Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 1
»9. ár. Reylýavik, 25. Apríl 1S65. 23-S4. — Pi5stskipi<5 Arcturus hafnaíii sig um sítjir 22. þ. mán. W. 10 f. m., og hafJi ekki komizt frá Khiifn fyren 7. þ.mán. vegna lagnaþarísa. Met) því komu kaupmennirnir: Guþm. Lambertsen, meí) konu sinni og syni, 0. P. Móller og konsul M. Srnith. Jiaí) hafíii aí> færa aJlskorrar vöru til ýmsrakaup- tnanna vorra. — |>etta póstskip færði í bréfum og munnleg- um fréttum fregn um það, að þegar skipið fór, hali verið lángt komið að veita stiptamtsembættið hér á landi Iljálmari Finsen, jústizráði, erfyr var liéraðsfógeti á Als. Ilann er íslenzkr að föð- urætt, eins og margir vita, og er bræðrúngr við Vilhjálm Finsen, sem hér var landfógeti og bý- fógeti í Reykjavík. — Iléraðslæknisembættið í nyrðra læknisuindæmi Yestramtsins var veitt G. Febrúar þ. á. kand. Þorvalcli Jónssyni úrReykja- vík, sem þar hefir verið settr; og Barðastrandar- sýsla, s. d. kand. júr. Gunnlögi Blöndal. — Hvalaveiðamennirnir frá Nýu-JÓrvík í Banda- fylkjunum í Veslrheimi Thómas W. Boys og G. A. Lilliendahl, sem liafa rekið hvalaveiðar hér um höfm fyrir norðan Múlasýslurnar tvö næstl. sumur á Barkskipinu »Reindeer«, hafa nú fengið veittan aðsetrsrétt á íslandi, með leyfi til að kanpa jarðir o.s. frv., með bréfi lögstjórnarinnar 2i.Novbr. f. á. — Algjörr friðr er á kominn milli Dana- konúngs annarsvegar, og hinsvegar, hinna þýzku stórvelda: Austrríkiskeisara og l’rússakonúngs. Friðarsamníngrinn var leiddr til lykta og undir- skrifaðr í Wínarborg 16. Nóvbr. 1864, og eru helztu atriði hans þessi: 1. Danakonúngr afsalaði sér öllum réttindum sínum til hertegadæmanna Slésvíkr, Holsetalands, °g Láenborgar þcim til hr.nda: keisaranum í Austr- r'ki og konúnginum í Prússlandi, og skuldbindr SlS til, að viðrkenna þær ráðstafanir, er þeirgjöra 'iðvíkjandi hertogadæmum þessum. 2- Danir skildu skila aptr, bótalaust að öllu, öllum herteknum kaupförum, og farmi þeirra ó- skertum, hverju nafni sem nefndist. Hvorir um sig skyldi og láta lausa og skila aptr öllum herteknum mönnum er sjálfbjarga væri, en annast ltekníngu og hjúkrun hinna, er í sárum 'æSij þángað til þeir væri orðnir heilir sára sinna. — 91 4. Öliu liersátri þjóðverja í Jótlandi skyldi lokið, og þeir allir vera komnir suðryflr landa- mæri Danakonúngs áðr 3 vikur væri liðnar frá friðarsamníngnum. 5. Hertogadæmin skyldi borga þjóðverjum smámsaman allan stríðskostnaðinn. 6. Ilertogadæmin skyldi taka uppá sig af ríkis- skuldunum, ogborgaDanm. smámsaman meðvöxtum 4 aflOO, afþvísemógoldið stæði, 29 millíónir danskra ríkismyntardala, og þeir ábyrgjast Austrríkiskeisari og Prússakonúngr skilvísa greiðslu þess fjár. — Eplir fyrirlagi stiptamtsins, birtist hérmeð: OPIÐ BRÉF til Vorra kæru og trúu þegna íkonúngsríkinu Dan- mörk, á íslandi og Færeyum og í nýlendum Vor- um á Vestrindlandi og Grænlandi. Vér Krislján hinn Níundi, af guðs náð Dan- merkr konúngr, o. s. frv., Gjörum kunnugt: Ár það, sem nú er liðið síðan Yér komum til ríkis í Damnörk, liefir verið fullt af hinu þýngsta mótlæti fyrir Oss og yðr. Pegar frá upphafi stríðsins hlutu menn að vera vonlausir um heppileg afdrif þess, nema liðveizla annara ríkja vægi upp á móti ofreili því, er mótstöðumenn Vorir höfðu bæði að mannfjölda og herbíinaði. Slíka liðveizlu Iilutuin Yér eigi, og þegar svo var ástatt hefði framhald stríðsins einúngis orðið til þess að spilla högum landsins um ókominn tíma, ef það eigi hefði gjört útaf við það með öllu. Pað var eigi skortr á fúsunr vilja til að leggja enn meira í sölurnar fyrir föðurlandið, sem knúði til friðarins ? en þér funduð með Oss til ábyrgð- ar þeirrar, er kynslóð sú, sem nú er uppi, hefir gagnvart eptirkomendunum. I’annig varð það Vort þúnga hlutskipti að semja frið, er gjörir að engu hinar gleðiríku

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.