Þjóðólfur - 08.12.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.12.1868, Blaðsíða 2
— 22 — þessari, er nú stendr yfir, og þókti öllum þetta stór- mannlega við orðið, cins og var. En nú hefir stór- kaupmannafélagiðeigihérviðlátið staðarnema, heldr gerði það út ogsendi frá Höfn rakleiðis til vestrlands- ins (Stykkishólms) jagtskipið Sophiu skipst. Sören sen með 5 50 tunnur af kornvöru ognálægt 4000 pundum skonroksbrauðs til útbvtingar að gjöf milli bágstaddrabjargarþrotabúenda þar um vestrland; var útbýting matvæla þessara falin umsjá amtmannsins herra Bergs Thorbergsmeð bréfi 19. Okt. fránefnd stórkaupmannafélagsins, þeirri sem það hefir falið ráðstöfunina á korngjöfum þessum, eðr frá formanni hennar «generalconsul» H. A. Clausen. En hing- að sendi stórkaupmannanefndin nú með «Phönix» 800 tunnur af korni, 4,600 pd. af branði, og enn 100 korntunna ávísun upp á verzlun Bryde kaup- manns í Vestmanneyum, svo að auk þess korns, er kom liingað með fyrri ferðinni, og þess er jagtin Sophia fór með til vestrlandsins, þá hefir Reykjavíkrnefndin nú á ný fengið til umráða og útbýtingar 900 tunnur matar og 4 60 fjórð- unga brauðs. það er eigi þar með sagt, að nefndin hér og héraðayfirvöldin, er hún mun ráð- færa sig við, finni fulla nauðsyn á að útbýta öll- um þessum mat nú í vetr; en hvort sem verðr, þá er enn á ný brýnt fyrir nefndinni af gefend- unnm, og hefir hún í annan stað falið ritstjórn þessa blaðs að taka það skorinort fram fyrir sveit- arstjórnendum og almenningi, er þessara ríkulegu gjafa eiga að verða aðnjótandi, að það er eigi öðrum ætlað, og er því sveitastjórnendum heim- ildarlaust að verja eðr veita öðruvísi, hverri í sveit sinni, heldren til bjargarstyrks og viðreisnar þeim búendum sveitarinnar, sem nú liggja undir harð- rétti sakir harðærisins, fiskileysis og skorts á kaup- eyri til matbjargarkaupa og útvega handa sér og sínum, og sem hvorki hafa leitað sveitar- styrks né mundu leita, efaðmeðalári væri að skipta; en alls ekki er kornið ætlað sveitarómögum til for- lags eða uppeldis, né þeim búendum, sem nokkurn veginn eru sjálfbjarga, enda þótt afkoma þeirra kunni fremr að vera af skornum skamti ( slíku ári sem þessu; — og er vonandi, að allar sveitar- stjórnir og hver um sig láti sér þetta vel skiljast, og varist það vel, að misbrúka svo og vanbrúka þetta velgjörðapund frá veglyndum samþegnum vorum í Danmörku, að oss verði það til áfellis og vansa, og að vér þar með fyrirgjörum því að mega vona þaðan líkrar ásjár, ef að neyðina bæri eins að dyrum hjá oss í annað sinn. Að lokum skal þess getið, að nú þegargufu- skipið fór frá Khöfn, voru samskotin frá stórkaup- mannafélaginu sjálfu og öðrum, er gefið höfðu fyrir þeirra forgöngu, orðin þessi: í peningum............................ 17,280 rd. - korni (beinlínis gefið)............10 tunnur, - brauði sömuleiðis nálægt .... 9,000 pd., og er, eins og gefr að skilja, téðri peningaupphæð varið til kaupa og flutningskostnaðar hingað á þeim samtals 1650 tunnum matvöru, er stórkaupmanna- félagið er búið að ráðstafa hingað, eins og þegar var frá skýrt. — Eptir undirlagi verzlnnarsamkundunnar í Reykjavík hafa forstjórar stórkaupmannafélagsins í Kaupmannahöfn, D. Halberstadt, O. B. Suhr, Rudolph Fuggard, II. Caröe, Georg Petersen, C. A. Erichsen, Edvard Thune, kosið nefnd manna, til þess að safna fé til að afstýra hungursneyð í suðurumdæmi og vesturumdæmi fslands. f nefnd þessa voru kosnir: I. Adolph \ G. 1. A. Petersen, fyrir hönd stórkaup- S. F. Grön, ) mannafélagsins- N. Knudtzon, J. R. P. Lefolii N. C. Ilavsteen. A. Sandholt, II. A. Clausen, formaðr nefndarinnar. í nefnd þeirri, sem kosin var í Reykjavík, til að úthluta korni því, sem sent var hingað, eru: II. St. Johnsen. II. A. Thomsen. II. A. Sivertsen. E. Siemsen. O. P. Möller, formaðr nefndarinnar. Af korni því, sem sent var hingað með gufu- skipinu Óðni voru 88 tunnur sendar með skipinu «Neptun» vestr til Stykkishólms. Reyndar áttu 100 tunnur að fara vestr; en vegna þess að eigi náð- ist í þann svipinn í meira afkorni þessu úr gufu- skipinu, en skipstjórinn á «Neptun» vildi eigi bíða, urðu 12 tunnur eptir. Skaptafellssýslu voru ætlaðar 40 tunnur, og hafa af þeim verið afhentar: til Dyrhólahrepps 11 tunnur — Iíleifahrepps 12 — Rangárvallasýslu voru ætlaðar 30 tunnur, og af þeim eru afhentar: til Hvolhrepps . . 5 tunnur — Holtamannahrepps 6 — — Landmannahrepps 3 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.