Þjóðólfur - 29.02.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.02.1868, Blaðsíða 2
58 (Aðsent). TIL ÚTGEFENDA «BALDURS». Þegar vér fyrst fengum fregnir um, að nýtt blað ætti að koma út í Reykjavík ásamt »Þjóð- ólfi», þá þótti oss það góð og gleðileg fregn, því vér höfum allt af verið sannfærðir um, að »Þjóð- ólfr» vinni ekki hálft gagn meðan hann er hið eina blað, er kemr út hér á Suðrlandi, móti því, ef annað blað, gefið út af mentuðum sómamönnum, slægist í ferð með honum. Vér höfum alltaf verið sannfærðir um, að slíkt mundi verða svo lángt frá að spilla vinsældum (iÞjóðólfsn, að það mundi miklu fremr auka þær, svo framarlega sem bæði blöðin eða útgg. þeirra bæri hyggindi til að vinna í friði hvort við annað, mundi bæði blöðin þríf- ast og blessast ágætlega. Með því segjum vér ekki að bæði blöðin ætti að vera samdóma um allt, því það er, ef til vill, eitt af aðalskilyrðun- um fyrir þrifum þeirra, að þau skoði og sýni málin opt sitt frá hverri hlið þeirra, en slíkt þarf aldrei að valda blaða-ófriði, ef menntaðir sóma- menn eiga hlut að málum beggja vegna; mein- íngamunr þeirra, kemr þeim aldrei til að leggja hatr hver á annan eða svívirða sjálfa sig með níð- íngslegum brígzlum og skömmum. Að vísu brá oss nokkuð í brún, þegar vér lieyrðum að útgg. þessa nýja blaðs vildu ekki þekkjast, nema ábyrgðarmaðrinn, og það því fremr sem þessi maðr hefir ekki svo menn viti, neitt orð á sér sem sannr menntamaðr eða menntavinr, þó hann kunni að vera bókavinr, einsog allir bók- bindarar eru það, og þó grunr sé um, að Einar prentari sé líka einn útgefandinn, þá getr sá grunr varla glatt aðra kaupendr blaðsins en rímnavini og þess konar menn. En vér liugguðum oss þó við það, að á rneðal litgefandanna mundu þó leyn- ast siðsamir mentamenn, og höfðum þegar íhug- anum fundið gilda ástæðu fyrir pá «eptir kríng- umstæðum» að vilja leynast, og þessir menn von- uðum vér að myndi sjá um, að blaðið yrði ekki útgefendunum til mínkunar eða kaupendunum til hneykslis. En nú eru kominn tvö blöð af þessu nýja blaði, sem þér, útgefendrnir, nefnið «Baldur», og þér megið reiða yðr á það, að engin góðr drengr, sem þekkir nafnið, getr annað, þegar hann les óhræsið í blöðum þessum, en gramizt yðr fyrir að hafa valið þeim þetta nafn, og ef svo mætti segja saurgað það með þessum saurblöðum. Það er ekki ætlun vor að tína hér upp hvað eina í biöðum þessum, til að sýna hið auðvirðilega, «smekklausa» og ótilhlýðilega í þeim, því þetta sér hver maðr af sjálfsdáðum. í fyrra blaðinu er að vísu flest meinlaust og gagnslaust, en þó getum vér ekki á oss setið svo, að vér minnumst ekki á kvæðið: «Ain í dalnum», og biðjum yðr innilega að hlífa lesendum yðar við að kaupa þvílíkt rugl framvegis. Þér sjáið það sjálfir, ef þér viljið, að þó hrossalýsingarnar í honum «Þjóð- ólfi» sé ekki skemtilegar, þá geta þær þó alténd orðið einhverjum til gagns, auk þess sem þær eru meinlausar. Yér viljum því miklu lieldr kaupa þær tvisvar, en einusinni það, sem er bæði mein- lanst og líka gagnslaust hjá yðr, og heldr marg- kaupa þær, heldr en það sem þér látið íllt og ó- þverralegt úti í Baldri, hversu ódýrt sem þér sel- tð það. Það sem nýtilegt kynni þykja í 2. blað- iuu er leiðrétlíng Páls Melsteðs um eyjuna «Tor- tola» þó mundu fáir hafa saknað hennar, oghugs- að gætu menn sér af hverjum toga hún er spunn- in; allt um það er hér spunnið fínt og laglega, einsog við mátti búast af siðsömum sóma- og mentamanni. Þá kemr lítil grein handa öllum málfræðíngunum meðal kaupenda blaðsins, og sýn- ir hún þeim og öllum oss þann dýrmæta sann- leika, að vissara sé að kalla hann Naddodd heit- inn «Naddað» eða «Naddoð» eða Nödduð. Það sem svo er eptir af blaðinu, er mest allt rusta- skammir til «Þjóðólfs» og útgefara hans, og þær svo svívirðilegar og klaufalegar, að þó þér leitað- ið í verstu skrílblöðum í heimi, þá myndið þér vart í nokkru þeirra finna eins ljótan þvættíng. Oss virðist sú grein hafa allt það til að bera, sem búast mátti við af hinum ósvífnasta dóna, nema latínuna, sem að vísu á líklega að sýna, að hér er (sem betr fer) engi almúgamaðr sem skrif- ar, en sem þó sýnir ekki annað en það, að lík- indi sé til, að einhver lánleysíngs drengr, ef til vill nýkominn í skóla, hafi skrifað hana. En sé svo, að þér útgefendrnir hafið orðið að flýja í þessháttar smiðju, hvernig gat yðr þá komiö sú fíflska í hug, að þér gætið haldið úti blaði í nokk- urri mynd? Vér viljum ekki tala nákvæmar um þessa grein yðar, eða neitt af því sem hún hefir að geyma, heldr flýta oss fram hjá henni. Að því leyti sem «Þjóðólfi» kynni þykja ástæða til að hrekja þau ósannindi sem hún fer með, þá er hann einfær urn það, og tilgángr vor er alls ekk i að tala hans máli, heldr gefa yðr þær bendíngar, sem vér höldum yðr sé hollar og ómissandi, et' blað yðar á að þrífast meðal vor. Skrílblað þrífst hér aldrei í landi, alþýðumentun og upplýsíng er

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.