Þjóðólfur - 11.01.1865, Síða 2
minna, því undir þeirra merkjum og fyrir atkvæði
þeirra og traust á mér hóf eg þau á hinu fyrsta
Alþíngi 1845 og hefl unnið að þeim um næstliðin
20 ár. Eg votta yðr því, heiðruðu Yestr-Skapt-
fellingar, innilegar þakkir fyrir það er þér hélduð
enn fastri trygð yðar við mig, en jafnframt finst
mér tilefni til að yfirlýsa fyrir yðr því áliti mínu,
að yðr hafi tekizt það bæði heppilega og hyggi-
lega, að kjósa yðr varapíngmann að þessu sinni;
eg þekki herra Ólaf hreppstjóra Pálsson frá blautu
barnsbeini, og mun haun jafnan reynast hinn
heiðvirðasti og nýtasti drengr, hvar sem hann
kemr fram og í hverju sem er.
En þarsem nú eru 12 ár liðiu síðan eg kom
síðast austr til yðar, og margt heflr breyzt síð-
an bæði víðsvegar um land' allt og einnig sjálf-
sagt í þessu kjördæmi mínu, en þér hafið síð-
an sæmt mig tvívegis rneð þíngmanns kosníngu
og þetta hið þriðja sinn, þá var mér það
næsta hugleikið að sækja yðr heim á næst-
liðnu haustí, um leið og eg byði mig nú fram af
nýu hjá yðr. Eg áleit það eigi að eins kurteisis
og þakklátsemis skyldu mína heldr einnig nauðsyn-
legt bæði yðr og sjálfum mér, og skrifaði eg á
þessa leið þegar í vor fieirum en einum kunníngja
mínum þar eystra, herra sýslumanni yðar og fleir-
um, en batt það því skilyrði sem sjálfsagt var, að
kjörþíngið yrði svo tímanlega, að mér gæti orðið
auðið að leggja í svo lánga ferð án sérstaklegra
erfiðleika, lilkostnaðar og tímaspíllis, sakir illviðra
og annars farartálma er seinni partr haustsins og
vetrnætrnar hafa einatt í för með sér. En nú var
það hvorttveggja, að eg fékk eigi neina vissa frétt
af kjörþíngsdeginum hjá yðr, þó að lausafréttir
segði hér um haustlestir eðr byrjun Októbers, að
það mundi verða um dagana 18—24 s. mán.,
enda hefði eg ekki treyst mér til að takast ferð á
hendr héðan austr yfir Iíúðafljót um þann tíma árs
svo bagaðr sem eg er og óvanr orðinn lángferðum,
þegar svona var orðin allra veðra von og ýmislegs
farartálma, og þá með margfalt meiri kostnaði og
lengri tíma (en hann rná eg sízt missa), heldren
sú ferð mundi krefjast í Ágúst eðr Septbr. mán.
í>ví væriþað ekki allskostar réttlátt né sanngjarnt ef
svo væri sem fregnir hafa borizt mér, að nokkrir
hinir merkari menn þarí héraðinu hafi fremr hallað á
migfyrir þetta, ogtalið tvímæli á, hvort gjöranda væri
að gefa mér þíngmanns atkvæði nú af nýu, er eg
eigi virti þetta forna kjördæmi mitt og kjósendr
mína svo mikils, að eg gæfi þeim kost á að tala
við mig þar innan héraðs og eiga með sér fundi,
að mér nærstöddum, til þess að ræða og leggja
niðr með oss þau mál, er þér vildið fela mér til
ílutníngs á þíngi o. fl. það var eins og eg fyr
sagði, eg hafði bæði ráðgjört í bréfum til sumra
yðar og líka staðráðið, að ferðast þángað austr til
yðar um það leyti kjörþíngið yrði, en þegar það
var bæði svona seint, ekki fyren um vetrnætr, og
eg fékk þaraðauki enga áreiðanlega undirvísun ura
kjörþíngisdaginn, þá varð mér nauðugr einn kostr
að sleppa þeirri fyrirætlan.
En úr því svona fórust fyrir samfundir vorir
í haust er leið, er eg þó hafði fastlega fyrirhug-
að, vildi eg nú vekja máls á fáeinum þeim mál-
efnum, er eg mundi hafa hreift, hefðum vér náð
fundum með oss innanhéraðs, af því mér virðist að
þau mál varði þetta kjördæmi mitt sérstaklega. Ef
yðr nú þykir þess vert, Skaptfellíngar, þá takið
þér málefni þessi til álita og umræðu heima í hér-
aði eptir því sem þér lítið á þau sjálfir, og afráðið
síðan með yðr, hvort þér vilið rita um þau bæn-
arskrár og fela mér síðan að fylgja þeim fram á
Alþíngi, eptir þvi sem eg sé mér fært. Síðar mun
eg víkja fáeínum orðum að hinum almennu lands-
málum vorum.
Fremst allra sérstaklegra Iandsmála tel eg alla
yfirvalda-ráðsmenskuna yfir jafnaðarsjóðunum eins
og henni er nú komið, og liún hefir komið fram
um næstumliðin 9—10 ár. Eg kalla þetta »ráðs-
mensltu« en ekki »stjórn«, því það eina má »stjórn«
heita í hverju efni sem er, ef yflrráðin koma fram
eptir ákveðnum reglum og eindregnum lagaákvörð-
unum, eða þá eptir skýlausum grundvallarreglum
gildandi laga. Ilitt er ráðsmenska og húnþóbæðií-
skyggileg og næsta viðsjál eðastjórnleysi, efyfirráðin
fara að mestu eptiraðberandi atvikum og tilviljunum
og eptir óbundnum vilja, hugþótta eða gjörræði
þess sem yfirráðin hefir í hendl sér. Amtmenn
landsins hafa yfirráð Jafnaðarsjóðanna eða ráðs-
mensku yfir þeim að réttum lögum, en hitt verða
allir að vefengja, að þeir hafi til þess lagavald eða
lagaheimild að hækka gjaldið til sjóða þessara eins
freklega einsog gjört hefir verið árlega hin næst-
liðnu ár, svo að það hefir þessi árin verið þrefalt
og fjórfalt eða jafnvel sexfalt við það sem jafn-
aðarsjóðsgjaldið var almennast árin 1840—1852.
Ef það yrði nú sannað, að útgjöld þau cr hvíla á
jafnaðarsjóðunum að réttum lögum, hefði aukizt á
þessum síðustu árum að því skapi sem aukaút-
svarið til jafnaðarsjóðsins hefir verið hækkað, þá
væri ekkert að segja; en það er ekki, þau gjöld
standa nærfelt í stað. Gjaldstofninn er aukaút-