Þjóðólfur - 17.05.1856, Blaðsíða 4
88 -
sem Idtið var útí án kaupsin<; iná þó nærri geta, að þó
suinir þcssir kaupamenn hali niá skc verið duglcgri en með-
alinenn, liafi aptur eins margir, já miklu fleiri, ekki verið
meðalmenn, eður unnið fyrir 2 fjórð. cða 4 rdl. uin vikuna,
ogsegjnm vér það engan veginn kaupal'úlkinu til lasls ; margir
koma lítið vanir hcyvinnu; aðrir eru gamlir og lúnir, en
þurfa þó eins og aðrir að eignast einhvern smjörbitann og
draga sig því i kuupavinnu. Vér þorum því að fullyrða, að
kaupafólkí hefir hér verið goldið betur en eptir gönilu lagi,
og þó allir hali að úndanförnu gjört það með góðu geði,
megið þér sjálfir áhyrgjast, að þér ekki haiið með last—
yrðum yðar sjálfir spillt fyrir lönduin yðar eptirleiðis.
Af þessu sjáið þér þá, að úr Sveinsstaða- og Áss-
hreppi til samans, sem eru þeir minni í sýslunni, hefir
kaupafólk á suðurtandi fcngið næstliðið sumar 628 fjórð.
smjörs, auk peninga og sauðkinda; ef nú jafnmikið sinjör
hefði farið suður úr hverjum 2 hreppum sýslunnar, — sein
ekki er óliklegt, þar þeir eru flestir miklu fjölbygðari, —
þá hefði kaupafólk af suðurlandi fengið úr tlúnavatnssýslu
næstliðið suinar 3,768 fjórð. sinjörs; valla láið þér svona
mikið smjör undan ánuin yðar við sjóinn þó þér farið að
nytka þær.
þér segið, að /mjör hafi ekki fengizt hér í sumar fyrir
minna en 24 sk. pundið; í þessu er nokkuð hæft, því það
fékkst ekki þó boðnir hefði verið 48 sk. fyrir pundið eptir
að búið var að kaupa það scni keypt var handa blessuðu
kaupafólkinu á suðurlandi; en á meðan nokkurt smjör var
fáanlegt til kaups, varþaft keypt, víst nokkuð af því, fyrir
20 sk. pundið; og kaupamaður af suðurlandi seldi hérþaft
sem hann liafði fengið af smjöri í kaup sitt, fyrir 2 rdl.
fjórðúnginn.
Vér vonum þér misvirðið ekki, þó vér spyrjum: hverjir
vóru þeir llúnvetníngar sem þér segift að hafi ráðið til
sín kaupamenn fyrir víst flskatal í smjöri um hverja viku,
en guldu þeim þó ekki í smjöri nema sumum tvo þriðj-
únga, sumum helfing, og sumum ckkert, en létu spesíuna
á móti 24 flskuni? því nefnið þér ekki einhverja af þeiin
sem þannig rufu loforð sin? má ske þér getið engan nefnt!
en hvað flýtur af því ef svo er? það vitið þér sjálflr!
Með digrum orðum endið þér ritgjörð yðar; vér segj-
um yðar þá sannleikann, að af þeiin stendur oss engin
ótti;þér munuð verða látnir sjálfráðir, livort þér sendið
hjú yðar híngað i kaupavinnu næstkomandi sumar eður
ekki; en það grunar oss, að flestir sunnlendingar þikist
sjálfráðir ferfta sinna fyrir yður, og fæstir af þeim munu
mjög óánægðir yfir viðskiptunum við Húnvetnínga. Skyldi
nú svo fara, að þér yrðuð varir við einhverja sem norftur
ætluðu í sumar, gætuð þér reynt að segja þeim, að kaupa-
íólk megi búast við sömu kjörum í Húnavatnssýslu eins
og í fyrra, nefnilega: að fá ekki meira smjör í kaupið en
til er; vitið þér svo, hvort þeir ekki hætta við ferðina!!
þó vér uú séum vissir um, að flestir sunnlendíngar,
sem áttu hjú sín í kaupavinnu hér í sýslu næstliðið sumar,
finni sjálfir glöggt, hve ósönn ritgjörð yöar er, þá getur
samt skeð, að aðrir ókunnugir haldi eittbvað sé hæft í
lastyrðum yðar, og þess vegna höl'um vér nú — cptir til-
mælum hreppsbúa okkar — auglýst hér það sanna og
rétta.
