Þjóðólfur - 30.04.1868, Blaðsíða 2
— 90
Annað málið, sem dæmt var í yfirdóminum
14. þ. mán. var þetta sveitarlwrns eðr kornslculd-
armál úr Álptaneshreppi hér syðra. það kom út
af bænarskrá alþíngis 30. Júlí 1861, að lögstjórn-
in veitti þá þegar um haustið (lögst. bréf 12. Sept.
1861), 7,000 rd. lán úrhinum svo nefnda íslenzka
"kollektusjóði, til að lcaupa kornvöru fyrir handa
nbágstöddustu sveitunum í Borgárfjarðarsýslu og
»Kjósar og Gullbríngusýslu«,-------»og að öðru leyti
»með þeim kjörum« — — að ’/t (einn sjöundi
hluti) »af láni þessu verði endrgoldinn á ári
»hverju«, — »með vöxtum 4 af hundraði þángað
»til búið er borga það að fullu«. Hreppstjórarnir
sem þá voru í Álptaneshreppi, fengu þá veitt
handa sínum hreppi einum 1000 rd. af lánsfé þessu
þ. e. sjöunda hlutann af öllu því fé er stjórnin
veitti samtals 18 hreppunum í báðum sýslunum,
og kom það brátt fram, að bæði höfðu hrepp-
stjórar þessir verið ótrauðari á að taka þetta feyki-
lán upp á sveitarbúa sína, heldren að sjá því far-
borða að það yrði endrgoldið eins og áskilið var
af stjórninni, og einnig var auðsætt, að háyfir-
valdið hefir verið örara á að veita þetta mikla lán,
heldren hvað það sýndi sig árvakrt og eptirgángs-
samt i því að heimta endrgjaldið beint eptir því
sem var áskilið í stjórnarbréfinu. f>ví svo liðu 3
árin fyrstu: 1862, 1863 og 1864, að eklcert var
endrgoldið upp í lánið frá Álptaneshreppi hvorki
upp í innstæðu né vexti. þá fór amtmaðr að
heimta borgun um áramótin 1864—1865, en þá
voru þar í hreppi orðin ein ef ekki tvenn hrepp-
stjóra skiptin á árunum sem liðin voru, og þeir
sem lánið höfðu tekið og kornið fengið handa í
milli, búnir að fá lausn, og sjást ekki nein mót til
þess að þeir hafi verið krafðir neins reikníngs-
skapar þeirrar ráðsmennsku sinnar; — en aðrir
nýir hreppstjórar voru þá komnir í staðinn; og
þessir voru nú krafðir endrgjalds af amtinu. þeir
tóku þá það ráð og sýslumaðr þeirra, að kveðja
alla hreppsbúa á fund í Janúarmán. 1865, til þess
málarekstrs þessa fyrir yíirdómi, lagt fjrir forsetann í yflr-
dóminum skriflega kriifo um aí> þeir yflrdómararnir bálbir Jón
Pbtrsson og Benidikt Sveinsson viki úr dómarasæti sínu í
ÖHutn þeim málum er hann ætti í vií> þá Svb. Jacobsen og
Jónas H. Jónassen; og var fyrir þaí) hve óviþrkvæmilega aþ
skjai þetta hafl verib oríab og stílfært, aí> It. Anderson var
nó dæmdr í sekt þessa. Yflrdómsforsetann, herra þóríi Jónasson
greindi þvert á vit> metdómendr sína f máli þessu og lagti
hann fram til bókarþaþá greiníngsatkvæþi sitt; en þat> gjiirþi
hann ekki í hinu málin-u milli Jónasar faktors og þeirra
Ilendersons, og er þó haft fyrir satt, at> hann hafl einnig
—iut á vií> hina í því máii.
að fá þá fríviljuga til að gángast undir að greiða
kornskuld þessa alla saman, en úr þeim fundi varð
eigi annað en mótmæli og óhljóð, svo að ekkert
samkomulag né samþykki náðist. f>á var aptr
kvatt til ánnars fundar 1. Febrúar næst á eptir; og
er í »útskripto þeirri er framkom í málinu úr
»sveitarbókinni«, svo kveðið að orði, að fundrinn
hafi »viðtekið« eða »ákvarðað« að allri þessari
kornskuld, er þá tjáist að hafi verið orðin nálægt
1300 rd. með áföllnum rentum, er einnig voru ó-
Ioknar, verði jafnað niðr á innbúa sveitarinnar,
eptir efnum og ástæðum hvers eins, og eptir því
hlutfalli sem hverjum cinum hafði verið gjört sveit-
arútsvar til upphæðar hin næstliðnu ár. Engir
þeirra er voru á fundinum undirskrifuðu það sem
lilætlað var að gjörðist þar, né heldr skuldbundu
sig þar með til greiðslunnar. Eptir þvísem niðr-
staðan varð eptir á, munu samt allmargir þeirra
búenda sem á fundinum voru, hafa látið svona til-
leiðast að borga; en þó að fáir virðist hafa bein-
línis mælt í móti, í heyranda hljóði, þá gengu
ýmsir burt af fundinum, áðren honum var lokið,
svo að þeir eigi gæti álitizt bundnir að neinu við
það sem hinir léti tilleiðast. En niðrjöfnunar-
mennirnir, sem til þess voru nefndir á fundinum
eða gáfu sig fram til þess, jöfnuðu nú kornskuld-
inni allri niðr á alla búendrna í hreppnum, ein*
á þá er ekki komu á fundinn, og þá er gengu
þaðan ósamþykkir, eins og á hina. Meðal þeirra
er um byrjun fyrra árs 1867, eigi voru farnir að
borga kornskuld þessa, er þannig var á þá niðr-
jafnað að aflokinni fundamefnu þessari, 1. Febr.
1865, voru samtals 11 búendr, er beinlínis af-
sögðu að borga; þá kærðu hreppstjórarnir þá fyrir
sættanefnd, og sættist þá einn þeirra á að borga
allt, hinir buðu helmíngs borgun til sætta en var
eigi þegið, svo málinu var vísað til landslaga og
réttar, og stefndu þá hreppstjórar þeim til fullf'
ar greiðslu á öllu er á hvern þeirra var niðr'
jafnað »samkvæmt ákvörðun* eðr «viö'
tektum» hreppsbúafundarins 1. Febrúar 1865,
og með því að háyfirvaldið hefði nú lagt tyrir
hreppstjóra að nýu að borga alla hina uppri'na'
legu skuld með vöxtum; hreppstjórar komu með
enga málsútlistun fyrir héraðsréttinn hinn 1. retl'
ardag, en sögðu aðeins fram réttarkröfu sína t*1
bókar samkvæmt stefnunni, en er talsmaðr bænd-
anna í héraði (Jón Guðmundsson) hafði að veitt-
um fresti komið fram fyrir héraðsréttinn með
skriflega varnarútlistan af þeirra hendi, og sæk'
endr höfðu fengið 14 daga frest til svara, — Þa