Þjóðólfur - 10.12.1862, Blaðsíða 4
líðirnar aumari og arðminni en voru, og leggja
menn þó að mun meir í kostnað til útvegs vönd-
unar, og sýna víst fullkominn dugnað á við þá fyrri.
En flskrinn heflr rneð árunum breytt gaungum, og
sýnist æ meir og meir að fráfælast innfjarða-
gaungur. Hér eru nú að nokkru skiptar meiníngar
um, hvað þessu valdi; sumir kenna neta- stöppu
vestr í sjó snemma vertíðar; en á því er eg ekki,
því mér getr ei skilizt að flskr hamlist afferðsinni,
fyrir 4Va al. djúpar neta-slæður á sjávarbotni hing-
að og þángað með með mörgum hliðum á milli
á 23. faðma djúpi, einkum þar fiskr um nokkurn-
part dimmu, eðr nætr, er ofar í sjó, helzt í gaungu
og þá á sveymi fram og aptr; heldr hygg eg að
hin fyrtsa og fremsta orsökin sé agn- og útburðar-
leysið í sjónum, það veldr öllu fiskileysit Ilvað
gerðu ekki forfeðr vorir? þeir bjuggu sér sumir
til kláfa eðr grindr, hvarí þeir létu allskonar ýldu,
svo sem hestskrokka, gamlan grút m. fl., söktu
niðr á viss mið, hvar þeim þá brcíst varla björg.
|>eir þínglýstu þessum miðum, og var sá víttr er þar
veiði nam án agnseiganda vilja. Hvað gerðu þeir
og með hrognin o. fl.? mcst eðr mikið var flutt
til sjávar og út á miðin, til þess að það yrði fisk-
inum að agni og æti. Hjá öðrum þjóðum er og
allskonar fæða færð hverskyns fiski önnur og meiri
en agnið á sjálfum aunglinum, eðr annað en netið
tómt, já þeir kaupa dýrum dómum hrognin héðan
til að hæna að sér með smásíldina og halda lienni
inná fjörðum. Skiljanlegt er með fiskinn, eins og
hverja aðra lifandi skepnu á landi, að þar sem
hann finnr fæðu, enda iísu, egnist hann að, cnda
má segja ár eptir ár, því líklegt er, að sömu fiski-
flokkar sæki á sama svæði, líkt og sem menn með
vissu vita um lax í úm með fleiri dæmum, þegar
vér nú líka allir sjáum og vitum, að Frakkar mcð
nokkur hundruð skipa umkríngja oss, fiska mikið og
slægja allan þann fisk út í sjó aptr, einúngis halda
bol og lifr, þámuniþetta mikla agn fækka heldrcn
fjölga fiskigaungum að landinu, en einkum til inn-
fjarðanna. Hitt annað, er líka mikið fælir fiskinn, er
friðleysið; það nefni eg, þegar fiskr á grunn geng-
inn hvergi hefir værð né viðnám, vegna neta, stjóra-
kasts ogsökku, nótt og dag, einkum um það leyti,
sem fiskrinn legst og gýtr; áðr vitum vér, var frið-
helgt Vogastapahraun fyrir öllum netum, og fram-
anaf vertíð fyrir færum, og, sem áðr getið, hvaða
gullkista var þetta friðaða hraun seinni part ver-
tíðar með færi, eðr aungla fiskjríi?
Ráð við þessu tvennu fyrsagða virðist mér
vera, strax með byrjun næstu vertíðar að sjá svo
um, að hvert skip eðr bátr, sem til fiskiveiða fer,
(enda fyr en hin vanalega vetrarvertíð bvrjar, og
smáfiskr gefst), flyti með sér að helfíng slor sitt
úr fiskinum (um hrognin er ekki að tala, þau eru
orðin ofdýr vörutegund til þess) framá hin grynnri
straum- og vog-minni fiskimið. Einkum er slorið
gott, eðr hvert annað agn, ef það er úldið, á hin-
um, sem áðr getið, grynnri og betri fiskimiðum,
endaþótt fiskr í byrjnn vertíðar væri ekki á þau
geingin. Útlendir inntökumenn ætti heldr ekki að
vera undanskyldir þessari reglu, því líklegt er að
lóðar- og húsráðendr geti gertþeim þetta lítilræði
í augnamiði almenníngsheilla, að skyldu sem heima-
mönnum. Varla trúi eg að nokkr sé, sem fari að
telja eptir slorið hálft frá áburði og sumir eldivið,
þvi her er miliið í veði á móti, sem aptra ætti
þvílíkum nánasarskap; liirðum við þarann og allan
reka betr en áðr, og herum á túnið, í stað slors-
ins; það væri og sönn landhreinsun í sumum verum,
að enda alt slorið væri flutt út á sjó aptr, heldren
að láta það úldna og ódaunast í landi, og verðr
það víst engum að vlmgrösum og þó allrasízt til
heilnæmis. Nú má máske gjöra ráð fyrir, að ein-
hver innan Faxafjarðar o. s. frv. segi: »þegar þið
nú, hvar fiskrinn gengr fyr, berið þannig út og
egnið fisk að ykkr, mun hann lijá ykkr staðar nema,
en eigi innar gánga til okkar«. f>að getr nú verið
að fiskr staðnæmist nokkuð lengr fyrir þetta á hin-
um ytri eðr syðri fiskimiðum, en eptir náttúrueðli
sinu mun hann norðr og inn með halda, eptir
sem áðr, á sínum tíma, og þá á agnið hjá ykkr
að gjöra sömu not.
Til friðunar fiskinum virðist mér gott ráð, að
hinir greindu og reyndu menn í íiskiverunum veldi
nokkurt svæði, þar sem mcnn vita að ójöfnur eðr
hraun eru í sjávarbotni, sem friðhelg væri gjör fyrir
netalögnum og öðrum fiskibrellum, stjóraköstum
og usla, framá seinni hluta vertíðar, eðr þángað til
menn álíta, að fiskr sé búinn að gjóta, og hann,
sem sagt er, gefr sig upp. Tii þessa mundi Voga-
hraun verða, enn sem fyrri, hið helzta oghentasta
svæði hér syðra. f>á ætti þessleiðis svæði að af-
marka með glöggum merkjum eðr einkennum, og
friðlýsa þeim síðan, og tilsjónarmenn vera settir,
sem eptirlit hefði með að þessu væri hlýtt, og
væri vonandi, að færri væri, er hefði þann ó-
mennskuvilja, að brjóta á móti þeirri friðlýsíngu
og spiila svo þar með verulegu gagni og hagsmun-
um alls almenníngs.
Um þessi 2 atriði hefi eg að sinnj. j>að sagt,
er mér sýnist bezt, og vona eg fyllilega að eitt-