Þjóðólfur - 29.08.1867, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.08.1867, Blaðsíða 2
— 158 sínum hvorumegin leiðisins konunnar sinnar hann vildi láta jarða sig. SiraP. St. varvígðr 1828; þauhjón áttu að eins 3 sonu erúræsku komust: sira Stefán prófast er fyr var nefndr og þá síra þorvald og Magn- ús héraðslæknir á Vestmannaeyum sem báðir voru andaðir á undan honum.— 22. f. mán. fannst eptir nokkra leit bóndinn á Bústöðum hér í sókn Jósep Sigurðsson örendur í lítilli lænu einni útúr suðr- kvísl Elliða-ánna; hann var aðeins 40 ára að aldri og hafði flutzt hingað suðr að vestan í vor, þar bjó hann á Hólahólum undir jökli, en fyr á Skóg- arströnd og þókti greindr maðr og merkr maðr; það er talið víst að hann hafi geggjast á geðs- munum nokkrum dögum áður en hann lézt. — 24. þ. mán. lézt hér í staðnum húsfrú Helga Egils- dóttir, önnur yfirsetukonan hér í dómkirkjusókn- inni; hún var 39 ára að aldri, gipt Kristjáni Tómassyni og voru bæði norðan úr Eyjaflrði og höfðu flutt hingað búferlum í fyrra vor, en hún þó vetri fyrri, því hún fékk Ijósmóður embættið veitt um haustið eða öndverðlega vetrar 1865. Hér reyndist hún öllum vel að sér í mennt sinni, áreiðanleg og ástúðarfull. — Verzlunin hefir í ár verið næsta erfið lands- mönnum víðsvegar um land eptir þvi sem sögur fara af. Ilér syðra var það fram yfir miðjan Júlí að eigi vildu kaupmenn vorir láta uppi að þeir mundu taka saltfiskinn meira en á 20 rd. eðr má ske 2 rd. framyfir, í «pukri» við þá sem mest hefði og eigi væri skuldugir, en sjáfarbændr næsta tregir að gánga að þeim kostum, og vildi því lítt gánga saman um hríð. f*á var kaupmaðr Svb. Jacobsen fyrstr til þess að bjóða 24 rd. fyrir skpd. þegar í öndverðum þ. mán., — eins og hann hafði fyr í sumar orðið fyrstr til að hækka gotutunnuna í verði frá 8 rd., er hinir kaupmennirnir vildu mest bjóða, og uppí 10 rd. — Fyrir þetta náði S. J. nokk- urskonar forgaungurétti til fisksins hjá bændum, er allir kunnu honum þakkir fyrir, eins og hann líka átti, en hinir kaupmennirnir neyddust þá og allir til að gefa 24 rd. skiptamönnum sínum, að því leyti sem þeir eigi létu Jacobsen sitja fyrir. Sami kaupmaðr mun einnig hafa heitið öllum hinum betri sveitabændum, er verzluðu við hann, 2 sk. meira fyrir hvert ullarpund hvítt, heldren alment varð hér um lestirnar hjá öðrum, en það almenna verð varð hér 32 sk., að því er sannast hefir orðið fregnað, og 2 sk. í kaapbætr, einkum til austan- manna er fóru fram hjá Eyrarbakka. — Á ísafirði og Breiðafirði komst saltfiskr á 23 rd., og þó ó- víst hvort meir en 22 rd. áísafirði; ull þar 32 sk. um Breiðafjörð 36 sk.; gott hákarlslýsi 25 rd., en á Breiðafirði æðardúnn á 6 rd. og harðfiskr 35 rd.; á Isafirði harðfiskr 40 rd. (að vér ætlum) en æð- ardúnn á 5—572 rd. Alstaðar norðanlands var hvít ull komin uppí 36 sk, er síðast spurðist. Út- lenda varan heíir verið alstaðar um land í sama fasta verði eins og hér: rúgr 10 rd., bánkabygg 13 rd., baunir 12 rd., kaffe alment 36 sk., hér í Reykjavík 34 sk. í hina meiri reiknínga um lestirnar, kandís og hvítasikr 24 sk., brennivín 18 sk.; en á Breiðafirði fengu bændr allt að 10 pCt. afslátt af allri óþarfavöru er þeir tóku út. Úr Múlasýslunum höfum vér eigi verzlunarskýrslur enn. — Heyskaprinn hefir gengið mjög misjafnt yfir til þessa; grasvöxtur vestan- og sunnanlands næsta rýr einkanlega á túnum, og voru þau þar að auki kalin víða til stórskemmda víðsvegar hér um allt suðurland; um Múlasýslurnar leit ut fyrir þann grasbrest á túnum eptir því sem osserskrif- að þaðan, um 12.— 14. f. mán., að þar yrði eigi borinn Ijár í gras fyren allra seinast í þeim mán. eðr í byrjun þ. m., en um Eyjafjarðar, Skaga- fjarðar og Húnavatnssýslu segja fregnirnar gras- vöxtinn allt að því sem í meðal ári. Nýtingin hefir verið góð nyrðra og vestra allt fram til miðs þ. mán., og það allt hér suðr til Hellisheiðar, en aptur fyrir austan fjall megn óþurkatíð, einkum úr því kemr austr fyrir þjórsá; var það t. d. á all- mörgum bæum í Fljótshlíð og undir Eyafjöllum að eigi var kominn einn baggi í garð um miðjan þ. mán., en menn vona, að 3 næst undanfarnir góðir þerridagar hafi bætt mikið úr. — FRÁ ALþÍNGI. (Framhald, sjá þjóðólf nr. 38). í síðari hluta Júlí og fyrri hluta Ágústmán- aðar voru enn fremr settar nefndir á Alþíngi í þessum málum: í Lœknaskipunarmálinu 5 manna nefnd: I)r. J. Hjaltalín, Ilalldór Iír. Friðriksson, Bened. Sveins- son, Jón Bjarnason, Sveinn Skúlason; formaðr Jón Hjaltalín, skrifari H. Kr. Friðriksson. I málinu um betri tilhögun á laxveiði, 5 manna nefnd: Iljálmr Pétrsson, Jón Sigurðsson, Jón Bjarnason, Jón Pétrsson, Ólafr Pálsson; for- majSr Hjálmr Pétrsson, skrifari Ólafr Pálsson. I málið um að stofna nýtt embœtti lil að kenna Islands sögu og norrœn fornfrœði, 3 manna nefnd: Jón Pétrsson, Sveinn Skúlason, Pétr Guð- jónsson; formaðr Jón Pétrsson, skrifari Sveinn Skúlason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.