Þjóðólfur - 16.03.1866, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.03.1866, Blaðsíða 3
— 75 — „Eins og þör geti% nærri, róma%ist ræ?)a þessi afbragíis vel“. Yfir iitlendn fréttirnar get eg farið fljótt. Skömmn fyrir jól lenti í ófriði milli Spánar og Chili-manna í Suðr-Ameríkn og vildn Frakkar og Englendíngar miðla þar málum, en því var eigi sinnt. Fóru Spánverjar halloka i sjóbardaga fyrir Chilimönn- um; féll skipaliðsforínga Spánverja það svo þnngt, að hann fyrirfór sér. Síðan liefir Perú gengið í lið með Chili móli Spánverjum; eflast þeir að járnvörðum skipum, er þeir kaupa í Englandi að fullu og öllu útbúin til hernaðar. Til ófriðar hefir i og þótt horfa rnilli Frakka og Norðr-Ameríkumanna ! út af aðstoð þeirri, er Frakkar veita Maximiliani | keisara. Var tim daginn komið í mjög óvænt efni, er úthlaupsmenn frá Norðr-Ameríku réðust inn um landamæri Mexicoríkis og tólui þar borg þá er Pagðað heitir, og ræntn; en Norðr-Ameríkumcnn hafa heitið að hegna víkíngum þessum. Mörg ó^. þægðarorð^ höfðu bæði fyrir og eptir farið á milli herforíngja Frakka og setuliðsforíngja Norðanmanna (hann heitir Weitzel, þjóðverskr að uppruna og ekki næsta kurteis), hefir hann nú verið settr .af og þykir það heldr friðarviti. Af þeim bandamönnum Prússum og Austr- ríkismönnum er það sannast að segja að Concor- dia er discörs (samlyndi þeirra orðið að sundrgerð), og kveðr nú svo ramt að, að Prússar eru farnir að láta slá í heitíngar; sjá þeir að Austrríkismenn ætla eigi að leyfa þeim að sitja einum að hertoga- dæmunum, að minnsta kosti eigi orðalaust innlima Prússlandi þau; öllu fremr eru Auslrríkismenn sinn- andi Augustenborgarhertoganum og hans ílokki; en þeir verða að fara að öllu sem hægast, því að þeim er óhægt um vik að sinni, meðan ekki er ltomin full skipun á samband landshlutanna i Austr- ríki; er nú verið að þínga um það við Ungverja, með hverjum kostum þeir vili gera fulla sátt við Austrríki. Frakkar reyna og til að mýkja á milli Ítalíu og Austrríkis, og sú fregn flaug fyrir, að prinz Napoleon, sá er heima var um árið, eigi að fara til Austrríkis til þess að semja fyrir hönd inágs síns Umberts, sonarítalíukonúngs, um mægðir við Austrríkiskeisara; ætti þá kona Umberts hver sem hún yrði að hafa í heimanmund land það, er Austrríkismenn sitja yfir á Italiu. Ilétt eptir nýárið gerði Prim hershöfðíngi upp- feist á Spáni, ætlaði hann að steypa stjórninni, °g koma á annari .frjálslegri, en honum mistókst; verð hann að Ilýa til Portugal, en þaðan var hann rekinn fyrir rúmri viku. Önnr uppreist annarstaðar ^kst betr. Yfir Moldá og Vallakíi hefir fyrirfar- andi árin verið höfðíngi maðr, er heitir Kúza; hann hefir verið stjórnsamr, og afkastamaðr mikill, en æði ráðrikr, og nú þoklu menn honum eigi lengr ójöfnuðinn, heldr tóku hann höndum og settu hann úr tigninni; nú telja allir að þessi tíðindi geti valdið öðrum stærri, því að margir eru þeir, sem seilast eptir löndum þessum og stendr enginn nær að ná í þau en Rússar, en það vilja hin stórveldin með engu móti líða Landsbúar hafa boðið greif- anum af Flandern bróðr konúngsins, sem nú er í Belgíu að gerast höfðíngi yfir, en menn segja að hann vili eigi þiggja. Á írlandi liefir og um stund horft til vandræða; í haust fór að kvisast að þar væri á laun flokkr, er nefndi sig Fenians, er ætlaði sér að losa landið undan ánauð Englendínga; þessu var að litiu sinnt fyrst um sinn, en brátt fór að spyrjast vestan frá Ameríku um mikla mannfundi er þar voru haldnir nf Irlendíngum er farið höfðu af landi brott og vinum þeirra; gengu þeir skýlaust við þvi, að þeir mundu með öllu móti kosta kapps um að styrkja frændr sina á Englandi, létu það enda í veðri vaka að þeir mundu gera út hleypiskútr til þess að ræna ensk kaupför; og sjálfsagt var að hjálpa ír- um bæði með fé og vopnum til þess að gera upp- reist; nú fórn Englendíngar að ugga meir að sér og hafa betr gætr á írum; komust þeir þá brátt að því, hvernig löguð var stjórn þeirra, og gátu handsamað oddvita þeirra er Stephens hét, eu hann komst úr varðhaldinu, margir aðrir voru handteknir; vopn og annan viðbúníng hafa þeir fundið víða, og í siíkt óefni þykir Englendínguin komið, að stjórnin bað þíngið um daginn að leyfa sér, að taka úr lögum nm stundarsakir »Uabeas- corpuslögin» á írlandi, og þetta var veitt nálega í einu hljóði. í Svíþjóð hafa gerzt í vetr (í öndverðum !)cs- ember), þau tíðindi er góð hala þótt og mikil; á þíngi Svía samþykktu allar stéttirnar frumvarp stjórnarinnar um nýa skipun, er aftók að skipta þínginu í 4 stéttir, og tók það úr lögum að klerkar og tignir menn skyldi vera sjálfboðnir til setu á þínginu ; þíngið hefir einnig sainþykkt mjög frjáls- lyndan verzlunarsamníng við Frakka; áttu frjáls- ræðisvinirnir þar við ramman reip að draga, því að margir stórauðugir menn og mikilsmetnir meðal borgarastéltarinnar voru mjög á móti verzlunarfrelsi því, er samníngrinn bauð. Ekki nenni eg að skrifa um ráðgjafaskiptin, sem hér urðu í Nóvember, nöfnin á nýu ráðgjöf-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.