Skrifað 15. dag aprílmánaðar 1856.
B. G. Blöndal Ólafur Jónsson
hreppst. í Asshrepp. hreppst. I Sveinstaðahrepp.
Prédikanir
ætlaöar til Heljs^iflagn lestra í lieima-
liúsnm eptír Dr. P. Pjetnrsson.
Að stærð 40‘/2 örk i stóru áttablafta broti, eru til sölu hjá
útgefaranum, bókbindara E. Jónssyni á Reykjavik, og
umboðsmönnum hans, fyrir 13 niörk öbundnar, og fyrir 3
rdl. innb. í gyllt alskinn.
1 engri vísindagrein er cins auðugt hjá oss af bókum,
eins og af guðfræðisbókum til húslestra i heimahúsum, og
vér ætlum, að í engri vísindagrein getum vér hælt oss af
að eiga fruinrituð sannkölluð snilliverk nema i þeirri vis-
indagrein einni. Ekki þarf að niinna á nPassíusalmana“;
„Ví d a lins p o s til 1 a“ er og verður snildarverk, frá þeim
tíma sem hún er, og mun enn um lángan aldur verða vis-
indum vorum til sóma, og hið sama er óneitanlega að
segja um „A r n a p o s t i 11 u“, enda þótt hún hafi ekki getað
náð eins mikilli útbreiðslu og áliti incðal ahnenníngs eins
og hin. þar sem nú tvö í sjálfu sér jafnágæt verk voru
fyrir, þá mátti vera auðsætt, að ekki mundi vcra form-
andi að bjóða fiam hið þriðja af sama tagi, nema hinum
gæti'staðið jafnfætis að öllu; og mátti því máske virðast
töluvert áræði, bæði fyrir höfund og útgcfanda, að láta
út gánga þctta þriðja verkið. En vér ætluin aðþaðmegi
fullyrða um þessar prédikanir Dr. P. Pjcturssonar, að bæði
séu þær f vfsindalegu tilliti prýðilega samdar, innihaldi hrein-
ar og klárar kristilegar kenningar, og séu svo lagaðar að öllu,
að þær verði bæði geðfcldar og uppbyggilegar fyrir al-
þýðu, engu síður en hinar tvær húspostillurnar; því þær
eru auðveldar að skilja, hjartnæmar að heyra og að öllu
orðfæri Ijósar og liprar, og falla vel og auðvelt til lest-
urs fyrir alla sem nokkurn veginn eru lesandi.
Frágángurinn á útgáfu bókarinnar er allur prýðilega
vandaður yfir höfuð að tala; letrið er frítt, — alþýða vor
fer nú að smávenjast latinuletrinu svo, að cngin bók verður
óútgengilegri fyrir þá sök; — pappfrinn er sérdeilislega
góður, og prentvillur fáar sem engar aðrar en ósaknæmar
stafvillur1. þegar litið er til alls þessa, — að þetta erfrum-
ritað verk með keyptum forlagsrétti fúllu verði, og að
brotið er stórt og lcturmergðin á hverri hlaðsíðu mikil hja
þvf sem hér á bókum er almcnnast, — þá er hið ákveðna
verð á prédikunum þessum betra en á nokkurri annari nýrri
bók scm hér hefir út komið á seinni árum, og á þvi út-
gefandinn miklar þakkir skilið fyrir það, hve aðgengilega
cinnig hann hefir gcrt þessa uppbyggilegu bók fyrir allan
almennfng.
— Prísar þeir hjá lausakaupmönnunum, er getið var i
síðasta blaði staðfestast að öllu leyti, ncma á sikur; sleih-
siknr cr á 22 sk., hvítur á 22—20 sk., púðursikur á 17 sk.;
brennivin selja þeir á 16 sk. — þessa liðnu viku hefir hér
uiii Inn-nesin verið bezti afli á lóðir.
‘) Helztu prentvillurnar, sem vart herfir orðið, eru:
bls. 9511 „þá fróðir“ les: fáfróðir; bls. 28810 „En eins og
vér getum ekki efazt uin Jesú lif“ o. s. frv. les: En eins
og vér getuin ckki efazt um þetta, eins getum vér hcldur
ekki e/azt um Jesú líf o. s. frv.
Útgef. og ábyrgftarmaftur: Jón Guðmundsson.
Prentaíur í prentsmiþju Islands, hjá E. þórÖatsyuþ