Þjóðólfur - 14.06.1866, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 14.06.1866, Blaðsíða 7
127 — þessari auglýsíngu, er birt mun verða á lögskip- aðan hátt í Berlíngatíðindum í Danmörku sam- kvæmt opnu bréfi dags. 21. Aprílm. 1819, með 2 ára fresti til að bera fram fyrir amtmanninn í íslands Vestramti lögmætar sannanir fyrir eign- arrétti sínum og síðan taka við upphæðinni fyrir hina seldu hluti að frá dregnum öllum koslnaði. Skrifstofu Vestramtsins, Stykkishiilmi, 4. d. Júiu'm. 1866. Bergr Thorberg. scttr. Hérmeð aðvarast erfíngjar Guðfinmt sál. Guð- mundsdóttur frá Stykkishólmi, er andaðist i fyrra haust, þá í dvöl í Dalasýslu, til að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. þess skal getið, að eptir því sem mér er frekast kunnugt var hin dána ættuð úr Isafjarðar- sýslu, og mun hafa verið milli 30 og 40 ára að aldri þegar hún lézt. Skrifstofu Suæfellsnessýslu, þann 24. Maí 1866. P. Böving. — Hið munnlega árspróf í Reylcjavíkr lœrða slcóla er ætlazt til að byri mánudaginn 18. þ.mán. og verði haldið áfram næstu dagana þar á eptir. Inntökupróf nýsveina verðr haldið við lok árs- prófsins, 26., og að endíngu burtfararprófs síðari hluti 27. og 28. þ. mán. Skyldi einhver utanskólasveinn ætla sér að gánga undir burtfararpróf, ber honurn, samkvæmt auglýsíngu Cultusministerii frá 13. Maí 1850 §12 að skrifa rektor skólans þar um, og á því bréfi að fylgja vitnisburðr um nægilegar framfarir og góða hegðun þess sveins, sem vill gánga undir prófið, og skal sá vitnisburðr samvizkusamlega (»paa Ære og Samvittighed) gefinn af þeim manni, er á seinast undanfarinni tíð hefir haft umsjón með kenslu hans. þeir nýsveinar, sem ætla sér að gánga undir inntökuprófið við skólann, eiga að hafa með sér skírnarattesti og bóluattesti og greinilega skýrslu yfir það, sem þeir hafa lesið. En fyrir þá, sem heldr kynni að óska þess, getr inntökupróíinu orðið frestað til þess í byrjun næsta skólaárs, svo sem liíngað til hefir verið gjört, eins og veitíngu nokkurra af ölmusunum að tiltölu verðr irestað til þess tíma. Foreldrum og vandamönnum skólapilta, svo og öðrum, er óska kynni ljósrar og áreiðanlegrar þekkíngar um ástand skólans, kenslu og framfarir, er boðið að vera viðstaddir hin munnlegu próf. Reykjavíkrskóla, 4. Júní 186G. B. Jónsson, rektor. — Undirskrifaðr vill kaupa og borga vel rjúpu- únga seinustu vikuna af Júlí og fyrstu vikuna af Ágúst þetta ár, en bið þá sem færa úngana, að færa mér einnig dálítið af beitilíngslaufum og riúpnalaufi og öðrum þeim grösum, sem rjúpan sækir mest eptir. Ileykjavík, 6. Júní 1866, P. C. Knudtzon jun. — 7. dag f. mán. er innan bæarþíngsréttarins í Reykjavík þinglýst yfirlýsíngu þeirri, er orðrétt útlögð á íslenzku er þannig hljóðandi: »Að eg undirskrifuð Lucinde Knudtzon, frá 1. degi Janúar þessa árs, hafi gjört son minn Nic. H. Knudtzon að hluttakanda í verzlan þeirri, er eg hefi veitt forstöðu og rekið hér á staðnum og nefnzt liefir P. C. Iínudtzon, en henni verður nú frá 1. Jan. þ. á. haldið áfram óbreyttri að öilu, með því nafni: P. C. KNUDTZON & SÖN, J>að kunngjöri eg hér með undir eigin handar undirskript minni að tilkvöddum 2 vitundarvottum. Kaupmannahofn, 10. Apríl 1866. Lucinde Knudtzon. — Hérmeð votta eg mitt innilegasta þakklæti til allra þeirra hærri stéttar sem lægri, utanbæar- manna og innan, er heiðruðu jarðarför konu minn- ar sálugu 30. f. mán., með nærveru sinni; sömu- leiðis þakka eg öllum lleykjavíkr innbúum fyrir þá hluttekníngu, er þeir auðsýndu mér í sorg minni, og mun eg þess jafnan með þakklæti minnugr verða. Reykjavík, 5. júní 1866. J. Hjaltálín, landlæknir. f — Ljósmyndir eptir Sigfús Eymundsson, fást en fremr þessar á skrifstofu f>jóðólfs. Fjallkonan Island. Karl Andersen skáld (fóstursonr etazráðs Th. Jónassens). Konráð Gislason prófessor. Skarpheðinn, er hann vegr þráinn. Nú fást einnig nokkrar hinar smærri myndir af Páli Melsteð amtmanni. Bæði þessar og hinar smærri myndirnar er fyr voru auglýstar fást nú á 84 sk. Nú fást hér og miðlúngs myndir, fáein- ar í ramma (rúmt kvartil á lángveginn en tæpt á þverveginn), og fleiri rammalausar, af ÁrnaMagn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.