Þjóðólfur - 14.06.1856, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.06.1856, Blaðsíða 1
þJÓÐÓLFDR 1856. Sendur kaupendum UoStnaðailaust; verð: árg., 18 ark. 1 rd.; hvcrt einstakt nr. 8 sk.; sölulaun 8. hver. H. ár. 14. jújií. 24. Forsetahosníllg• í Ilúss- ogBú- stj órnarf élagi Suíiuramtsins, í stal stofn- unarmanns félagsins og forseta þess, konferenzráls Þóröar sál., Sveinbjarnarsonar liggur nú fyrir á hinum lögtekna félagsfundi liér í Revkjavík, laug- ardaginn 5. dag næstkomandi júlí mánalar, eptir 10. gr. félagslaganna. Vér höfum áírnr út af ýmsum tilefnum, vakil athygli lesenda vorra al þessu félagi og hinu marga og verulega er þab bæbi hefir áorkab og megnar og mun framvegis áorka til ab efla jarbrækt, bún- ab og atvinnuvegi hér í suburumdæminu, ef þab skortir ekki of mjög til þess áhuga og abstob amts- búa, og ef því gæti aubnazt sá forseti sem bæbi vildi af alúb og áhuga efla félagib, og stybja ab tilgángi þess og framkvæmdum, og væri fær um og.hefbi tök á ab gjöra þab. Þab er fornt -og nýtt sannmæli, ab vibgángur og framkvæmdir hvers fé- lags sem er, er ab miklu eba öllu leyti komnar undir kunnáttu, alúb og framtaksemi félagsforsetans, vinsældum hans, og því almenna áliti og trausti er félagsmenn og svo abrir bera til reglusemi hans og kostgæfni og áliuga fyrir ab félagib fullnægi köllun sinni og tilgángi sem bezt. Forseti slíks félags, sem húss- og bústjórnarfélag suburamtsins ef, hlýtur ab vera alúbar - og reglumabur, mentabur mabur og vel ab sér um allt, og þar ab auki — ef kostur væri á, — bæbi vel kunnugur sveitalífi voru, búnabarháttum og atvinnuvegum, og reyndur bú- mabur sjálfur. Þab segir sig samt sjálft, ab félagsforsetinn hlýtur ab vera búsettur hér í Reykjavík eins og hinir bábir embættismenn félagsstjórnarinnar (skrif- ari og gjaldkeri félagsins), og af því svo er, þá er hér ab vísu ekki um svo mörg forsetaefni ab velja, né neina þá, er allflestir félagsmenn þekki ekki gób deili á, og hirbum vér því ekki ab stínga nú upp á neinum, einum né íleirum, fram yfir abra. En vér skorum á alla félagsmenn, ab þeir yfir- vegi og ræbi þetta mikilvæga málefni vandlega, bæbi heima í hérubuin og á hinum næsta þíng- vallafundi, og fjölmenni síban félagsfundinn hér í Reykjavík, laugardaginn 5. júlí næsta, sem mest ab verba má, til þess ab sá maburinn gætí fengib flest atkvæbi til félagsforseta er flestir hafa bezt traust á til þess. Enn fremur leyfum vér oss ab skora á abal- forseta félagsins, amtmanninn yfir suburamtinu sem nú er (félagslögin 9. gr.), ab hann auglýsi í þessu blabi, næsta laugardag, bæbi stundogstab fé- lagsfundarins hér í Reykjavík, 5. júlí þ. árs. — 9. þ. mán. kom hér enskt gufuskip er nefn- ist „Coquette“ meb 80 hermanna; foríngi þess skips heitir Rislt, en ebalmabur einn, af hinni göfugustu ætt, úngur ab aldri, er í förinni, Berkley ab nafni. Skip þetta fer í erindum drotníngarinnar á Bret- landi, og eru abalerindin þau, ab rannsaka og kom- ast fyrir óskunda þann er brezkir fiskimenn ebur hvalfángarar gjörbu hér um árib landsmönnum aust- ur í Suburmúlasýslu, (þab mun hafa verib 1853), og bæta fyrir ef sakir finnast til; eptir því sem vér fremst vitum, var óskundi sá fólginn í ránskap á fénabi og fiski, o. fl., og báru ýfirvöldin þar eystra sig upp undan þessu vib dönsku stjórnina, en hún aptur vib Bretastjórn. 8 fyrirmennirnir á skipi þessu ferbast nú, ábur enþeir leggja héban austur, til Krísivíkur og Geysis. — Meb þessari ferb frétt- ist, ab hinn frakkneski prinz Jerome Napoleon, leggi ekki af stab híngab frá Parísarborg, fyr en eptir 16. þ. mán., því þann dag á hin kirkjulega skírn keisárasonarins ab fara fram, — hitt, sem fyr er getib, ab sveinninn væri skírbur daginn sem hann fæddist, var ekki nema einskonar skemri-skírn. þar eb nú prinzinn á ab koma vib, í híngab leib- inni, á 2 eba 3 stöbum í Skotlandi, þá þykir rába ab líkindum, ab hann muni ekki komast híngab fyr en öndvcrblega í næsta mánubi. — 12. þ. m. kom hér brezkur kaupinabur, Raiþh Dauson frá Liver- pool, meb 2 félögum. og ætla þeir til Geysis. »Þ,jóðólfnrK. þetta er 24. númerib hins 8. árgángs „Þjób- ólfs", — auk heillar arkar er kaupendur hafa fcngib ókeypis, — af þeim 36 er blab þetta hefir fært í hverj- um árgángi, og vil eg því mega mælast til, ab allir — 101 -

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.