Þjóðólfur - 08.10.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.10.1868, Blaðsíða 3
held þú vaðir reyk; hver hefði kannske átt að slá þeim Mósis-sprota á helluna, að þaðan skyldi spretta upp slíkr almúraðr og fágaðr kastali er gnæfir við skýin? eða hvaða Jovis-almætti skyldi hafa megn- að því, að þessi altýgjaða Minerva stendr þarna áðren nokkurn varði og þarsem ekki var annað fyrir en sorgleg grjóthrúga ofaná grjóturð». Yér yfirgefum nú þetta «tveggja manna tal•>, og hverfum til sjálfrar hinnar nýu skólavörðu þar sem hún nú stendr albúin einsog nýbygðr ný- uppmúraðr kastali, einsog fuglinn Fönix risinn úr öskunni. — það er ekki að undra, þóað detti of- anyfir ferðamenn að sjá þetta sannarlega vandaða og snotra steinsmíði svona allt í einu albúið áðr- en nokkurn varði, og hafi ekki getað átt þess neina von, því Reykvíkínga sjálfa rekr þar í ramma stanz. Vér staðarbúar höfum að vísu séð menn standa þar að vinnu öðru hverju í sumar, séð þángað ekið kalki, séð verið að leggja þar stein og stein i veggina, en þetta virtist svo áhugalítið og sem í hjáverkum gjört, einkum fram eptir slætt- inum, að menn sögðu hér alment að þetta væri fremr gjört til dundrs sér, og til þess það skyldi sýnast sem hér stæði til að byggja eitthvað upp aptr svona til málamyndar, heldren hitt, að mönn- um væri eðr gæti verið nokkur alvara með, að koma skólavörðunni upp að nýu; — því hvaðan ætti nú að taka fé til þess? — sögðu menn; — 2- 300 rd. samskotin fyrri hefðigengiðöll til að byggja upp hrundu vörðuna og hefði enda eigi hrokkið til; engi nefndi ný samskot, enda mundi það hafa lítið upp á sig, þegar svona hefði tekizt slysalega til fyrir hin; og hvaða Crösus mundí svo vekjast upp er vildi og gæti lagt í sölurnar jafnmikið fé og þyrfti til vandaðrar kalkmúraðrar vörðu ? þess vegna hugðu allir, að héryrði ekkert úr; engi vissi heldr til að neinn væri forgaungumaðr verksins fremr einn en annar. Svona gekk fram yfir Ágúst-lok; að vísu smáhækkuðu múrveggirn- ir og fór að draga undir dyrahvelfínguna, og þá fóru menn þó smámsaman, einkum eptir það verka- mönnum var fjölgað þegar kom fram í f. mán. og farið var að leggjast fast á verkið, að gánga úr skugga um það, að hér lilyti að vera eínhver hul- m hönd og eigi févana, er bæði stjórnaði verkinu °g hratt því svo áfram að stórum fór nú að muna með hverjum degi, og jafnan voru borguð tregðu- °g fyrirstöðulaust hin um sömdu verkalaun. Skólavarðan er nú albúin um þessa daga. Hún er ferstrend að utan ogjafnbol, hátt á 9. alin ut- nnmáls hver hlið, og stendr á stöpli; hún er hol eðr húsbygð innan, og eru portdyr á að veslan, bogadregnar eðr með hvelfíngu að ofan, með traustri og vandaðri hurð fyrir; tvennir eru vænir glugg- ar á, annar á norðr hlið hinn á austr hlið. Inn- an er hver hlið að eins n'okkuð á 5. alin, því veggirnir eru fullra fimm feta þykkir neðst og smá þynnast þegar ofar dregr, en þó hvergi þynnri en um 4 fet. Traust lopt er við efstu veggjabrúnir uppi yfir innra rúminu ; upp þángað liggja að innan þægir hliðarstigar, uppí uppgángs op á miðju lopti og er hetta yfir er upp undan má gánga og upp á loptið eðr »sjónarpallinn«, — því þaðan er næsta víðsýnt yfir allt, — og er hún til varnar því að niðr í húsið rigni eðr framan í þá er upp á pall- inn gánga. en um hverfis hann allan efst á veggj- unum og utan á ytri brún þeirra eru traust tré- verks-handrið, til varnar því, að menn geti hrotið ofan fyrir. Varðan er 15 álnir á hæð frá stöpli, að meðtöldum handriðunum; til hennar kvað nú vera búið að kosta hátt á lOOOrd. J>að er nú eigi orðið neitt launúngarmál, að bæarfógeti vor herra A. Tborsteinson kanselíráð hefir einn gengizt fyrir byggíngu þessari og lagt fyrir um alla tilhögun og fyrirkomulag, og lagt út all fé til efnis og verkalauna; en hvort það er afhans ramleik sjálfs að nokkru eðr öllu, það er enn öll- um hulið, en mun von bráðar opinbert verða. Hinn nýi álfara vegr upp úr bænum eðr réttara sagt ofan í bæinn, af Öskjuhlíðarveginum ofan að bakarastígnum, er bæarstjórnin hefirgjöra látið á þessu sumri, og búið er að vísu að full- gjöra svo, að hann er miklu færari og betri en hinn gamli vegrinn ofan hjá Vegamótum, eríöllu tillíli verðr þess að á hann sé minst, eigi síztísam- bandi með skólavörðunni, þar sem hvorttveggja er bæði nýsmíði og má segja fremr stórvirki eptir fá- menni og fátækdóm þessa staðar, og af því að þessi hinn nýi vegr er nú lagðr upp holtið skamt eitt fyrir norðan troðníngabrúna (hérna megin Öskju- hlíðar) í útnorðr til skólavörðunnar, og fast fram hjá sjálfri henni og þaðan ofan eptir öllu holtinu að bakarastígnum, rétt fyrir norðaustan vindmyln- una. Að þessu leyti má nú segja, að hvortveg- samí annað: þessi hinn nýi, mikilfengi og breiði upphækkaði vegr skólavörðuna, og hún aptr veginn. Engir ferðamenn, er fara þenna nýa veg, og það gjöra allir síðan hann varð vel fær með hesta, telja né geta talið nein tvímæli á því, að þetta sé nauðsynja-vegabót, eigi sízt í samanburði við gamla veginn, einsog hann var orðinn í rignínga sumr- um. Nýi vegrinn er allr upphækkaðr með stein-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.