Þjóðólfur - 17.06.1867, Síða 6

Þjóðólfur - 17.06.1867, Síða 6
- 134 — LÍTIÐ FERÐASÖGUÁGRIP OG FRÁ SÝNÍNGUNNI í BJÖRGVIN sumarið 1865. (Skrásott af Haflilba Eyólfssynl á Svefneynm). (Framh.) 3. Á Sýníngunni voru krabbar af ýmsu tægi; voru þeirra merkilegastir humrar; í þeim er matr hérumbil á borð við æðaregg eða nokkuð meira, er það ágætr matr. Af þessum krabba er allmik- ið borðað í Norvegi, Svíþjóð, og víðar. Ilin kyn- ferðin voru 4, og voru þau öll miklu minni. í Norvegi er krabbinn veiddur á þann hátt, að bund- ið er neðan í færisenda eitlhvað fisktægi, sem gefr góða lýsu; þessu er rennt niðr til botns; þar skríðr krabbinn á, og heldr sér föstum, meðan hann er dreginn; með íleiru móti eru og veiddir krabbar við Norveg. Síldarveiðarnar, eru merkastrogarðmestr sjáfar- abli í Norvegi,og erNorðmönnum mjög um hugað, að auka og bæta á allan hátt síldarveiðarnar; hafa þær og tekið miklum framförum einkum þessi síðari árin. Vorsíldin er veidd mest millum Líðandisness og Staðar, og er veiðitiminn beztr í Janúar og Febrúar, eða fyrstu mánuðina af árinu. Vorsíldin í lagnetum er veidd á bátum, og eru á þeim 4 til 5 manns, og fylgja hverjum bát venjulega frá 20 25 nætr, en hver nót er frá 10 til 12 faðma laung. Áðr höfðu Norðmenn 18 möskva á alininni, en siðari árin hafa þeir haft riðann minni, og haft 20 —22 möskva á hverri alin, fyrst höfðu þeir nætr þcssar 70 möskva á breidd, en síðan riðinn minnk- aði, eru þærnúorðnar 100 til 150 möskva á breidd. Til að halda nótinni uppi, er hafðr korkr og tlotholt. Venjulega eru hnýttar saman 3 nætr í eina slæðu, og hafðar svo hátt og lágt í sjómjm, sem þurfa þykir. Dráttarnetaveiðarnar eru allt öðruvísi, og eru nælr þær, sem til þess eru hafðar misjafnlega lángar, 35 faðmar hinar minstu, og 140 faðmar hinar stærstu; hinar minstu eru 7 til 8 faðmar á breidd en hinir stærstu 16 til 20 faðmar. Til veiði þessarar hafa Norðmenn stóra báta með spritseglum, eða lokkortusiglingu; á þeim eru 12 til 16 manns. Bátar þessir eru með gafli í aptr- stafninum; þar yfir er kefli, sem snýst á ás, veltr keflið á báðum endum; út af því er slæðan lögð, og eins dregin inn á því. Á nótum þessum eru glerkúlur hafðar til uppihalds. Norðmenn nota lagnet lángt frá landi, en dráttarnet við grunnið. Undir eins er síldin krufin meðan húnersem allra-nýjust, þannig að hún er þegar skorin á háls og riOn burtu úr henni tálknin á samt kverksig- anum, og álíta Norðmenn, að bezt sé að taka úr kútmagann, þótt það sé þar ekki venja. Eptir að búið er að slægja síldina, er hún tafarlaust söltuð niðr í tunnur þannig, að liver síld er lögðviðhlið- ina á annari í raðir; kviðrinn á síldinni látinn snúa upp, en hryggrinn niðr, og er þannig haldið áfram með hvert lagið af öðru, þar til tunnan er full. í Norvegi fara vanalega nálægt 4 hundruð tólfræð í tunnuna af síld, og af salti í hverja tunnu er haft nálægt 2 skeppum. 1 tunna af vorsíld er borguð með 6 til 8 rd. Sumarsíldin, sem Norð- menn kalla sem eg held að sé hin sama og vér köllum hafsíld, er veidd mest á millum Stafángrs og Tromsö, frá því fyrst í Júlí og þángað til síð- ast í September. Yeiðiaðferðin er allsvipuð vor- síldarveiðinni, einúngis ermismunrinn, að riðinner smærri og hamprinn smágjörvari, af þvi að síldin er smærri. Verkun á sumarsíldinni er eptir sem eg komst að, sama sem á vorsildinni, þó er stund- um sumarsíldin reykt, en hún heldr sér ekki leingi reykt óskemd. (Framh. síðar) (Aðsent). »f>ó þeir grauti við grallarann o. s. frv.« Nýlega hefir rnér borizt bref (nafnlaust) á- hrærandi það, að líklegast þyki eptir kringumstæð- um, að eg gerðist forgaungumuðr þess, að áþekk bænarskrá komi frá Árnessýslu, og vera mun í undirbúníngi frá flestum héruðum landsins, áhrær- andi fjárhagsmálið á næsta Alþíngi. Eg skal því hérmeð biðja þenna heiðraða höf- und, hvort sem hann er nær eða fjær, lærðr eða leikœaðr, að athuga, að mér getr alls ekki borið að skipta mér af þíngmáium, allt svo lengi eg hef enga köllun þar til, því ábyrgðin hlýtr, að minu á- liti, öll að hvíla á aðalþíngmanni sérhvers kjör- dæmis bæði gagnvarl kjósendunum og gjörvallri þjóðinni. Mibfeiii í pí ngvallasvuit, 4. Júní 1807. þorlákr Guðmundsson. AUGLÝSÍNGAIl. — Hið munnlega árspróf í Reyhjavíkr lœrða shóla er ællazt til að byri mánudaginn 17. þ. m. og verði haldið áfram næstu dagana þar á eptir. Inntökupróf nýsveina verðr haldið við lok ársprófsins, 25., og að endíngu burtfarar- prófs fyrri hluti 24. og 25. en síðari hlutinn 26. og 27. þ. mán. Skyldi einhver utanskólasveinn ætla sér að gánga undir burtfararpróf, ber honum, samkvæmt auglýsíngu Cultusministerii frá 13. Maí 1850 § 12 að skrifa rector skólans þar um, og á því bréfi að

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.