Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 3
stjórnarinnar um málið, eptir það bæði þessi stjórnar- ráð hafa verið að bræða það og skrifast á um það nú hátt á 3 ár, síðan nefndin lauk við það, og mun næsta blað færa skýrslu þessa á íslenzku. ÚTLENDAR FRÉTTIR. I. Úr brefi frá Kaupmh. ritað 5. og 30. Marz 1865. -----Eptir tilmælum yðar ætla eg að reyna að skrifa yðr eitthvert fréttarugl, en því er ver, að það verðr meir en lélegt, því að eg er gleyminn á tíðindin, og ekki næsta mikill sagnamaðr, og það verst, að eg ekkert veit um hvað fram fer hér, sem þér þó ef til vill helzt vildið vita. fað eitt veit eg, að ákaflega lángt þref hefir verið um stjórnarskipunarmál Dana; hafa setið á löggunum yfir því bæði ríkisdagr og ríkisráð enda þótt margir hafi á móti því mælt, að rikisráðið væri bært um það að dæma, þar sem það væri kosið, áðr en Slésvík var afsöluð, og kosið til að ræða um sam- eiginleg mál konúngsríkisins og Slésvíkr, en nú er Slésvík öll á burtu. Eigi að síðr þíngar ríkis- ráðið um stjórnarskipun konúngsríkisins, og verðr ekki mjög greiðfært. Eitt af því sem ákaflega lángt þref varð um, var það, hversu mikið framtal þyrfti að vera þeirra, sem kosníngarrétt liefði til landsþíngsins ; vildi stjórnin fastlega halda þvífram, að það skyldi vera að minnsta kosti 2000 dalir, en margir aðrir þar á meðal bændrnir að 1200 dalir væri nógir; stjórnin hefir sitt fram með að- fylgi þeirra sem kem kalla sig national-liberale (doctrinære-professor-parti, nefnast þeir af öðrum). I>etta með öðru hefir gjört það að bændavinirnir, sern annars eru frjálslyndir, eru alls ekki svo ör- uggir til liðveizlu móti stjórninni, sem þessi svo nefndi frelsisflokkr prófessora og blaðamanna mundu kjósa. Sást það meðal annars á því að um daginn fyrir rúmum mánuði varaði J. A. Llan- sen sína fylgjara við því að láta ginna sig af glæsi- legu nafni, sem prófessorarnir gæfi félagi, sem sem þeir voru þá að koma á legg; félagið hét dansk folkeforening, og átti að ýngja upp aptrfé- lag það, sem stofnað var í fyrra í JVIarzmánuði og hét Marzforeningen; hún hafði nú engu afkastað, e,i þessi nýa verðr að öllum líkindum fjölmenn- ar*j hvort sem hún áorkar meira; liún ætlar sér sporna við því að Ágústfélagið gjöri nokkurn skaða; en ekki hefir hún enn gjört annað, en halda einn fund; þar hélt prófessor II. N. Clau- sen ræðu, sem mestmegnis var um það, að lýsa »reactioninni« með lit og auðkennum. Mótstöðu- menn Clausens álíta, að eins og allt sem frá hon- um kæmi, sé þetta kver hans fullt af þótta þemb- íngi, allt afsakanlegt af hendi hans félaga, en hraklegt allt, sem hinir hafa á móti að mæla. 30. d. Marzm. Eg rauk til um daginn og fór að skrifa, en það var of snemt, ísinn var ekki á því að fara úr sundinu; hann er reyndar ekki líklegr til þess enn, þvíað þessa vikunahefir hann einlægt öðruhvoru verið með 6° frost eða meira á nóttunni, og enn er hann á þvernorðan, svo hamíngjan má vita, hvenær batnar. Hér hefir verið mikið þref síðustu vikurnar um upptekt nokkra Heltzens ráðgjafa; hafa nú verið gjörðar fyrir- spurnir bæði í Landsþíngi og Fólksþíngi um mál það, og er altalað að allt ráðaneyti konúngs nema Ileltzen hafi sótt um lausn, af því það vili ekki sita á sama bekk og Heltzen, svo illa þykir þeim honum hafa farið. Svo er mál með vexti, að í fyrra gerðu þeir Ilall, Bille, Ploug, Klein og fleiri út mann til Parisar; hann heitir Hansen, candíd. júris, og skrifari á einhverri skrifstofu, sem liggr undir lögrétturáðgjafann. Hann átti að koma inn í frakknesk blöð greinum, sem væri Danamáli í hag, og það kvað hann hafa gjört. 3. d. Apríl. I haust sem leið fór Bille suðr til Parísar og sagði P. L. Möller, sem skrifar bréf til Flyveposten, að hann hefði eptir föngum leitazt við að kveikja sam- blástr móti stjórninni, og gjört allt til að gylla fyrir mönnum, sem hann þekkti, skandinavismus. Skömmu eptir að Bille var kominn heim, skrifaði og Heltzen ráðgjafi Ilansen að koma heim, hann ætti víst ekkert vant við að vinna þar suðrfrá. Ilansen beiddist lengra orlofs en það fékkst ekki. Svo kom hann heim. En þegar heim kom, þá fcr tvennum sögum um, livernig honum var fagn- að. Dagblaðið og Föðrlandið segja að maðr hafi verið gjörr móti honum til að taka hann glóð- volgan á járndragastöðlinum; hafi sá haft vinsam- lega orðsendíngar frá lleltzen, boðið honum lengra orlof, og annað fleira, ef liann vildi sýna þess nokkurn órækan vott, að hann væri horfinn úr flokki sinna fornu vina. f>etta lögðu blöðin svo út, sem Ileltzen hefði viljað kaupa af honum bréf, sem ýmsir menn höfðuskrifað honum, meðan hannvar í París, og liafa þau það til síns máls, að Heltzen hefir komizt yfir bréf nokkur, sem farið liafa milli Hansens og vina lians, en í þeim stendr nú ekki vitund um skandinavisk samsæri eða neitt sem því líkist. Heltzen segir allt öðruvísi frá. Segir að faðir kand. Hansens hafi boðið sér bréf nokkur, sem hann geymdi fyrir son sinn með því móti að hann fcngi fé nokkuð léð með góðum kostum, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.