Þjóðólfur - 12.09.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.09.1868, Blaðsíða 2
— 166 — verzlana voru hér engir sjálfir, nema W. Fischer, en hann mun hafa verið ósveigjanlegr frá sínum fyrri undirtektum; aptr mun stiptamtmaðr vera góðrar vonar um að þeir Havsteen, P. C. Iínudt- zon, og jafnvel einnig Bryde á Vestmanneynm takist á hendr álíka skuldbindíngar með kornút- vegu þessa eins og C. Siemsen; og stórkaupmaðr Lefolii, Eyrarbakka-reiðarinn mun hafa lofað stipt- amtmanni því nú, áðren hann fór héðan, að hann skyldi eiga þann þátt að kornaðflutníngum þessum sem sér yrði framast mögulegt, en hann hafði látið á sér skilja, að það mundi lítið eðr ekkert geta orðið í þetta sinn. Svona stendr þá þetta mál, að því sem oss er framast kunnugt. Vér vitum eigi hvort stiptamt- maðr hefir gjört nokkrar vararáðstafanir til þess að styrktarkorn verði flutt híngað og fáist, ef svofæri að kaupmennirnir sem nú voru nefndir, brigðist; en því mun sízt þurfa að kvíða, að það hafi verið látið ógjört. J>að korn sem ekki er híngað komið um næstu mánaðamót eða fremri hluta Októbers í seinasta lagi, getr, auðvitað, eigi komið neinum nauðstöddum að haldi í hinum fjarlægari sveitum, og t. d. vart neinstaðar austanfjalls, né annarstað- ar en um Gullbríngu- og Borgarfjarðarsýslu. Ann- ar verulegr hnekkir, er hlýtr að leiða af þvi ef undirtektir kaupmanna þar ytra yrði ekki að ósk- um og tilætlun stíptamtmanns, er sá, að þá yrði eigi kostr á nema helmíngi þess korns er stipt- amtmaðr hefir þó sjálfr álitið að nauðsyn og þarfir sunnlendínga útheimti; og mundi þó síðr en ekki hafa verið um of að ætla kornhjálpina til 10,000 rd. samtals yfir gjörvalt amtið, enda þótt 8veitirnar fyrir austan Mýrdalssand geti ekki fært sér það í nyt héðanaf og jafnvel vili það ekki svo framt allt skyldi borgað á einum 3 næstu árum. Borgunarfrestr þessi mun nú samt vera rýmkaðr eptir á eða nákvæmar ákveðinn þannig, að pann helmínginn sem kaupmenn láni, skuli að vísu borga þeim á 3 hinum fyrstu árum, en aptr skuli eigi þurfa að borga hinn helminginn, sem stjórn- in leggr fram, fyr en á tveim árum þar eptir. — Ár 1868 1. dag Júlímánaðar, var fundr á- kveðinn og boðaðr að Borðeyri, til að ræða um alþýðuskóla í Hrútafirði, er leitað hafði verið samskota til viða um land; fund þenna sóktu að eins 12 menn, og þar svo fáir mættu, álitu menn ætlunarverki hins ákveðna aðalfundar eigi geta orð- ið framgengt á þessum fundi. En með tilliti til þess, að herra kaupmaðr P. Fr. Eggerz hafði boð- ið að Ijá hús til íbúðarfyrir hér um bil 12 kenslu- pilta næstkomandi vetr, þá álitu fundarmenn áríð- andi að ræða nú þegar allt það, er lyli að hinum brýnustu nauðsynjum »RrAðabyrgðamlcóla« þessa, en aðalfundr viðvikjandi alþýðuskólanum var ákveð- inn 2. dag Októbermánaðar þ. á. að Borðeyri. Að útvega öll þau áhöld er sízt yrði án verið til þess að kensla gæti byrjað á næstkomanda hausli á Borðeyri, ef kennari fengist, var falið kaup- manni P. Fr. Eggerz, hreppstjóra D. Jónssyni á J>óroddsstöðum, sgr. G. Einarssyni á Borðeyri. J>egar í byrjun fundarins var skýrt frá tillög- um þeim, er menn höfðu fullkomna vissu fyrir, og varð upphæðin yfir 1000 rd. mest úr Húnavatns- og Stranda-sýslum, en hve mikil tillögin kynni að verða annarstaðar frá, verðr ekki nú þegar greint, þar boðsbréfin eigi eru komin, og var kaupmanni P. Fr. Eggerz falið að veita tillögum þeim mót- töku, er inn koma kynni. Borbeyri, dag 1. Júlímánaííar 1868. S. E. Sverrisson. Jón Bjarnason. B. Tómasson. G. Vigfússon. D. Jónsson, P. Fr. Eggerz. B. E. Sandholt. J. Chr. V. Bryde. G. Einarsson. T. Bjarnason. Jón Jónsson. J. Tómasson. ÁGRIP af reikníngum Gróustaða-styrktarsjóðs, og styrktarsjóðs Eirílcs Ólafssonar í Strandasýslu árið 1867. A. Gróustaða-slyrlctarsjóðr. iekjur. Landanrar Peníngar 1. Eptirstöðvar 31. Des. 1866: hr*dr. ái. rd.sk. a, í landaurum................1 99 » » b, í skuldabréfum og peníngum » » 1109 83 2. Vextir af peníngum sjóðsíns til 11. Júní 1867 » » 34 81 Samtuls 1 99 1144 68 Gjöld: 1. Styrkr veittr þurfandi sveitarmönn.: a, Jóni bónda Jónatanssyni á Arnkötludal . . . 11 rd. b, Sveini húsmanni Guð- mundssyni í Reykjavík 9 — c, þorsteini bóndaEyólfs- syni í Asparvík . . 6 — 0 » 26 » 2. Borgað fyrir prentun á reikn- íngum sjóðsins . . . . » » 1 35 3. Eptirsstöðvar 31. Des.: a, í smjöri 219 pund . 1 99 » » b, í skuldabréfum . . . l> » 974 24 c, í peníngum . . . . n 0 143 9 Samtals í 99 1144 68

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.