Þjóðólfur - 14.01.1869, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.01.1869, Blaðsíða 1
21. ár. 12—13. lieyltjavík, Fimtudag 14. Janúar 1869. KORNSALA EPTIR f>UNGA. f>að hefir lengi venja verið í fiestum löndum norðrálfunnar, að selja korn, hverrar tegundar sem er, eigi eptir rúmmáli, heldr eptir þunga. Danir hafa hingað til þó eigi tekið upp þessa söluaðferð, heldr selt alt korn sitt að tunnutali, og þá er svo sem sjálfsagt, að sami siðr heíir verið hafðr á ís- landi. En nú í haust tók nefnd stórkaupmanna- félagsins í Kaupmannahöfn mál þetta til íhugunar, og ritaði um það bréf til allra helztu kaupmanna þar í landi. Og er allir þeir, er nefndin hafði fengið svar frá, voru einhuga í því, að sjálfsagt væri að stuðla að því eptir megni, að hætt væri hinni fornu kornsölu í Danmörku, en sá siðr tek- inn upp, að láta allt korn ganga í kaupum og sölum eptir þunga, stefndi nefndin til almenns fundar með kaupmönnum í Höfn 24. dag Októ- bermánaðar, og var þar í einu hljóði samþykkt: 1. að það væri mjög æskilegt og gagnlegt fyrir kornverzlun, að kornvörur væru framvegis seld- ar eptir þunga, í stað þess, að þær hefðu hingað til verið seldar eptir máli. 2. að eining sú, er leggja ælti til grundvallar við kaup og sölu á korni, ætti að vera 100 pund, og sú sölu-aðferð ætti að vera hin eina í land- inu, og skyldi jafnframt halda hinu hollenzka þungamáli, til að ákveða gæðin. Auk tveggja annara ákvarðana þess efnis, að reyna til að fá þessu framgengt með sjálfvilja manna, var það í einu hljóði samþykkt, að þessa sölu-aðferð skyldi upp taka og við hafa frá 1. degi •lanúarmánaðar 1869. Yér ímyndum oss nú, að allir þeir, er nokk- urt skyn bera á kornsölu og korngæði, séu oss samdóma í því, að þessi sölu-aðferð á kornvörum sé miklu réttari í sjálfu sér en sú, er hér gengst við eptir tunnutali, og vér vonum og, að kaup- rnennirnir hljóti að vera fúsir á, að taka upp þessa hina réttari sölu á korni. |>að er alkunnugt, að því þyngra kornið er, sé það annars þurt og ó- skemmt, því betra er það og því meira næringar- ufni er í því, og þá sjá allir, hversu ósanngjarnt tað er, að sélja þá rúgtunnuna, sem vegr að eins !68 pund, eða jafnvel minna, sama verði og þá, er vegr 216 pund eða þar yfir, og þó hefir þetta við gengizt hingað til, sjálfsagt vegna þess, að sá siðr hefir í Danmörku verið, þótt það í raun réttri engin ástæða sé. Vér verðum því að skora á hina íslensku kaupmenn, að taka upp þá aðferð, að selja kornið eptir þunga; og einkum skorum vér á verzlunarsamkunduna í Reykjavík, að taka upp þessa sölu-aðferð, og jafnframt að gjörast oddviti að því, að hún verði almenn og hin eina hér á landi. — KORNLÁNIÐ til ÍSLENDINGA Á RÍKIS- J>INGI DANA. Á ríkisþingi Dana, 10. dag Októ- berm. í haust, lagði einn þingmanna, að nafni G. Winther, þá spurningu fyrir dómsmálastjórnar- herrann: «Að hve miklu leyti vofir hungrsneyð yfir íslandi, og hverjar ráðstafanir hefir stjórnin gjört til að af stýra henni?» Dómsmálastjórnarherrann skýrði þá frá því, að í fyrra hefði komið frá norðr- og austr-um- dæmi íslands skýrsla um, að hætt væri við hungrs- neyð, sökum þess, hve illa hefði heyjazt, og bændr því hefðu orðið að fækka nautpeningi sínum, en á hinn bóginn væri kornforði lítill fyrir. Stjórnin hefði því keypt 500 tunnur rúgs, til að lána hin- um bágstöddu hreppum, þó svo, að hrepparnir annaðhvort skyldi greiða andvirði kornsins út i hönd, eða borga leigu af því, og hafa þá borgað það innan 7 ára, en stjórnin hefði enn eigi fengið neina skýrslu um, hversu korni þessu hefði verið varið. Frá suðrumdæminu hefði komið þær skýrslur í Júnímánuði og Júlímánuði þ. á., að hungrsneyð vofði yfir umdæmi þessu, sökum þess, hve mjög fiskiveiðar hefðu mishepnazt hið síðasta árið, og hefði það numið 300,000 rd., er saltfiskr hefði minni verið þetta árið, en hin undanfarandi ár. Líkar skýrslur og frá norðr- og austr-um- dæminu hefði og síðar þaðan komið um heyafl- ann og fénaðarfækkun. Einnig væri í skýrslunni sagt, að eins og Islendingar væru næsta gjarnir á, að láta alt ganga upp, þá er vel væri ært í landi, eins væru kaupmennirnir þá mjög fúsir á, að lána þeim, en aptur á móti, þá er illa léti í ári, hertu þeir mjög að landsmönnum, til þess að ná skuldun-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.