Þjóðólfur - 23.03.1867, Síða 5

Þjóðólfur - 23.03.1867, Síða 5
ef efnismaðr verðr að láta af góðu fyrirtæki, sök- um þess, að enginn vill styrkja hann, eins og nú horfir beint við. Yér skorum því fastlega á yðr, Norðlendíng- ar góðir! að þér sannið nú það, sem svo opt hefir verið um yðr sagt, að þér séið drengir góð- ir; — liðsinnið nú landa yðar! Yér efumst eigi um, að frændr Iíristjáns og vinir sýni honum fús- lega þann styrk, að gángast fyrir samtökum yðar, ef þér bregðizt vel við þessum tilmælum vorum, og það vonum vér að allir þeir af yðr gjöri, sern unna skáldskap og fögrum vísindum. f>eim árángri, er af þessu kann að hljóta, mundu þeir og koma til lectors Sigurðar Mel- steðs í Reykjavík, sem er fjárhaldsmaðr Kristjáns og lofað hefir, að veita því móttöku. Nokkrir lleykvíkíngar. — Eins og hver verkamaðr er verðr launa sinna, svo er og sér i lagi hver góðr og gegn embætt- ismaðr maklegr einnar þeirrar umbunar, sem ó- mannlegt er að synja honum um. J>essi umbun er þakklæti, ef ekki í verki, þá samt í orði. Slíkt þakklæti er nú að vísu aldrei ótímabært, en allra helzt er þó tíma til að fram bera það þá, þegar liinn góði og gegni embættismaðr er farinn svo í burt, að hans nýtr eigi framar við. J>annig virðist oss nú hinn rétti tími til þess, að lýsa opinberlega þakklæti voru til héraðslæknis J. C. Finsens, sem hvarf frá embætti sínu og fóstr- jörðu næstliðið sumar og vitjar vor líklega aldrei framar. Vér hikum oss eigi við að telja hann einn meðal hinna fáu embættismanna vorra, sem sameina hvorttveggja svo fagrlega, samvizkusemi og skyldurækt í embættisverkum, og huggæði og ástúð við hvern mann. Og þá er eigi síðr skylt að halda því á lopti, að hann reyndist oss jafnan vel kunnandi og hamíngjudrjúgr læknir. f>að er því eigi kyn, þó oss og fleirum sé eptirsjá að því- líkum manni og mikil raun að því, að hann gat eigi lengr unað hag sínum hjá oss. En því fremr viljum vér þá og einnig í nafni vor sjálfra, og vér þorum að segja flestra ef eigi allra þeirra, sem þekktu og reyndu héraðslækni Finsen, votta honum nú að skilnaði þakklæti vort, virðíng og viðrkenníng fyrir gjörðir hans og allar framferðir vor á meðal. J>ó svo hamíngjusamlega takist, að sæti hans verði vel skipað, þá munum vér eigi að síðr, héraðsbúar lians sem verið höfum, æ verða að geyma minníng hans í heiðri og hugþokka. Yér biðjum honum því og allra virkta á hinu fjarlæga landi, þar sem hann nú er kominn, og ósknm að hann uppskeri þar gagn og gleði, eins og hann sjálfr hefir sáð og sáir til. En fóstr- jörðu vorri, sem er svo þunnskipuð af öðrum eins ágætismönnum, henni árnum vér þess og jafnframt af heilum hug, að hún aldrei stýri peirri ógœfu, að fæla frá sér nokkurn þvílíkan mann, þá er hún hefir borið gcefu til þess að eignast hann. í Desembermánuði 1866. Ásmundr Benediktsson, bóndi á Stóruvöllum. Baldvin Sigurðsson, bóndi á Kálfborgará. Baldvin Sveinsson, meðhjálpari á Hrafnagili. Benedikt Árnason, bóndi á Gautsstöðum. Benedikt Jóhannesson, hreppstjóri í Ilvassafelli. Björn Halldórsson, prófastr í Laufási. Daníel Halldórsson, prófastr á Hrafnagili. Einar Ásmundsson, varaþíngmaðr í Nesi. Eiríkr Halldórsson, bóndi í Skógargerði. Grímr Jóhannesson, bóndi í Garðsvík. Gunnar Ólafsson, prestr í Höfða. Gunnlaugr Tryggvi Gunnarsson, hreppstjóri á Hallgilsstöðum. Ilalldór Sturluson, búandmaðr á Öxará. Hallgrímr E. Thorlacius, bóndi á Hálsi. Hallgrímr Hallgrímsson, bóndi á Stóru-IIámund- arstöðum. Ilallgrímr Tómásson, bóndi á Grund. Hjálmar Þorsteinsson, prestr í Stærra-Árskógi. Indriði Þorsteinsson, gullsmiðr á Víðivöllum. Jóhann Bessason, timbrmaðr í Skógum. Jóhann Stefánsson, bóndi á Neðri-Dálksstöðum. Jón Austmann, prestr á Halldórsstöðum. Jón Benediktsson, söðlasmiðr á Stóruvöllum. Jón Bergþórsson, bóndi á Öxará. Jón Stefánsson, sáttasemjari í Eyafirði. Jón Sveinbjarnarson, bóndi f Landamótsscli. Jón Tliorlacius, prestr í Saurbæ. Jón Yngvaldsson, prestr í Húsavík. Ketill Sigurðsson, bóndi í Miklagarði. L. J. C. Schou, verzlunarstjóri í Húsavík. Ólafr Ólafssoti, hreppstjóri í Hríngsdal. Sigfús E. Thorlacius, bóndi í Núpufelli. Sigurðr Guðnason, hreppstjóri á Ljósavatni. Sigurðr Stefánsson, bóndi á Steindyrum. Sigurðr Sveinsson, bónda á Brattavöllnm. Sigurðr Þórðarson, sjálfseignarbóndi í Grenivík. Sigrgeir Pálsson, bóndi i Svartárkoti. Stefán Baldvinsson, smiðr í Yztabæ. Stefán Grímsson, bóndi á Skuggabjörgum. Stefán Magnússon, hreppstjóri í Túngu. Sveinn Sigfússon, bóndi á Brattavöllum.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.