Þjóðólfur - 08.10.1868, Síða 2

Þjóðólfur - 08.10.1868, Síða 2
— 178 — ætli að halda rúginum föstum í 11 rd. einsog var, og 12 Ipda. mélsekknum í ll’/jrd. — Embœttaveitíngar. — Iiorgarfjarðarsýsla var veitt sýslumanni E. P. Böving í Stykkishólmi. — Iléraðslæknisembættið á Akreyri (í Eyafjarðar- og J>íngeyarsýslum) veitt háskólakand. í læknisfræði Pórði Tómássyni, og var hann farinn frá Ilöfn, þángað norðr til embættis síns nokkuru áðr en póstskipið nú fór. — Vilhjálmi Finsen kanselíráði, er hér var áðr land- og býfóeti, en hefir um 8— 9 næstliðin ár verið assessor í yflrréttinum í Ve- björgum, er nú veitt eitt assessorsembættið í lands- yfir- samt Hof- og Stadsréttinum í Kaupmanna- höfn, og er hann alfluttr þángað. — Hinn aðkvæðabóndinn, er veitt var heiðrs- mcdaljan fyrir dugnað og framtakssemi (einsog getið var í síðasta bl.), er Páll Steinsson á Tjörn- um í Eyafirði. — Embœttispróf í lœhnisfrœði. •— Stúdent í læknisfræði Páll Jalcob Blöndal, er hefir verið undir kenslu landlæknisins um undanfarna 5 vetr, leysti af hendi opinberlega embættispróf sitt núna um mánaðamótin, og afleystist heiðrlega fyrirhon- um, og er haldið, að hann hafi náð 1. aðaleinkunn, þóað það sé enn eigi komið algjörlega í kring. — Dr. Perkins, einn þeirra 3 englendinga, er komu með þessari gufuskipsferð, er hinn sami er hér kom með Júií-ferðinni í sumar (bls. 133 hér að framan) til að skoða og kanna brennisteins- námana í Krísivík. Menn muna, að fyrir 8—9 árum hér frá keypti englendíngrinn Buhsby náma þessa af Krísivíkr-eigendunum, reyndi um tvö þau sumur að afla þar brennisteins, en þótti eigi svara kostnaði, heldren fyrri, að flytja hann á klyfja- hestum óverkaðan ofani Hafnarfjörð; síðan hefir það fyrirtæki legið í dái. Nú í haust hefir félag eitt í Lundúnum keypt námana af Buhsbý, eptir það að Dr. Perkins, er það sendi af sinni hendi í sumar einsog fyr var sagt, hafði kannaðþetta gjörr og álitið, að takast mundu mega að vinna námana til ágóða, þóaðkostnað þyrfti talsverðan til þess, erhann mun hafa gjört áætlun um. En sá kostnaðr er einkanlega þarí fólginn, að annað þykir ógjöranda en að leggja járnbraut til að flytja brennisteininn frá nárnunum, annaðhvort ofaní Ilafnarfjörð eða þá suðr til Herdísarvíkr, þar sem helzt þykir líklegt til afdreps, þar að sunnanverðu, fyrir hleypiskútur til að taka við brennisteininum og færa þaðan til hafna; mun Dr. Perkins hafa virzt líklegast og ó- hultast, að til þess væri hafðr gufubátr hæfilega stór. Áuðsætt ,er, að eigi þarf smáræðis fé til alis þessa, og að menn verða að telja uppá verulega eptirtekju, ef hún skai ná að vega upp skaðlausa vexti af öllum þeim framlagða kostnaði og af kaupverðinu, auk verkaiaunanna sjálfra og kostn- aðarins við hreinsun brennisteinsins. J»eir 3 fé- lagar er nú komu, eiga að koma sér niðr á öllu því fyrirkomulagi, er hér lýtr að. Eigi mun það hér kunnugt enn, við hvaða verði Buhsby nú hafi selt félaginu námana, en hitt vita menn, að í sumar, er kaup þessi komu fyrst til orða, vildi hann eigi láta þá fala fyrir minna en 200 pd. sterl. eðr 18,000rd., og ælla menn, að félagið hafi nú sælt þeim kaupkostum. ---------- — SKÓLAVARÐAN og hinn nýi aðalvegr upp úr Reykjavík. Ferðamenn,er komu austan og norðan yfir heið- arnar síðan um mánaðamótin, furðaði á því, er þeir ýmist af hæðunum suðr af Grímmansfelli, (niðr af Seljadalnum) og af hæðunum ofaneptir Fóellu- vötnunum, að allir sáu þeir hvítan dýl bera við vestrloptið hér íremst suðr á nesjunum, og engi sem ekki er áttaviltr, en veit góða grein á því að Álptanes er sunnar, en Seltjarnarnes norðar, og þekkir nokkuð afstöðu og kennileiti beggja nesj- anna, gat verið í neinum vafa um það, að þessi hinn hvíti og bjarti dýll væri framarlega á Sel- tjarnarnesi. »En hvað er það, hvenær og hvern- ig er þetta komið þarna. er ber svona skært við vestr-sjóndeildarhrínginn á sama stað«? Ekki er mann lengi að bera hvort heldr eptir alfaravegun- um ofan Mosfellssveitina eða ofan úr Vötnunum, þó að fátt þyki gott eða greitt af þeim veginum að segja nú sem stendr, niðr á móts við Árbæ, og sér maðr þá, að þetta, er sýnist í fjarska sem að Ijós dýll einn lítili beri við sjóndeildarhringinn, — að þetta er hin ný uppbygða skólavarða á Arnarhólsholtinu hérfyrir austan Reykjavíkr-bæinn. vSkólavarðan þó þó», sagði annaraf2 mönn- um lausríðandi, á skinnsokkum og með keðju- beizli og króksvipu i hendi er hann stefndi út frá nára sér, er þeir komu ofan eptir hæðunum milli Ilauðavatns og Árbæar 29. þ. mán., — »skólavarð- an, laxi góðr, ekki vel; sú gamla, sem var vei stæðileg, var rifin í grunn niðr fyrir fám árum og það fyrir ekki neitt; var bygð upp aptr fyrir 200 —300 rd. samskot, og hrundi svo sjálf öldúng*s órifin; það hrun var ekki af manna höndum gjð** og kostaði ekki neitt, einsog þú og hver maðr hefir getað lesið í «Norðanfara, til mikils sóma fyrir hann ogfyrir höfuðstað landsins« — svo eg

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.