Þjóðólfur - 11.01.1865, Qupperneq 3
— 39
svarið til jafnaðarsjóðanna hvílir á, þ. e. hið tí-
undarbæra lausafé, hefir rýrnað talsvert, einkanlega
í snmum héruðum, einsog síðar mun sýnt, og fyrir
þetta hefði aukaútsvarið að vísu orðið að hækka
litið eitt þarsem hin lögákveðnu útgjöld stóðu í staö
eðr urðu máske fremr frekari en áðr var. En
hækkun sú á aukaútsvarinu er þannig hefði leitt
af rýrnun gjaldstofnsins, hefði fyrst og fremst ekki
getað orðið veruleg né varanleg enda væri hún
og þá lögheimil í alla staði. En þessari feyki-
legu hækkun aukaútsvarsíns eða jafnaðarsjóðsgjalds-
ins um hin síðustu ár er varið á ailan annau veg,
því hún er sprottin svo að segja eingaungu af
fj árkláðanum. Iíostnaðrinn sem af fjárkláðan-
um hefir leitt, og sem dengt hefir verið svo ó-
skiljanlega upp á jafnaðarsjóðina, formlaustoglaga-
laust, er tvennskonar, fyrst sá, sem lækningatil-
raunirnar og lækningakákið hefir haft í förmeðsér,
og í annan stað sá kostnaðrinn sem hefir gengið til
þess að halda uppi fjallvörðum (Skorradalsverðinum,
o. fl.). Eg greini svona kostnað þenna í tvent,af
því, að þó hvorutveggja sé dengt svona á Jafnað-
arsjóðina án hverskyns lagaheimildar, þá er samt
sá munrinn, að allir gjaldendr íNorðr- og austr-
amtinu eg í Yestrumdæminu hafa enga aðra vernd-
un haft til þess að verjast nýrri útbreiðslu kláð-
ans norðr og vestr, fyrir samgaungur héðan að
sunnan, þar sem kláðinn viðhelzt enn í dag, þrátt
fyrir aliar lækningatiiraunir og hínn feykilega kostn-
að, er þær hafa haft í för með sér, — Vestramts-
búar og Norðlendingar hafa enga aðra verndun
haft heldren einmitt Skorradalsvörðinn og aðra
fjallaverði sem hefir verið kostað til á hinum seinni
árum, og þess vegna hafa þeir ekki að eins sam-
þykt eptir á, að kostnaðr þessi yrði iagðráJafn-
aðarsjóðina og honum síðan jafnað niðr á amts-
húana ásamt með öðru jafnaðarsjóðsgjaldi, heldr
hafa þeír og beðið háyfirvöld sín, svona hvort
árið eptir annað, að halda uppi vörðum þessum
að þeirra leyti. f*að er því þegar mikil bót í máli
og eigi óveruleg réttlæting fyrir háyfirvöldin norð-
anlands og vestan, að niðrjöfnun varðkostnaðarins
er sumpart bygð á almennri ósk og tiimælum
gjaldþegnanna sjálfra, og sumjiart á almennri nauð-
syn, en sumpart hefir hún helgazt af almennu
samþykki gjaldþegnanna eplir á.
Aptr á kostnaðrinn sem gengið hefir til lækn-
ingakáksins hér sunnanfjalls, nú á 10 ar samtals,
ekki að styðjast við neitt af þessu, livorki við til-
mæli eða yfirlýstan vilja eða samþykki gjaldþegn-
anna yfir höfuð að tala, né við það, að þær sé
eindregið nauðsynja og vandræða úrræði til bráða-
byrgðar, eins og verðirnir, né heldr við lagaheim-
ild, né við grundvallarreglur laganna yfir höfuð,
né við yfirlýstan vilja .löggjafans, hvorki í fjárkláða-
málinu sjálfu hér áíslandi né heldrílöggjöf nýrritíma
í Danmörku um næma fjársjúkdóma og til þess að
afstýra útbreiðslu þeirra og uppræta þá. Um þetta
má lesa lagaboðið (op. br.) 3.Apr. 1844, umþað,
hvernig varna skuli útbreiðslu fjárkláðans í Dan-
mörku. Stjórn konúngsins hefir að vísu viljað
fram fylgja kláðalækningum hér á landi, að minsta
kosti vildi hún það með fyrsta, en kostnaðinn til
þess veitti löggjafarvaldið í Danmörku úr ríkis-
sjóðnum en lagði það ekki á jafnaðarsjóði vora,
eða sagði, að það skyldi vera skyndilán til þeirra
og endrgjaldast þaðan aptr ríkissjóðnum. I stjórn-
arfrumvarpi því, sem lagt var fyrir Alþing 1863,
lýsir og löggjafinn því yfir, að eigendr hins sýkta og
grunaðafjár skuli greiða allan skoðunar- og lækninga-
kostnað yfir höfuð að tala, er það og alveg sam-
kvæmt grundvallarreglunni í op. br. 3. Apr. 1844,
og félst Alþing að sínu leyti á þessa ákvörðun í
sljórnarfrumvarpinu í einu ldjóði og án þess að
nein mótmæli kæmi fram gegn henni frá konúngs-
fulltrúanum.1
þarsem nú öllum eða mest öllum læknínga.
kostnaðinum hér sunnanfjalls hefir allt um það
verið dembt á jafnaðarsjóðinn, bœði fyrir 1859,
þegar löggjafarvaldið í Danmörku veitti 40,000 rd.
til þess úr ríkissjóði, og aptr eptir 1860, þegar
liætt var við að verja, 10—13,000rd. eptirstöðv-
um af fe þessu, og þessum læknínga kostnaði
síðan jafnað niðr á alla amtsbúa, ásamt öðru jafn-
aðarsjóðs gjaldi, sem lögheimilað er, og auk varð-
kostnaðarins að því leyti Suðramtinu getr borið
til móts við hin ömtin, þá má öllum suðramtsbú-
um virðast sú yfirvaldsráðstöfun eins liæpin og
heimildarlítil, eins og hún er þeim og verðr all-
þúngbær og tilfinnanleg um mörg ókomin ár.
Iíostnaðrinn til sjálfra læknínganna hér í Suðr-
amtinu, að því leyti hann hefir verið látinn lenda
á Jafnaðarsjóðnum, og að frá töldum þeim 40,000
1) pab þykir máske nokkurt vafamál, hvort yflrvöld og
þegnar sebundiiir vií) yflrlýstan viija löggjafans í lagafrum-
varpi, sem lagt er fyrir þing þjóbfulltrúanna til álita og
samþykkis; en samt mun sú yflrlýsing löggjafans bafa svo
mikla þýílingu, eptir almennu áliti lögfróþra manna, ab bafl
hún mótmælaiaust og vefengingarlaust náí) samþkki full-
trúaþingsins óbreytt, þá geti yflrvöldum koniíngsius eigi verib
þab ábyrgtjarlaust, ab skipa þafe fyrir ebn gjöra þær rábstaf-
anir sem fara í gagnstæ%a átt, þó aí> sú biu sama yflriýsing
se ekki orUin beinlínis ab lögum.