Þjóðólfur - 20.12.1866, Blaðsíða 1
19. ár.
Reylejavík, 20. Desember 1866.
9.-SO.
— Ueiðrs«meda1ia«. — 12. Septbr. þ. árs veitti
konúngr vor Jóni Erlendssyni, bónda á Auðnum
á Vatnsleysuströnd og til skamms tíma hreppstjóra
þar í hrepp, heiðrs »medalíuna« »for œdel Daad“
og leyfði honum að bera í bandi á mannfundum;
þau manndáða- og hugprýðisverk Jóns, er áunnu
honnm sæmdar þessarar, eru einkanlega, að hann
hefir optar en eitt sinn bjargað mönnum á sjó
úr lífsháska.
„Af þeirra ávóxtmn 6kuluí) þér þeklrja þá“.
þegar sögurnar af þessum sárfáu mönn-
um hér syðra sem skorizt hafa úr og risið önd-
verðir upp í gegn hinum almennu niðrskurðar-
samtökum og hafa afráðið að setja sitt kláðuga
og kláðagrunaða fé á vetr, fara nú að verða al-
mennari og berari dag frá degi, — sögurnar af
hinum fyrstu undirtektum snmra þessara manna
undir niðrskurðar samtökin, og í annan stað af
einlægni þeirra við lækníngarnar og áhuganum á
þeim, og af sjálfsagðri hlýðni þeirra og undirgefni
undir lækníngalögin, og auðsveipni þeirra við lög-
legar skipanir og ráðstafanir valdstjórnarinnar, er
þeir einir, þessir sárfáu menn hér og hvar á niðr-
skurðarsvæðinu, neyða hana til að afráða, — því
væri þeir ekki, þá væri hér eigi um neinar
lækníngaráðstafanir eðr eptirlit framar að ræða á
niðrskurðarsvæðinu, — þegar sögurnar og talandi
dæmi um allt þetta eru einlægt að útbreiðast og
skýrast dag frá degi og staðfestast í embættis-
skýrslum og blöðunum, þá má eigi þetta eina
blað sem hér er uppi á suðrlandi, er landsmenn
liafa lengi og alment álitið þjóðhlað sitt, leiða hjá
sér aðfarir og óheyrðan úlbrjót þessara sárfáu
manna. því svo má að orði kveða, að þeir á
öðru leytinu segi sig úr lögum og félagskap og
almennum samtökum við gjörvalla landsbúa, er
þeir rísa svona öndverðir upp gegn yfirlýstu ein-
dregnu almenníngsáliti ogfullráðnum og fastráðn-
nm almenníngs vilja, sem er til fullnaðar fram-
kvæmda kominn, en á hinu leytinu er eigi annað
sýnna en að þeir hugsi sér að fara í kríngum og
ríða á slig bæði lækníngalögunum sjálfum og þeim
fyrirskipunum og ráðstöfunum valdstjórnarinnar,
sem á þeim lögum eru hygðar. Ilér er því eigi
um neina smámuni að ræða eða um lausan á-
greiníng, meiningamun eðr krit svona á milli
manns og manns; hér er um meira að ræða; hér
er að ræða um sannarlegt velferðarmál gjörvalls
landsins, um lands og lýða heill; hér er að ræða
um það, sem hefir verið er og verðr máttarstoð og
lífakkeri og einkasómi hverrar þjóðar, en það er,
að lýðrinn geti myndað það almenníngsálit og þann
almennan þjóðar vilja sem fær staðizt jafnt fyrir
guðs og manna lögum, og á stoð sína í því sem
er satt og rétt, og lagzt svo á eitt til að hafa það
fram. Ilér er að ræða um það, hvorir hafi rétt-
ara fyrir sér eptir guðs og manna lögum eðr fyrir
óveilum dómstóli laga og siðferðis, hvorir þeirra
vinni liér fremr að sóma og sönnu gagni fóstr-
jarðar vorrar, þessar mörgu þúsundir landsbúa,
er fyr og síðar hafa álitið niðrskurðarúrræðið hið
eina úrræði við kláðasýkinni, og þarmeð allir þeir
búendr á kláðasvæðinu, er nú hafa lagt í sölurnar
allan fjásstofn sinn, heilbrigðan sem grunaðan til
þess að hver og einn gjörði allt sitt til að upp-
ræta gjörsamlega eða skera fyrir þetta átumein
allrar formegunar vorrar, er nú var farið að eta
um sig af nýu á alla vegu, oggein svo yfir gjör-
völlum sauðfjárstofni Iandsins, — eða þessir 5
dýrðlíngar: Vilhjálmr í Iíirkjuvogi, og mágr hans
og skriptafaðir á Útskálum,— þóað þeir sé sízt bind-
andi á band í þessu máli að upptökunum til, —
Halldór skólakennari Friðriksson og Magnús á
Dysjum, og Magnús lireppstjóri á Villíngavatni í
Grafníngi, þessir 5 menn, er nú setja sitt kláða-
grunaða fé á vetr, og (að frá teknum Ilalldóri)
hafá leitt fáeina sveitúnga sína til hins sama.
Ilvað vilja þeir þessir blessuðu menn, hvað
ætla þeir sér, hvort stefna þeir, hvað hafa þeirað
færa? f>eir vilja vera »öðruvísi en aðrir menn«,
það er greinilegt, er þeir rísa svona öndverðirupp
á móti almenníngsviljanum, og gjöra að minsta
kosti sitt til, með sinum kláðuga og grnnaða stofni
er þeir nú setja á vetr, að vera því til fyrirstöðu
að sveitúngar þeirra og nærsveitirnar, sem hafa
skorið niðr, geti fengið keyptan heilbrigðan fjár-
stofu sér til bjargar. J>etta er því meiri ábyrgð-
— 33 —