Þjóðólfur - 11.08.1866, Side 3

Þjóðólfur - 11.08.1866, Side 3
— 151 — í engu landi getr hin andlega stett komið meiru góðu til leiðar en hér á landi, því að hin and- lega mentun safnaðanna er að miklu eða öllu leyti lögð í hennar henduf, og þegar preslarnir standa vel í stöðu sinni, eru þeir sannir feður, ráðgjafar og leiðtogar safnaða sinna; en því meiri er ábyrgðin og þvi meira illl getr leitt af hirðuleysi, óreglu og illu eptirdæmi presta. Eg hefi áðr, kærir bræður, í öðru bréfi mínu bent á, hversu áríðandi reglu- legar húsvitjanir eru; hér vil eg að eins minnast á barnauppfræðínguna og eptirlit með henni. Mentun hinnar ýngri kynslóðar er undirstaða hins kristilega trúarlífs á hinum ókomna tíma, og yðr er falið á hendr að leggja þessa undirstöðu og líta eptir því, að hún sé vel lögð; svo þér í þessu tilliti berið ábyrgð, ekki einúngis hins yfirstand- anda, heldr og hins ókomna tíma. Leggið því alla stund á uppfræðíngu únglínganna og skoðið | hana jafnan sem eitthvert hið þýðíngarmesta skyldu- verk yðar. Leggjum allir stund á að glæða hið kristilega trúarlíf og biðjurn guð að gefa oss náð til þess, að koma sehi mestu góðu til leiðar, hver í sínum verkahríng; hans náð og blessun se með oss öllum. Skrifstofu biskupsins jflr tslandl. 7. flag Agústuián. 18fi0. F. Pjetursson. j FJÁltllAGSAÐSKILNADHINN MILLI DaNMERKR. 1 OG ÍSLANDS. III. Með f erð máls ins og málalolt á Alþíngi j 1865. (Niðrlagj,. Önnur formástæða meirahlutans,— því «ágreiningrinn« milli meirahlutans og minna- hlutans »var miklu frernr u'm form málsins en »efni þcss« — sú, er hinn ágæti forvígismaðr í'Iokksins bygði á og flestir hinna 6 úrþeimflokki er til orða tóku á þínginu gjörðu hvað mest úr, var þessi: að fjárhagsmálið og stjórnarbótarmálið væri í raun réttri óaðskiljanleg heild, bæði eptir skoðun landsmanna ogAlþíngis að undanförnu, og eptir skoðun stjórnarinnar sjálfrar eins og komið hefði fram aptr og aptr í hinum konúnglegu aug- lýsíngum til Aiþíngis að undanförnu; en síðan 1848 liefði það jafnan verið almenn skoðun og nlmennr áhugi hinnar islenzku þjóðar, að þessi aðalmál vor ætti að leggja fyrir sérstakan fund þjóðkjörinna manna hér á landi, eðr fyrir þjóð- fund, en eigi fyrir Alþíngi. 1 I. og II. kafla ritgjörðar þessarar munu finn- ast næg og Ijós rök fyrir því, að hér var alls eigi að ræða um fjárhagsmiú vort Islendinga, eins og þetta mál var einskorðað með umboðsskrá kon- úngsins 20. Sept. 1861, undirbúið af fjárhags- nefndinni í Khöfn, og síðan lagt fyrir Alþingi 1865, heldr var hér að eins að ræða um undirstöðuna og grundvallarskilyrðin fyrir fiárhagsráðum vorum og sjálfsforræði, en það er »aðskilnaðr fjár- hagsins milli íslands og konúngsríkisins fyrir fullt o(/ allt«, eðr það, með hverjum kjörum og skil- yrðum að fjárhagssambandi því skuli algjörlega slitið, sem haldizt hefir til þessa milli Danmerkr og Islands. Fjárhagsmálið sjálft eðr grundvallarákvarðan- irnar fyrir fjárforræði voru eðr Alþíngis var því og er alveg opið og óbundið mál eptir sem áðr, og gat og getr enn sezt í hið óslítanlega samband við stjórnarbótarmálið, ermenn jafnan hafa hugs- að sér og gengið út frá, bæði stjórnin og Alþíngi. Pcssi skoðun á sambandi stjórnarbótarmálsins og fjárhagsmálsins, er líka ómótmælanlega rétt og eðlileg, því grundvallarreglur og aðalskilyrði hins þjóðlega sjálfsforræðis og fjárhagsráða þjóðþíngs- ins, er og hefir jafnan verið talin hin verulegasta og þýðíngarmesta grein í stjórnarskipun og stjórn- arbót hverrar þjóðar sem er. Fyrirltomulag þjóð- lcgs sjálfsforræðis og fjárforráða getr að vísu ált sér stað og haft fullan framgáng eptir þjóðarvilj- anum beinlínis og án annars undirbúníngs eðr fyrirvara, þar sern fjárhagr landsins sjálfs er og hefir verið óháðr og óbundinn, eðr ekkert fjár- hagssamband hefir átt sér stað við annað ríki eða aðra þjóð, því það, sem aldrei hefir samtengt verið, þarf eigi að sundrskilja. En hafi aptr átt sér stað fjárhags samband milli tveggja landa, þá er auðsætt, að undir eins og annaðhvort landið eðr bæði viija slíta því sambandi til þess að ná sjálfsforræði sínu útaf fyrir sig, og vera eitt um sinn krafa, að fjárhaginum til, þá verðr fjár- slcilnaðrinn að gánga á undan og honum að ráða til lykta fyrir fullt og allt, áðren farið sé að ráð- gjöra eða ræða um fyrirkomulag fjárhagsins, rétt eins og er um 2 eða 8 kaupmenn, er hafa verzl- að í félagi, en einn þeirra eðr aliir viija nú slíta þeim félagskap og fara að reka verzlunina upp á sínar eigin spítur með þeim hluta úr félagsverzi- uninni, er honum getr boriö eptir rétlri tiltölu; — sá kaupmuðr fer þó ekki að fást við fastfyrir- komulag á verzlun sjálfs sín, að af ráða neitt um það fyrirfram, hvað mörg skip hann ætli að hafa í förum, bve víða hann ætli að eiga sölubúðir og reka verzlun o. s. frv., fyren það er komið í kring

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.