Þjóðólfur - 10.05.1856, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.05.1856, Blaðsíða 2
82 sannleika búinn að selja viðskiptafrelsi sittvið alla aftra. Hvernig eiga {)á slíkir menn að getn haft nokkurn verulegan eða beinlínis hag af frjálsri verzlan og írísiglíngu, þó hún sækti hér að? 'það er órnögulegt! knupinaðurinn, sem |>eir eru háðir, hann á einn alla vörn þeirra, og það áður en hún er orðin að verzlunarvöru: órúinn lagðinn af kindinni, þorskinn óinnbyrtan, lísið óbrædt úr lifrinni; kaupmaðurinn á ekki einúng- is þannig alla vöruna, heldur er það og að öllu komið undir honuin og hans vilja, hvaða verði hann vill taka hana og með hvaða prís hann vill láta nauðsynjarnar og munaðarvörur á ný. Jieir sem svona stendur á, virðast mér vera svo lángt frá því að geta jiotað sér frjálsa verzlun með nokkrum verulegum eða beinlínis hag fyrir þá sjálfa, að þeir geta ekki svo mikið sem sætt betri kostum hjá öðrum kaupmönnum þó þeir byðist. En á þessa leið er þó, því miður, varið á- standi og efnahag mjög margra landsmanna; hin- ir eru sjálfsagt miklu færri, víst að minnsta kosti hér sunnanlands, sem eru svo óbundnir af kaup- staðarskuldunum, að þeir geti verzlað við hvern kaupmanninn sem býður bezt kjör, en þessa fæstir eru þó þeir er hafi svo verulegt verzl- unarafl að sjálfra þeirra ramleik að þeir geti, svona hver út af fyrir sig, keppt um þá verzl- unarkosti er þeim megí verða til beinlínis og verulegra hagsmuna í svipinn. Eg geng nú að því vísu að menn spyrji hér til: til hvers er þá frjálsa verzlanin, fyrst að svo er, að svo fáir Iandsmenn geta haft hennar heinlinis eða veruleg not, hver út af fyrir sig? Úr þessari spurníngu leysi eg fyrst og fremst með annari spurníngu, og hún er þessi: hafa landsmenn haft nokkurn beinlínis og veruleg- an hag af verzlunarbreytíngunni hér á landi 1786—7? Ekki sáust þeir hagsmunir í lófum landsmanna, svona hvers út af fyrir sig, hvorki að 10 né 20 né 30 árum liðnum frá því breyt- íng þessi varð; — fæstir landsmeun höfðu efni á og enn færri þor og þrek tíl að kaupa kon- úngsverzlanirnar með svo góðum kjörum sem þær þó buðust, og hafa hér svo aðalatvinnu af verzlun sem fastir kaupmenn, en þetta var þó hið eina meðal fyrir einstaka menn til þess að liafa verulegan og beinlínis hag af þeirrí verzlunar- breytíngu. En þó að máske einginn einn ein- stakur landsinanna virtist að neinu fjölskrúð- ugri eða ríkari' að völdurn þessarar verzlunar- breytíngar eptir 20—30 ár frá því hún komst á, þá er samt nú sjón sögu rikari um það, að landslýöurinh yfir höfuð að tala, er ineir og miklu meir en helmíngi auðugri heldur en hann var þá, og miða eg þetta ekki einúngis við hið miklu sælla líf og aðhúnað er landsmenn nú hafa hjá því þá, heldur og við það, að bæði lausafé og fasteignir og allur arður hvorstveggja er nú í meir en lielmíngi hærra verði heldur en þá var. Jietta virðist mér sýna og sanna, að sérhver eðlileg og frjálsleg verzlunarbreyt- ing leiðir smámsaman með sér, þegar fram líða stundir, velmegun og aðra hagsmuni fyrir hvert laiul sem er, nýja atvinnuvegi og umbót og eflíngu hinna eldri — eins og líka reynslan hefir sannað í öllum öðrum lönduin, — og það enda þótt meginhluti verzlunaraflsins og ágóðans af henni dragist út úr landinu, eins og hér hefir verið síðan 1787, þarsem flestir kaupmenn vorir hafa verið búsettir utanlands og dregið þángað og ráðið þar heima allan hinn mikla beinlínis ágóða af íslenzku verzlaninni. Hversu mundi þá hafa orðið og enn mega verða ágóðinn af svo frjálslegri verzlunarbreytíngu sem nú er á kominn, ef numin væri gjörsamlega úr lögum þau ólög, að kaupmenn vorir megi vera bú- settir erlendis og draga þángað allan arð og á- góða verzlunarinnar og eyða honum þar; það er vonandi, að ekki líði svo mörg alþíng hér frá, að þessum ólögnm verði látið óhreift, og gerð verði ný uppástúnga um, að allir kaup- menn sem hér vilja eiga fasta verzlun, skuli vera skyldugir til að vera her búsettir sjálfir. (Niðurl. í næsta b!.). — Til minnisvarða yfir Dr. Jón Thor- stensen hafa enn fremur gefið: konsúl M. W. Bjering 8 rdl., amtmaður Havstein 10 rdl., íngi- björg Jafetsdóttir 2rdl., apothekari O. Thoraren- sen 20rdh, Sigvaldi Gíslason á Hreiðurborg 8 sk. Saintals nú inn komið: 06 rtll. 56 sb. Svar upp á ritgjörðina í 8. árgángi *5jóð- ólfs“ bls. 49—61. „Um /aupafólk kaup- yjald pess o. fl“. Undir ritgjörðinni stendur „Nokkiir snnnlendíngar“. því dyljið þér nöfn yðar vesælíngar, voruð þér svo margir að „þjóðólfur“ gæti ekki rúmað nöfn yðar? eður vissnð þér í þeli niðri, að þér fóruð með ósannindi, svo þér þcss vcgnn vilduð dyljast? ellegar voruð þér liræddir um, að hjú yðar eður þér sjálfir, munduð ekki fá Uaupavinnu í Ilúnavatnssýslu næslkomandi sumar, ef þér ekki skýld- uð yður mcð nianntjöldanuin á suðurlandi; liali þctta síðast nefnda verið orsökin, þá vorkennum vér yður, þó þér vilduð dyljast, þvi vér sjáuni fram á, hve sælu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.