Þjóðólfur - 10.11.1864, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.11.1864, Blaðsíða 3
»palladóma«, og væri betr, að úrskurðr meiri hlutans ætti eigi fleiri og verri palldómaeinkennin til brunns að bera, heldren athugasendar vorar um þetta mál, bæði þessar og hinar fyrri. Og hvað sem um þær er að segja að rök- semdaleiðslunni til og ástæðum, ef þær eru veilar eða skakkar, þá bytnar það á oss en eigi meiri hlutanum, — þá þurfum vér samt eigi að fegra þær með augljósri lýgi né að pipra þær með hel- berum ósannindum eins og meiri hlutinn gjörir þarna í afbötunum sínum. Lesi hver, sem lesa vill, greinina um þetta mál í blaði voru 12.f.mán., engi skal geta fundið né sagt, að höf. háfl verið »æfr« eða »bálreiðr«, hvorki hjörstjóranum, — á hann er ekki hallað né honum valið eitt né neitt óþægðarorð á neinn veg, og til þess var eigi heldr nein ástæða, eptir vorri skoðun á málinu, — né heldr 1ijósendunum; — vér höfum hvorki reiðzt þeim né »heimskað þá« með einu orði fyrir það, að þeir kusu Jacobsen, og tóku hann fram yflr Balldór Friðriksson, fyrst að meiri hlutinn \ildi »ekki meinaþeim það«. þóað nokkrir kjósendrnir hafl kannske liaft fremr horn í síðu Ilalldóri og verið búnir að ráða það við sig að kjósa hann ekki, þá ætlum vér að fæstir þeirra, er Sveinbjörn kusu, hafl verið sannforrðir um þíngmanns ágæti hans eða þekt hann að því, fyren hafi það orðið svo sem % stundu áðren menn gengu hér á kjörþíng ; og það mun- mega fullyrða, að yfirborð kjósenda hans hafi verið í mesta vafa og óvissu um það, allt til hinnar síðustu stundar, hvort þeim yrði það ámælis- og minkunarlaust að gefa honum atkvæði, heldr hafl rætzt á þeim það, sem segir í »Skipa- fregn :« „Skorta tekr skilnínginn, þeir skrafa í hljóíii“. J>að er heldr ekki tiltökumál, þóað óvaldir almúga- menn væri í töluverðum vafa um þíngmannskosli Jacobsens og þíngseturétt hans, þarsem sjálfir þeir 2 hérrar í meira lilutanum, — og »þeir vita þó hvað þeir sýngja«, mennirnir þeir,— álitu Jacob- sen svo fráleitan, að hvorugr þeirra, hvorki Jón Ijetursson né Fáll Melsteð gáfu lionum atkvæði s‘tt; 0g svo var um alla aðra embættismenn og visindamenn hér í staðnum, sem atkvæðisrétt höfðu, nema eina 4 (Bjarni rector, Dr. Hjaltalín, Jón |>or- kelsson skólakennari og sjálfsagt flutníngsmaðrinn P. Guðjohnscn); eins var um alla hina mikilhæfari kaupmenn; — allir þessir gáfu Halldóri alkvæði sín en ekki Jacobsen. En um þetta er ekkert að tala; — eptir gildandi lögum eru þeirtaldir en ekki valdir sem atkvæðum ráða; höfðatalan ræðr, og að þessu leyti er ekkert að ræða um kosníngu Jacobsens, hvernig sem hann gefst, ef að hann að eins væri kjörgengr, og ef Alþíng metr hann góðan og gild- an, að kjörgenginu til og þeim lögákveðnum hæfi- legleikum sem til þess útheimtast af hverju þíng- mannsefni sem er, þegar kosningin fer fram. [>á segir meiri hiutinn, að vér séim bálreiðir sjálfum þeim; á hverju byggja þeir þær gersakir? ætli þeim sé ekki nær að meta þessar athugasemdir vorar eptir spakmælinu: »sá er vinr er til vamms segii'o, og þeir hafa þó »játað fúslega«, að þeim hafi tekizt »óheppilega« allar þessar kjör- stjórnar aðgjörðir sínar, og er það sannarlega ekki ofsögum sagt. En sízt þurfti meiri hlutinn að hafa fyrir því, að upplýsa oss eðr aðra um það, að liinn síðasti úrskurðr þessa máls líggr undir Al- þíng, og, að ritstjóri þessa blaðs, ef hann yrði á þíngi, og svo aðrir þíngmenn, gæti þar komið með ástæður sínar á móti þíngsetu Jacobsens; sá úrskurðr þíngsins, hvernig sem stefnir, verðrvarla sniðinn eptir úrskurðarnefnu meira hlutans; en þó að mál þetta liggi undir síðustu aðgjörðir Alþíng- is, þá er blöðunum allt að einu heimilt og eins skylt fyrir það að hreifa því, og upplýsa það sern bezt, og að halda úrskurði meira hlutans upp við birtuna; því hvernig sem ræðzt, þá mun hann jafnan verða álitinn svo einstaklegr og það af- brigði, að hann verðr uppi í annálum vorum og sögum um ókomnar aldir. (A^sent). Mjög er gjört orð á því, að bæarbragr í Reykja- vík sé orðinn verri nú, en hann var fyrir nokkr- um árum. Segja menn, að í vöxt fari manna á meðal tortryggni, ósamlyndi, úlfúð, hallmæli, hatr og öfund. Segja sumir þetta út í bláinn og færa ekkert til sins máls; ferst þeim á einn veg og náttuglunni, er kvað sólina birtu rninni en túnglið, þótt eigi gæti hún horft í sólina fyrir birtu. Aðrir færa þau rök til, að aldrei sé almennar samkom- ur meðal bæarbúa hvorki til gagns né gamans, að því undanteknu að menn koma saman í kirkjunni, og þó þykir sú samkoma eigi sótt sem skyldi. Segja þeir enn fremr, að valla muni þess dæmi finnast jafnvel milli villiþjóða, að eigi sé við og við samkomur, þar sem nokkur höfða tala er; því síðr sé nokkurt það þorp í hinum menntaða heimi, að eigi komi menn saman til gleðifunda við og við; sé þeir nytsamir bæði til hressingar eptir and- legan og líkamlegan starfa og eigi síðr til þess að tengja saman hugi þeirra, er í einu félagi eiga

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.