Þjóðólfur - 25.03.1865, Side 3
hvar af einn se nefndr af, stjórninni en 2 af Al-
tíngi, til þess að standa fyrir og ráðstafa lógun-
'Qni.
3. Að öllum kostnaðinum, sem leiðir af fjár-
skiptunurn og lóguninni, verði jafnað niðr á öll
^usafjárhundruð í öllu landinu og hann borgaðr
lír jafnaðarsjóðum allra amtanna.
4. Að lagt verði fyrir Alþíngi að sumri frum-
varp til lagaboðs um þetta efni, er eptir fyrirfram
íengnum konúngsúrskurði, öðlist strax lagakrapt
til bráðabyrgða, þá Alþíng er búið að fjalla um
það, annaðhvort fyrir tilhlutun konúngsfnlltrúa, eða
þó heldr fyrir tilhlutun alþíngisforsetans, unz sam-
þykki konúngs getr fengizt.
það kvað vera tekið fram í bænarskrám þess-
Um, að það sé hvorttveggja, að téðar uppástúngur
sé hinum sjúku og grunuðu sveitum svo í hag
sem framast megi verða, enda geti kostnaðrinn,
sem þær hafa í för með sér, — þó að hann yrði
alls 10—12000 dala í allra mesta lagi, — ekki
orðið tilfinnanlegr, efaðhonum verði jafnað svona
Hiðr á öll lausafjárhundruð í landinu, og að í ann-
an stað sé nú orðin sú fjárfjölgun í öllum heil-
hrigðu sýslunum og fjárfjölgunarvon eptir þenna
vetr, að 7—8 sýslurnar hinar næstu við kláða-
svæðið, muni það að engu, þóað hver sýsla fyrir
sig léti eptir réttri tiltölu af hendi að hausti við
sjúku héruðin hér syðra, heilbrigt fé, við sann-
gjörnu verði, og í stað alls hins sjúka og grunaða
fjár sem lógað yrði. Til dæmis og sönnunar um
þettaerossskrifað, (og sjáum vér þó eigi afþvíbréfi
glögglega, hvort ástæða sú hafi veriö tekin fram
i bænarskránum til stjórnarinnar eðr ekki), að í
fardögum 1864 hafi verið í Húnavatnssýslu einni
65000 fjár, og líti út fyrir að fjölgi eigi lítið á
ýfirstandandi vetri til næslu vordaga, og sé því
auðsætt, að ekkert sjái á Húnvetníngum, þóað
þeir einir léti af hendi 2000 fjár að hausti, eðr
Sem næst 35. hverja kind, við sanngjörnu verði,
f'f hinna sjúku og grunuðu héraða hér syðra, í
^arðið fyrir það sem þar yrði þá lógað, og svo
rnuUdi verða um flestar eðr allar aðrar hinar heil-
^r*Sðu nærsýslur.
þetta er nú, eptir.því sem oss er skrifað,
aðalinntakið úr áskorunum þeim eðr bænarskrám
úr Norðrlandi, er amtmaðr þeirra hefir stutt, o,g
nu skulu gánga til stjórnarinnar í Danmörku með
næstu póstskipsferð héðan. það er mælt, að bæn-
arskrár Skagfirðínga og þíngeyínga hafi farið eða
fari í líka útt um aðalefnið, en vikið frá, þar sem
umkostnaðinn ræðir, því hann vildu þeir látalenda
á eigendum kláðafjárins, annaðhvort að hálfu eðr
jafnvel öllu leyti, en Húnvetníngum og Eyfirðíng-
um hafði ekki þókt það ná neinni átt, því eigendr
kláðafjárins mundu eigi geta einir risið undir slík-
um kostnaði með neinu móti, þar sem hann yrði
þó lítt tilfinnanlegr eðr alls ekki, ef honum væri
jafnað niðr á öll lausafjárhundruðin í landinu; kvað
og amtmaðrinn hafa eindregið stutt þessa skoðun
við stjórnina, en eigi hina uppástúnguna úr Skaga-
fjarðar- og þíngeyarsýslu.
þeir norðlíngar og amtmaðr þeirra kvað og
fara því fram við stjórnina eða sjálfsagt við stipt-
amtmann, að öflugr fjallvörðr verði settr þegar að
vori komanda úr Botnsvogum (eðr eystri enda
Skorradalsvatns) og norðr til Iíaldadals, eðr sjálf-
sagt í þíngvallavatn (— líklega milli Skálabrekku
og Kárastaða), líkt og gjört hefir verið undanfarin
sumur, til þess að varna framrás kláðans austrog
norðr á bóginn. Varla mun amtmaðr vor Sunn-
lendínga skorast undan hluttöku í verði þessum
fyrir hönd suðramtsins og að þessu leyti eptir til-
tölu við hin ömtin, og er þar, að oss virðist, á
þrent að líta fyrir stiptamtmanni; fyrst það, að nú
er engu minni nauðsyn á þessleiðis verði heldren
undanfarin ár; því ráðstafanir suðramtsins fyr og
síðar á þessum vetri til þess að lækna kláðann
víðs vegar um Gullbríngusýslu, Mosfellssveit og
Ölfus, sýna það bezt og sanna, að sveitir þessar
eru sjúkar og grunaðar enn í dag. Skýrslur þær
er stiptamtmanni er skipað að út gefa og auglýsa
í blöðunum (lögst.br. 13. Sept. 1862) hafa heldr ekki
borið til baka hvorki kláðasögurnar, er blöðin hafa
fært smámsaman, né heldr leitt þaðí ljós, að téðar
ráðstafanir suðramtsins í vetr hafi verið óþarfar og
ófyrirsynju. I annan stað, mun amtmaðr voreigi
geta látið ótekið til greina, að með verði uppúr
Botnsvogum fær gjörvöll Borgarfjarðarsýsla jafn-
framt trygga vörn og verndan fyrir fjársamgaung-
um héðan að sunnan, en þar mun nú kominn upp
allmikill fjárstofn og blómlegr, er má ugglaust telja
alheilan. í þríðja lagi virðist það einnig mega
ráða úrslitum í máli þessu, svo framt að stiptamt-
maðr væri enn í nokkrum vafa um, hvort honum
bæri að styrkja nú til varðarins að sínu leyti, að
það mun óhikaðr vili og sannfæríng gjaldendanna
til jafnaðarsjóðsins hér í amti, að svo verði gjört,
og að amtmaðr vor megi ekki skerast þar úr sam-
tökum við hin ömtin.
pví hvernlg sein á er titiíi, og hversu sem menn hefir
ágreint og á greinir niáske enn, um lækníngarnar, um árángr
þeirra og ábrigílulleika, þá megum ver alltr at) vísu vera sáttir