað sveita- bænda, þar sem gjafatíminn liefir verið staklega lángur, og fénaður vfða sár magur, bæði þess vegna, og sakir niisjafnrar umhirðíngar, og þessarar hálfgjafar, sem svo helzt til ofmörguin bændum hættir til, og geta ekki fcngið af sér að leggja niður, ekki gætandi þess, að það er ó- ræklega satt, sem gainall og góður búmaður sagði nágrönn- um sfnum: „það verður hverjum bónda mestu og beztu heydrjgindin, ef hann dregur ekki ofleingi við sig að taka féð á gjöf, og gefur sfðan vel, ámeðan hann gefur“. þeir, sem voru farnir að horfella bæði hross og gemlinga fyrir þetta kólgukast, — ug það fréttist helzt til of vfða að bæði austan yfir fjallið og hér úr nærsveitunum, og útsveitunum f Borgarfirði, — þeir hafa sjnt og sannað, að þeir hafa enn ekki lært þessa heilla-búreglu; aptur færa þeir sönnur þar á, sem hafa getað átt gemlfnga sfna og lambfé úti ( þessu kasti, og þó ekki eina klauf misst. — En eptir þvi sem spurzt hefir, þá lítur út fyrir helzt til of almennan fjárfellir hér sunnan-og austanlanda; þvíþar sem farinn var að stökkva af fénaður fyrir þetta kulda- kast, má nærri geta, að það hafi laggt marga horkind og horliross að velli. — Fiskiaflinn hefir verið miklu minni hér á Seltjarnar- nesi, næstliðna viku ; en sagt er, að hann hafi haldízt fyrir sunnan, einkum uin Vatnsleysuströnd og Hafnarfjörð; einnig á Akranesi. Um næstliðna lielgi voru sagðir hæstir hlutir f Höfnurn og á Ströndinni undir 19 hundr. tólfræð. Vér vonuin að geta skjrt greinilegar af hlutarupphæðum héi .sunnanlands f næsta blaði. — þó þetta kólgukast hafi haft liinar verstu áhrifur á fénaðarhöld til sveita, hefir það komið sjóarmanninum í beztu þarfir, til þess að verka hinn mikla afla, sem hér er almennt kominn á land. Auglýsíng. Föstudaginn, þann. 1. júnfmánaðar næstkomandi, fyrir miðjan dag, veröur á skrifstofu undirskrifaðs haldinn skipta- fundur f dáuarbúi sjlumanns sál. Br. Svenzons, — þetta augljsist hér með hlutaðeigendum, samkvæmt opnu bréfi frá 21. april 1821. Skiptarétturinn f dánarbni sýslumanns sál. Br. Svenzons, — llöfn, þann 6. maí 1855. Lassen. Ábyrgharmaftur: Jón Guðmvvdsson. Prentaíur í prentsmiíiju íslands, hjá E. þórþarsyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.